Eina mark leiksins kom um miðjan fyrri hálfleik. Þar var að verki Jonathan David, eftir stoðsendingu frá nafna sínum Jonathan Ikone.
Það voru heimamenn sem voru meira með boltann í leiknum og áttu fleiri skot á markið. En það dugði þó ekki til og gestirnir lönduðu dýrmætum sigri.
Það urðu læti í lok leiks þegar tvö rauð spjöld fóru á loft í uppbótartíma. Tiago Djalo, leikmaður Lille fékk þá að fara nokkrum mínútum fyrr í sturtu, ásamt brasilísku stórstjörnunni Neymar. Báðir leikmenn voru þá að fá sitt annað gula spjald.
Lille lyftir sér því upp fyrir PSG á topp frönsku deildarinnar með 66 stig. PSG eru áfram með 63 stig, en nú í öðru sæti.
#PSGLOSC pic.twitter.com/JP3Kvbg1lI
— LOSC Lille EN (@LOSC_EN) April 3, 2021