Telur að mótunum sé lokið ef æfingar fara ekki af stað á nýjan leik þann 15. apríl Runólfur Trausti Þórhallsson og Guðjón Guðmundsson skrifa 8. apríl 2021 19:02 Arnar Guðjónsson telur að ef lið hér á landi geti ekki hafið æfingar að nýju þann 15. apríl sé keppni í körfu- og handbolta í raun lokið. Vísir/Sigurjón Æfinga- og keppnisbannið sem er í gildi á Íslandi er óskiljanlegt. Sérstaklega meðan æfingar og keppni séu leyfð í sambærilegum deildum á Norðurlöndum segir Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta. „Það er mjög erfitt að skilja þetta. Ég var að horfa á úrslitakeppnina í Danmörku í gær. Það var í viðtali við sóttvarnaryfirvöld þar sem talað var um að það væru allt öðruvísi aðstæður, sem er ekki rétt og var rætt í síðustu bylgju.“ „Af því mér finnst þetta áhugavert þá hringdi í leikmann sem ég þekki í kvennaliði í Danmörku sem var að spila til úrslita í bikarnum fyrir viku og er núna í úrslitum. Þar er læknir í liðinu, þar er kennari í liðinu og þær eru að spila, eru búnar að vera spila og það hefur ekki verið stöðvuð efsta deild þar í körfubolta eða fótbolta, veit ekki með handboltann reyndar.“ „Maður er orðinn langþreyttur á því sem – frá mínum bæjardyrum – manni finnst vera skilningsleysi á okkar aðstæðum,“ sagði Arnar en viðtalið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Sóttvarnaryfirvöld hafa haldið því fram síðan í nóvember að deildarnar hér heima í fót-, hand- og körfubolta séu ekki sambærilegum þeim deildum sem eru í gangi á Norðurlöndunum. Arnar segir það einfaldlega rangfærslur. „Sóttvarnaryfirvöld segja að þetta séu ekki sambærilegar deildar, ég veit ekki hvað þau bera fyrir sér í því. Kannski er hægt að segja að það séu fleiri atvinnumenn í karladeildunum í körfuboltanum en ef þú berð saman karladeildin hér við kvennadeildirnar úti þá er það ekki staðan. Þar er meirihluti af leikmönnum úti á hinum almenna vinnumarkaði, og að ég myndi halda fleiri í hverju liði en á Íslandi.“ „Þannig þetta eru ákvarðanir sem eru kannski byggðar á vanþekkingu eða skilningsleysi. Ég held það sé alveg deginum ljósara að afreksíþróttir hafa ekki náð inn á borð, hvorki hjá heilbrigðisráðherra eða yfirvöldum heilt yfir. Það er ekki áhugi á þessu.“ „Við erum yfirleitt þau fyrstu sem er lokað á. Þetta erum við, þeir sem reka sjálfstæðar líkamsræktarstöðvar og þeir sem selja bara brennivín án þess að selja kleinu. Það er alltaf lokað á okkur, það er bara þannig.“ Síðan Covid-fárið skall á hér á landi hafa forráðamenn ÍSÍ lítið haft sig í frammi og varla heyrst eitt né neitt úr þeim herbúðum. „ÍSÍ segist berjast á bakvið tjöldin. Það eru svona þau svör sem við fengum. Þetta er bara er orðið þungt, það er orðið mjög þungt í mönnum. Þetta er orðin allra leiðinlegasta leiktíð sem menn hafa upplifað. Nógu erfitt er að hafa ekki áhorfendur en maður sýnir því skilning. Því var sýnt skilning hérna í upphafi að við værum að taka þátt í þessu því við værum að fletja út kúrfuna og við ætluðum að læra að lifa með veirunni. Það sýndu því allir skilning þar.“ „Það virðist um leið og það kemur upp smit þarf að stoppa þetta allra hættulegasta sem virðist vera afreksíþróttir.“ Arnar segir að verði æfingar ekki leyfðar 15. apríl eins og núverandi reglugerð segir til um þá sé í raun sjálfhætt. „Ef við byrjum ekki að æfa 15. apríl þá held ég að þetta sé bara svo gott sem búið hjá þessum boltaíþróttum. Það er fólk sem tekur þessar ákvarðanir hjá sérsamböndunum en þetta er að verða orðið eiginlega bara einhver langloka sem maður skilur ekkert í. „Eins og ég segi, þetta er skrýtnasta leiktíð sem menn hafa nokkurn tímann upplifað. Það var hægt að sýna þessu skilning þegar Covid-19 kemur í upphafi en mér finnst búið að vera talsvert skilningsleysi gagnvart okkur í að vera komið gott ár,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta, að lokum. Klippa: Arnar er svartsýnn ef æfingar hefjast ekki 15. apríl Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Sportpakkinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
