Frumraun Sveindísar sem beðið er með mikilli eftirvæntingu í beinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. apríl 2021 10:46 Sænskir sparkspekingar eru afar spenntir fyrir að sjá hvernig Sveindís Jane Jónsdóttir spjarar sig í sænsku úrvalsdeildinni. vísir/vilhelm Metfjöldi íslenskra leikmanna leika í sænsku úrvalsdeildinni sem hefst um helgina. Stöð 2 Sport sýnir beint frá fyrsta leik Sveindísar Jane Jónsdóttur með Kristianstad á morgun. Tíu Íslendingar leika í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Átta af tólf liðum deildarinnar eru með Íslending í sínum röðum. Tveir Íslendingar leika með Kristianstad sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir. Annars vegar Sif Atladóttir og hins vegar Sveindís Jane sem er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Hún leikur með Kristianstad á þessu tímabili á láni frá Wolfsburg í Þýskalandi. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting sé fyrir Sveindísi í Svíþjóð. Þrátt fyrir að hafa ekki enn spilað leik í sænsku úrvalsdeildinni taldi Fotbollskanalen hana 23. besta leikmann deildarinnar. Kristianstad náði besta árangri í sögu félagsins í fyrra þegar liðið endaði í 3. sæti og tryggði sér þar með sæti í Meistaradeild Evrópu. Elísabet var valinn besti þjálfari sænsku deildarinnar og þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna á Íslandi. Hanna Marklund, sérfræðingur Fotbollskanalen, spáir Kristianstad 3. sætinu á þessu tímabili. Hún kveðst afar spennt fyrir Sveindísi. „Ég held að Sveindís muni passa einkar vel inn í lið Kristianstad, sérstaklega vegna löngu innkastanna hennar. Sænska landsliðið varð fyrir barðinu á þeim í leik gegn Íslandi á síðasta ári. Þessi nítján ára framherji hefur alla burði til að verða lykilmaður í liði Kristianstad og mun vera í mikilvægu hlutverki hjá liðinu,“ sagði Marklund um Sveindísi. Elísabet er að hefja sitt tólfta tímabil við stjórnvölinn hjá Kristianstad en enginn þjálfari í sænsku deildinni hefur verið lengur með sitt lið en hún. Sif hefur leikið með Kristianstad síðan 2011 og snýr núna aftur á völlinn eftir að misst af síðasta tímabili vegna barneigna. Ætla sér að endurheimta titilinn Glódís Perla Viggósdóttir er sömuleiðis þekkt stærð í Svíþjóð þar sem hún hefur leikið síðan 2015. Hún hefur verið í hópi bestu varnarmanna sænsku deildarinnar undanfarin ár og var tilnefnd sem varnarmaður ársins í fyrra. Glódís var í 20. sæti á lista Fotbollskanalen yfir bestu leikmenn sænsku deildarinnar. Rosengård endaði í 2. sæti á eftir Kopparbergs/Göteborg á síðasta tímabili en sættir sig ekki við neitt annað en að verða meistari í ár. Rosengård varð síðast meistari 2019. Meistarar Kopparbergs/Göteborg keppa núna undir merkjum Häcken. Hin nítján ára Diljá Ýr Zomers leikur með Häcken en hún fékk nokkuð óvænt samning hjá félaginu. Úr Árbænum til Örebro Tveir Íslendingar leika með Örebro, Berglind Rós Ágústsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Þær þekkjast vel eftir að hafa leikið saman með Fylki tímabilin 2019 og 2020. Berglind er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku sem og Cecilía sem er á láni hjá Örebro frá Everton á Englandi. Cecilía er aðeins sautján ára og þykir einn efnilegasti markvörður Evrópu. Hallbera Gísladóttir snýr aftur í sænsku deildina eftir nokkura ára fjarveru. Skagakonan leikur með nýliðum AIK. Hún lék áður með Piteå (2012-13) og Djurgården (2017). Eins og undanfarin tvö tímabil stendur Guðrún Arnardóttir vaktina í vörn Djurgården. Liðið bjargaði sér naumlega frá falli á síðasta tímabili. Eftir það yfirgaf Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgården og færði sig yfir til Arna-Bjørnar í Noregi. Hlín Eiríksdóttir þreytir frumraun sína í atvinnumennsku með Piteå sem endaði í 8. sæti á síðasta tímabili. Þá leikur Andrea Mist Pálsdóttir með Växjö sem endaði í 6. sæti í fyrra. Íslendingar í sænsku úrvalsdeildinni AIK (Hallbera Gísladóttir) Häcken (Diljá Ýr Zomers) Djurgården (Guðrún Arnardóttir) Eskilstuna United Rosengård (Glódís Perla Viggósdóttir) Hammarby Örebro (Berglind Rós Ágústsdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir) Kristianstad (Sveindís Jane Jónsdóttir, Sif Atladóttir) Linköping Piteå (Hlín Eiríksdóttir) Vittsjö Vaxjö (Andrea Mist Pálsdóttir) Leikur Eskilstuna United og Kristianstad verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hann hefst klukkan 13:00 á morgun. Sænski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Tíu Íslendingar leika í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Átta af tólf liðum deildarinnar eru með Íslending í sínum röðum. Tveir Íslendingar leika með Kristianstad sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir. Annars vegar Sif Atladóttir og hins vegar Sveindís Jane sem er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Hún leikur með Kristianstad á þessu tímabili á láni frá Wolfsburg í Þýskalandi. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting sé fyrir Sveindísi í Svíþjóð. Þrátt fyrir að hafa ekki enn spilað leik í sænsku úrvalsdeildinni taldi Fotbollskanalen hana 23. besta leikmann deildarinnar. Kristianstad náði besta árangri í sögu félagsins í fyrra þegar liðið endaði í 3. sæti og tryggði sér þar með sæti í Meistaradeild Evrópu. Elísabet var valinn besti þjálfari sænsku deildarinnar og þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna á Íslandi. Hanna Marklund, sérfræðingur Fotbollskanalen, spáir Kristianstad 3. sætinu á þessu tímabili. Hún kveðst afar spennt fyrir Sveindísi. „Ég held að Sveindís muni passa einkar vel inn í lið Kristianstad, sérstaklega vegna löngu innkastanna hennar. Sænska landsliðið varð fyrir barðinu á þeim í leik gegn Íslandi á síðasta ári. Þessi nítján ára framherji hefur alla burði til að verða lykilmaður í liði Kristianstad og mun vera í mikilvægu hlutverki hjá liðinu,“ sagði Marklund um Sveindísi. Elísabet er að hefja sitt tólfta tímabil við stjórnvölinn hjá Kristianstad en enginn þjálfari í sænsku deildinni hefur verið lengur með sitt lið en hún. Sif hefur leikið með Kristianstad síðan 2011 og snýr núna aftur á völlinn eftir að misst af síðasta tímabili vegna barneigna. Ætla sér að endurheimta titilinn Glódís Perla Viggósdóttir er sömuleiðis þekkt stærð í Svíþjóð þar sem hún hefur leikið síðan 2015. Hún hefur verið í hópi bestu varnarmanna sænsku deildarinnar undanfarin ár og var tilnefnd sem varnarmaður ársins í fyrra. Glódís var í 20. sæti á lista Fotbollskanalen yfir bestu leikmenn sænsku deildarinnar. Rosengård endaði í 2. sæti á eftir Kopparbergs/Göteborg á síðasta tímabili en sættir sig ekki við neitt annað en að verða meistari í ár. Rosengård varð síðast meistari 2019. Meistarar Kopparbergs/Göteborg keppa núna undir merkjum Häcken. Hin nítján ára Diljá Ýr Zomers leikur með Häcken en hún fékk nokkuð óvænt samning hjá félaginu. Úr Árbænum til Örebro Tveir Íslendingar leika með Örebro, Berglind Rós Ágústsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Þær þekkjast vel eftir að hafa leikið saman með Fylki tímabilin 2019 og 2020. Berglind er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku sem og Cecilía sem er á láni hjá Örebro frá Everton á Englandi. Cecilía er aðeins sautján ára og þykir einn efnilegasti markvörður Evrópu. Hallbera Gísladóttir snýr aftur í sænsku deildina eftir nokkura ára fjarveru. Skagakonan leikur með nýliðum AIK. Hún lék áður með Piteå (2012-13) og Djurgården (2017). Eins og undanfarin tvö tímabil stendur Guðrún Arnardóttir vaktina í vörn Djurgården. Liðið bjargaði sér naumlega frá falli á síðasta tímabili. Eftir það yfirgaf Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgården og færði sig yfir til Arna-Bjørnar í Noregi. Hlín Eiríksdóttir þreytir frumraun sína í atvinnumennsku með Piteå sem endaði í 8. sæti á síðasta tímabili. Þá leikur Andrea Mist Pálsdóttir með Växjö sem endaði í 6. sæti í fyrra. Íslendingar í sænsku úrvalsdeildinni AIK (Hallbera Gísladóttir) Häcken (Diljá Ýr Zomers) Djurgården (Guðrún Arnardóttir) Eskilstuna United Rosengård (Glódís Perla Viggósdóttir) Hammarby Örebro (Berglind Rós Ágústsdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir) Kristianstad (Sveindís Jane Jónsdóttir, Sif Atladóttir) Linköping Piteå (Hlín Eiríksdóttir) Vittsjö Vaxjö (Andrea Mist Pálsdóttir) Leikur Eskilstuna United og Kristianstad verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hann hefst klukkan 13:00 á morgun.
AIK (Hallbera Gísladóttir) Häcken (Diljá Ýr Zomers) Djurgården (Guðrún Arnardóttir) Eskilstuna United Rosengård (Glódís Perla Viggósdóttir) Hammarby Örebro (Berglind Rós Ágústsdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir) Kristianstad (Sveindís Jane Jónsdóttir, Sif Atladóttir) Linköping Piteå (Hlín Eiríksdóttir) Vittsjö Vaxjö (Andrea Mist Pálsdóttir)
Sænski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti