Bakslag og Grealish frá næstu vikurnar | EM gæti verið í hættu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2021 22:00 Það eru enn nokkrar vikur í að Grealish snúi aftur á völlinn. Neville Williams/Getty Images Fyrir ekki svo löngu síðan virtist sem Jack Grealish væri á leiðinni á Evrópumótið í sumar með enska landsliðinu. Hann hefur hins vegar misst af síðustu sjö leikjum Aston Villa og verður frá í nokkrar vikur til viðbótar. Dean Smith, þjálfari Aston Villa, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Jack Grealish yrði frá næstu vikurnar þar sem hann hefði ekki jafnað sig af meiðslum. Ekki er alveg staðfest hver meiðslin eru en Grealish er talinn meiddur á kálfa, sköflung eða ökkla. #AVFC captain Jack Grealish will be out for another "few weeks" after suffering a setback in his recovery from injury, says head coach Dean Smith.— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 9, 2021 „Það kom bakslag í þetta og hann verður frá næstu vikurnar. Hann þoldi ekki álagið. Við vitum að þetta eru ekki langtíma meiðsli en við ýttum honum mögulega of fljótt af stað,“ sagði Smith á blaðamannafundi í dag en Villa mætir Liverpool á morgun. Grealish hefur verið frábær með Aston Villa á leiktíðinni og lagt upp 12 mörk ásamt því að skora sex í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Talið var nær öruggt að hann yrði í enska landsliðshópnum sem færi á EM en nú er öldin önnur. Þó bæði Gary Neville og Jamie Carragher myndu taka hann með á mótið er óvíst hvað Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, gerir. Upprisa Jesse Lingard þýðir að hann er kominn inn í myndina og þá gleymist hversu öflugur Jadon Sancho hefur verið með Borussia Dortmund á leiktíðinni. Svo er óvíst hvar Grealish passar inn í 3-4-3 leikkerfið sem England mun að öllum líkindum spila í sumar. Eftir frábært tímabil er ljóst að Grealish hefði ekki getað meiðst á verri tíma. Hann þarf að sýna Southgate að hann sé klár í slaginn áður en hópurinn verður tilkynntur. Það verður í síðasta lagi 11. maí næstkomandi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport Fleiri fréttir Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sjá meira
Dean Smith, þjálfari Aston Villa, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Jack Grealish yrði frá næstu vikurnar þar sem hann hefði ekki jafnað sig af meiðslum. Ekki er alveg staðfest hver meiðslin eru en Grealish er talinn meiddur á kálfa, sköflung eða ökkla. #AVFC captain Jack Grealish will be out for another "few weeks" after suffering a setback in his recovery from injury, says head coach Dean Smith.— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 9, 2021 „Það kom bakslag í þetta og hann verður frá næstu vikurnar. Hann þoldi ekki álagið. Við vitum að þetta eru ekki langtíma meiðsli en við ýttum honum mögulega of fljótt af stað,“ sagði Smith á blaðamannafundi í dag en Villa mætir Liverpool á morgun. Grealish hefur verið frábær með Aston Villa á leiktíðinni og lagt upp 12 mörk ásamt því að skora sex í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Talið var nær öruggt að hann yrði í enska landsliðshópnum sem færi á EM en nú er öldin önnur. Þó bæði Gary Neville og Jamie Carragher myndu taka hann með á mótið er óvíst hvað Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, gerir. Upprisa Jesse Lingard þýðir að hann er kominn inn í myndina og þá gleymist hversu öflugur Jadon Sancho hefur verið með Borussia Dortmund á leiktíðinni. Svo er óvíst hvar Grealish passar inn í 3-4-3 leikkerfið sem England mun að öllum líkindum spila í sumar. Eftir frábært tímabil er ljóst að Grealish hefði ekki getað meiðst á verri tíma. Hann þarf að sýna Southgate að hann sé klár í slaginn áður en hópurinn verður tilkynntur. Það verður í síðasta lagi 11. maí næstkomandi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport Fleiri fréttir Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sjá meira