Fótbolti

Tvö rauð spjöld og PSG missti toppsætið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Neymar fékk að líta rauða spjaldið í tapi PSG gegn Lille í dag.
Neymar fékk að líta rauða spjaldið í tapi PSG gegn Lille í dag. Xavier Laine/Getty Images

Lille vann í dag góðan útisigur gegn Paris Saint-Germain í toppslag frönsku úrvalsdeildarinnar. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn, en PSG með betri markatölu. Lille gerði sér lítið fyrir og vann 1-0, og hrifsaði þar með toppsætið af frönsku risunum.

Eina mark leiksins kom um miðjan fyrri hálfleik. Þar var að verki Jonathan David, eftir stoðsendingu frá nafna sínum Jonathan Ikone.

Það voru heimamenn sem voru meira með boltann í leiknum og áttu fleiri skot á markið. En það dugði þó ekki til og gestirnir lönduðu dýrmætum sigri. 

Það urðu læti í lok leiks þegar tvö rauð spjöld fóru á loft í uppbótartíma. Tiago Djalo, leikmaður Lille fékk þá að fara nokkrum mínútum fyrr í sturtu, ásamt brasilísku stórstjörnunni Neymar. Báðir leikmenn voru þá að fá sitt annað gula spjald.

Lille lyftir sér því upp fyrir PSG á topp frönsku deildarinnar með 66 stig. PSG eru áfram með 63 stig, en nú í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×