Fótbolti

„Þeir voru aðeins hungraðri, viljugri og skarpari í sínum einvígum“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leiknum í Jereven í dag.
Úr leiknum í Jereven í dag. epa/VAHRAM BAGHDASARYAN

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði að lið Armeníu hefði verið fetinu framar í leiknum í Jerevan í dag. Armenía vann 2-0 sigur og Ísland hefur því tapað báðum leikjum sínum í undankeppni HM 2022.

„Þeir voru aðeins hungraðri, viljugri og skarpari í sínum einvígum,“ sagði Arnar á blaðamannafundi eftir leikinn.

„Við unnum ágætlega mörg einvígi en annar boltinn var oft þeirra. Það sýndi hungrið í þeirra leik og þetta var eitthvað sem við vorum búnir að tala um fyrir leikinn. Við vissum að þetta er lið með mikið sjálfstraust og hefur náð góðum úrslitum. Þeir eru viljugir, það er mikil hlaupageta í liðinu og þeir eru aggresívir. Og það var það sem skildi að í dag.“

Arnar var nokkuð sáttur með spilamennsku íslenska liðsins fram að fyrsta marki leiksins.

„Þótt við höfum ekki fengið á okkur mörg færi framan af voru þeir aðeins hungraðri. Og það er að mörgu leyti eðlilegt. Þeir eru á heimavelli og með áhorfendur að ýta sér áfram. Þetta eru mjög jöfn lið og erfiður útileikur,“ sagði Arnar.


Tengdar fréttir

„And­stæðingarnir eru engir ný­græðingar“

„Þetta var leikur sem að mínu mati myndi falla fyrir liðið sem myndi skapa sér færi eða skora fyrsta markið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, í samtali við RÚV eftir 2-0 tapið gegn Armenum í kvöld.

Erfiður leikur og við vorum ekki sjálfum okkur líkir

Kári Árnason kom óvænt inn í byrjunarlið Íslands eftir að Ragnar Sigurðsson meiddist í upphitun. Hann vildi ekki kenna neinum um tapið en sagði að íslenska liðið þyrfti að skoða hvað fór úrskeiðis.

Fyrst og fremst vorum við sjálfum okkur verstir

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, talaði hreint út eftir 2-0 tap Íslands í Armeníu er liðin mættust í undankeppni HM 2022. Aron Einar sagði liðið hafa verið sjálfu sér verst og það þarf þurfi að fara aftur í grunnatriðin.

„Þú átt ekki að vinna neinn leik“

„Þú átt ekki að vinna neinn leik nema þú eigir það skilið,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í samtali við RÚV eftir 2-0 tapið gegn Armenum í kvöld, þegar Jóhann var spurður út í hvort að þetta hefði verið skyldusigur í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×