„Það er mjög erfitt að skilja þetta. Ég var að horfa á úrslitakeppnina í Danmörku í gær. Það var í viðtali við sóttvarnaryfirvöld þar sem talað var um að það væru allt öðruvísi aðstæður, sem er ekki rétt og var rætt í síðustu bylgju.“ „Af því mér finnst þetta áhugavert þá hringdi í leikmann sem ég þekki í kvennaliði í Danmörku sem var að spila til úrslita í bikarnum fyrir viku og er núna í úrslitum. Þar er læknir í liðinu, þar er kennari í liðinu og þær eru að spila, eru búnar að vera spila og það hefur ekki verið stöðvuð efsta deild þar í körfubolta eða fótbolta, veit ekki með handboltann reyndar.“ „Maður er orðinn langþreyttur á því sem – frá mínum bæjardyrum – manni finnst vera skilningsleysi á okkar aðstæðum,“ sagði Arnar en viðtalið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Sóttvarnaryfirvöld hafa haldið því fram síðan í nóvember að deildarnar hér heima í fót-, hand- og körfubolta séu ekki sambærilegum þeim deildum sem eru í gangi á Norðurlöndunum. Arnar segir það einfaldlega rangfærslur. „Sóttvarnaryfirvöld segja að þetta séu ekki sambærilegar deildar, ég veit ekki hvað þau bera fyrir sér í því. Kannski er hægt að segja að það séu fleiri atvinnumenn í karladeildunum í körfuboltanum en ef þú berð saman karladeildin hér við kvennadeildirnar úti þá er það ekki staðan. Þar er meirihluti af leikmönnum úti á hinum almenna vinnumarkaði, og að ég myndi halda fleiri í hverju liði en á Íslandi.“ „Þannig þetta eru ákvarðanir sem eru kannski byggðar á vanþekkingu eða skilningsleysi. Ég held það sé alveg deginum ljósara að afreksíþróttir hafa ekki náð inn á borð, hvorki hjá heilbrigðisráðherra eða yfirvöldum heilt yfir. Það er ekki áhugi á þessu.“ „Við erum yfirleitt þau fyrstu sem er lokað á. Þetta erum við, þeir sem reka sjálfstæðar líkamsræktarstöðvar og þeir sem selja bara brennivín án þess að selja kleinu. Það er alltaf lokað á okkur, það er bara þannig.“ Síðan Covid-fárið skall á hér á landi hafa forráðamenn ÍSÍ lítið haft sig í frammi og varla heyrst eitt né neitt úr þeim herbúðum. „ÍSÍ segist berjast á bakvið tjöldin. Það eru svona þau svör sem við fengum. Þetta er bara er orðið þungt, það er orðið mjög þungt í mönnum. Þetta er orðin allra leiðinlegasta leiktíð sem menn hafa upplifað. Nógu erfitt er að hafa ekki áhorfendur en maður sýnir því skilning. Því var sýnt skilning hérna í upphafi að við værum að taka þátt í þessu því við værum að fletja út kúrfuna og við ætluðum að læra að lifa með veirunni. Það sýndu því allir skilning þar.“ „Það virðist um leið og það kemur upp smit þarf að stoppa þetta allra hættulegasta sem virðist vera afreksíþróttir.“ Arnar segir að verði æfingar ekki leyfðar 15. apríl eins og núverandi reglugerð segir til um þá sé í raun sjálfhætt. „Ef við byrjum ekki að æfa 15. apríl þá held ég að þetta sé bara svo gott sem búið hjá þessum boltaíþróttum. Það er fólk sem tekur þessar ákvarðanir hjá sérsamböndunum en þetta er að verða orðið eiginlega bara einhver langloka sem maður skilur ekkert í. „Eins og ég segi, þetta er skrýtnasta leiktíð sem menn hafa nokkurn tímann upplifað. Það var hægt að sýna þessu skilning þegar Covid-19 kemur í upphafi en mér finnst búið að vera talsvert skilningsleysi gagnvart okkur í að vera komið gott ár,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta, að lokum. Klippa: Arnar er svartsýnn ef æfingar hefjast ekki 15. apríl Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Sportpakkinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira