Blind þarf að fara í aðgerð en vonast til að ná EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2021 20:30 Það var strax ljóst að eitthvað slæmt hafði gerst eftir að Blind festi takkana í gervigrasinu er Holland lagði Gíbraltar 7-0 á útivelli. Pablo Morano/Orange Pictures Daley Blind, leikmaður hollenska landsliðsins og Ajax, meiddist illa í 7-0 sigri Hollands á Gíbraltar í undankeppni HM 2022 á dögunum. Hann er bjartsýnn og stefnir á að ná EM í sumar en það verður að teljast ólíklegt. Hinn 31 árs gamli Blind festi takkana á skóm sínum í gervigrasinu sem leikur Gíbraltar og Hollands var spilaður á. Atvikið leit skelfilega út og virtist sem Blind hefði mögulega slitið krossbönd í hné. Sem betur fer fyrir Blind sluppu krossböndin en hann sleit hins vegar liðbönd í vinstri ökkla. „Ég reikna með að tímabili mínu með Ajax sé lokið. Ég mun fara í aðgerð í næstu viku og ef allt gengur að óskum í endurhæfingunni þá vonast ég til að ná Evrópumótinu í sumar,“ sagði Blind í yfirlýsingu Ajax. Ajax hefur gengið frábærlega á leiktíðinni. Liðið er með 11 stiga forystu á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar, einnig er liðið komið í úrslit hollenska bikarsins þar sem það mætir Vitesse Arnhem. Þá er Ajax komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar þar sem Roma bíður. 3134 - Daley Blind recorded more touches (3134), passes (2687) and recoveries (263) than any other player for @AFCAjax in all competitions this season. Blow. pic.twitter.com/XQ2SHqvZ7h— OptaJohan (@OptaJohan) April 1, 2021 „Auðvitað er ég mjög svekktur. Þú spilar fótbolta til að vinna titla og þessir titlar verða unnir á næstu mánuðum. Ég hefði viljað vera þarna með liðinu því þetta hefur verið frábært tímabil þessa. Því miður fyrir mig er því nú lokið,“ sagði Blind að lokum. Blind er þó bjartsýnn og stefnir á að bæta við þá 76 landsleiki sem hann hefur leikið til þessa þegar EM hefst í sumar. Holland er þar í riðli með Úkraínu, Austurríki og Norður-Makedóníu. Fótbolti EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Blind festi takkana á skóm sínum í gervigrasinu sem leikur Gíbraltar og Hollands var spilaður á. Atvikið leit skelfilega út og virtist sem Blind hefði mögulega slitið krossbönd í hné. Sem betur fer fyrir Blind sluppu krossböndin en hann sleit hins vegar liðbönd í vinstri ökkla. „Ég reikna með að tímabili mínu með Ajax sé lokið. Ég mun fara í aðgerð í næstu viku og ef allt gengur að óskum í endurhæfingunni þá vonast ég til að ná Evrópumótinu í sumar,“ sagði Blind í yfirlýsingu Ajax. Ajax hefur gengið frábærlega á leiktíðinni. Liðið er með 11 stiga forystu á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar, einnig er liðið komið í úrslit hollenska bikarsins þar sem það mætir Vitesse Arnhem. Þá er Ajax komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar þar sem Roma bíður. 3134 - Daley Blind recorded more touches (3134), passes (2687) and recoveries (263) than any other player for @AFCAjax in all competitions this season. Blow. pic.twitter.com/XQ2SHqvZ7h— OptaJohan (@OptaJohan) April 1, 2021 „Auðvitað er ég mjög svekktur. Þú spilar fótbolta til að vinna titla og þessir titlar verða unnir á næstu mánuðum. Ég hefði viljað vera þarna með liðinu því þetta hefur verið frábært tímabil þessa. Því miður fyrir mig er því nú lokið,“ sagði Blind að lokum. Blind er þó bjartsýnn og stefnir á að bæta við þá 76 landsleiki sem hann hefur leikið til þessa þegar EM hefst í sumar. Holland er þar í riðli með Úkraínu, Austurríki og Norður-Makedóníu.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira