Innlent

Gular við­varanir, erfið færð og lé­legt skyggni við gos­stöðvarnar

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Suðvestan hvassviðri verður á gosstöðvunum í Geldingadölum með rigningu eða súld og lélegu skyggni. Ekkert ferðaveður verður á svæðinu.
Suðvestan hvassviðri verður á gosstöðvunum í Geldingadölum með rigningu eða súld og lélegu skyggni. Ekkert ferðaveður verður á svæðinu. Vísir/Vilhelm

Búist er við suðvestan hvassviðri eða stormi á Norður og Austurlandi í dag. Síðdegis er aftur á móti viðbúið að snúi í norðanátt með talsverðri snjókomu og færð fer versnandi á norðanverðu landinu að því fram kemur í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Gular veðurviðvaranir taka víða í gildi í dag.

Gul viðvörun tekur gildi við Faxaflóa upp úr hádegi í dag en suðvestan hvassviðri verður á gosstöðvunum í Geldingadölum með rigningu eða súld og lélegu skyggni. Ekkert ferðaveður verður á svæðinu en líkt og fram hefur komið er lokað fyrir aðgang að svæðinu í dag.

Gul viðvörun er þegar í gildi á ströndum og Norðurlandi vestra vegna storms en þar er búist við norðan hríð síðdegis.

Til klukkan fimm í dag má búast við hviðum allt upp í 35 til 45 metra á sekúndu í Fljótum og vestan til í Eyjafirði. Snjókoma síðdegis og í kvöld og frost. „Aðstæður versna nokkuð skyndilega og ísing myndast á flestum ef ekki öllum vegum í nótt sunnan- og suðaustanlands,“ segir í ábendingu frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi.

Gular veðurviðvaranir verða áfram í gildi á morgun. Þeim sem hyggja á ferðalög um páskana er því ráðlagt að fylgjast vel með nýjustu upplýsingum um veður og færð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×