Sjö hundruð hótelherbergi fyrir fólk í sóttkví Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. mars 2021 19:01 Frá Fosshótel við Þórunnartún. Undirbúningur stendur nú yfir en von er á fjölda farþega á morgun sem þurfa í sóttkví á hótelinu. Vísir/Sigurjón Gert er ráð fyrir að sjö hundruð herbergi verði nýtt fyrir þá sem verða skikkaðir í sóttkví á hóteli eftir komuna til landsins. Forstjóri Sjúkratrygginga segir greiðslur farþega vega þungt í heildarkostnaði. Fullir kassar af grímum, hlífðarfötum og sprittbrúsum blasa við þegar gengið er inn á Fosshótel við Þórunnartún enda er verið að búa hótelið undir komu flugfarþega sem verða skikkaðir í sóttkví þar á morgun þegar nýjar landamærareglur taka gildi. Allir sem ekki eru bólusettir eða með vottorð um fyrri sýkingu sem koma með vélum frá Póllandi, Hollandi og Svíþjóð á morgun fara á hótelið. Á föstudag bætast við fleiri farþegar frá Póllandi. Þegar hótelið fyllist verður hótel í Reykjanesbæ tekið í notkun og unnið er að samningum við BB hótel á Ásbrú. Þá hefur verið samið við Hótel Hallormsstað á Egilsstöðum fyrir farþega úr Norrænu og annað hótel verður á Akureyri. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.vísir/Egill „Okkur var falið að útvega sjö hundruð rými á fjórum stöðum á landinu. Við erum núna komin með rúmlega fjögur hundruð og erum að ganga frá samningum um það sem upp á vantar,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, og bætir við að fjöldi herbergja sé miðaður við áætlaðan fjölda ferðamanna. Heildarkostnaður hins opinbera liggur ekki fyrir og er breytilegur eftir fjölda ferðamanna. Farþegar munu greiða tíu þúsund krónur á nóttina fyrir eitt herbergi og fæði. „Það sem þeir greiða vegur mjög þungt í því verði sem við höfum samið um við hótelin. Við höfum fengið þau á mjög góðu verði,“ segir María. Sjúkratryggingum Íslands var falið að semja um og útvega alla þjónustu sem tengist verkefninu. „Það eru þá hótelrými og mannskapur og aðkoma Rauða krossins. Einnig fæði og rútuferðir að hótelinu og skimun á fimmta degi auk almennrar heilbrigðisþjónustu við íbúa þannig að ekki þurfi að flytja þá til læknis út af einhverju smálegu,“ segir María. Hótelin, sem eru kölluð sóttkvíarhótel á meðan þau eru nýtt fyrir ferðamenn í sóttkví, verða á fjórum stöðum á landinu.vísir Hún segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Þökk sé okkar frábæru samnings- og samstarfsaðilum og þar eru fremstir í flokki starfsmenn Rauða krossins sem í rauninni gera þetta allt saman mögulegt.“ Spánn var í dag tekinn út af lista yfir áhættusvæði en landið rataði upphaflega á listann þar sem upplýsingar skorti um stöðu faraldursins í einungis einu héraði. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir nauðsynlegt að skikka einnig þá sem eru búsettir hér á landi á hótel þar sem erfitt sé að meta sérstaklega hverjum þurfi að fylgjast betur með. „Bara til þess að ná góðum tökum á þessu eins og staðan er núna. Á meðan við erum að reyna kveða þennan faraldur innanlands alveg niður held ég að við þurfum að gera þetta svona,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Fullir kassar af grímum, hlífðarfötum og sprittbrúsum blasa við þegar gengið er inn á Fosshótel við Þórunnartún enda er verið að búa hótelið undir komu flugfarþega sem verða skikkaðir í sóttkví þar á morgun þegar nýjar landamærareglur taka gildi. Allir sem ekki eru bólusettir eða með vottorð um fyrri sýkingu sem koma með vélum frá Póllandi, Hollandi og Svíþjóð á morgun fara á hótelið. Á föstudag bætast við fleiri farþegar frá Póllandi. Þegar hótelið fyllist verður hótel í Reykjanesbæ tekið í notkun og unnið er að samningum við BB hótel á Ásbrú. Þá hefur verið samið við Hótel Hallormsstað á Egilsstöðum fyrir farþega úr Norrænu og annað hótel verður á Akureyri. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.vísir/Egill „Okkur var falið að útvega sjö hundruð rými á fjórum stöðum á landinu. Við erum núna komin með rúmlega fjögur hundruð og erum að ganga frá samningum um það sem upp á vantar,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, og bætir við að fjöldi herbergja sé miðaður við áætlaðan fjölda ferðamanna. Heildarkostnaður hins opinbera liggur ekki fyrir og er breytilegur eftir fjölda ferðamanna. Farþegar munu greiða tíu þúsund krónur á nóttina fyrir eitt herbergi og fæði. „Það sem þeir greiða vegur mjög þungt í því verði sem við höfum samið um við hótelin. Við höfum fengið þau á mjög góðu verði,“ segir María. Sjúkratryggingum Íslands var falið að semja um og útvega alla þjónustu sem tengist verkefninu. „Það eru þá hótelrými og mannskapur og aðkoma Rauða krossins. Einnig fæði og rútuferðir að hótelinu og skimun á fimmta degi auk almennrar heilbrigðisþjónustu við íbúa þannig að ekki þurfi að flytja þá til læknis út af einhverju smálegu,“ segir María. Hótelin, sem eru kölluð sóttkvíarhótel á meðan þau eru nýtt fyrir ferðamenn í sóttkví, verða á fjórum stöðum á landinu.vísir Hún segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Þökk sé okkar frábæru samnings- og samstarfsaðilum og þar eru fremstir í flokki starfsmenn Rauða krossins sem í rauninni gera þetta allt saman mögulegt.“ Spánn var í dag tekinn út af lista yfir áhættusvæði en landið rataði upphaflega á listann þar sem upplýsingar skorti um stöðu faraldursins í einungis einu héraði. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir nauðsynlegt að skikka einnig þá sem eru búsettir hér á landi á hótel þar sem erfitt sé að meta sérstaklega hverjum þurfi að fylgjast betur með. „Bara til þess að ná góðum tökum á þessu eins og staðan er núna. Á meðan við erum að reyna kveða þennan faraldur innanlands alveg niður held ég að við þurfum að gera þetta svona,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira