Þegar búið var að finna réttu íbúðina kom hins vegar á daginn að ekki var um eld að ræða heldur var í gangi myndband af arineld á YouTube í 75 tommu sjónvarpi. „Þar náðum við að eyðileggja það sem var byrjunin á rómantískri stund hjá þessum íbúum,“ segir í færslu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu á Facebook.
Alls voru 79 útköll á sjúkrabíla síðastliðinn sólarhring, þar af 24 forgangsflutningar og tólf covid-19 verkefni. Einungis tvö útköll voru á dælubíla og var annað þeirra ofangreint tilfelli þar sem sökudólgurinn reyndist vera saklaust myndband af arineld.