Titringur á Twitter vegna ofurdeildarinnar: „Þá drap peningagræðgi fótboltann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2021 07:00 AC Milan og Manchester United eru með stofnmeðlima ofurdeildar Evrópu. epa/MATTEO BAZZI Ný ofurdeild Evrópu virðist eiga sér fáa aðdáendur hér á landi, allavega ef marka má viðbrögðin á Twitter. Í gærkvöldi staðfestu tólf félög að þau ætluðu sér að stofna nýja ofurdeild sem á að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Umrædd félög eru Barcelona, Real Madrid, Atlético Madrid, Juventus, AC og Inter Milan, Manchester United, Manchester City, Liverpool, Chelsea, Arsenal Tottenham. Þrjú félög eiga væntanlega eftir að bætast í þennan hóp. Stofnmeðlimir verða því fimmtán talsins en þeir geta ekki fallið úr ofurdeildinni. Þessi tíðindi vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum og óhætt er að segja að viðbrögðin á Twitter hafi verið neikvæð. Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, sagði greinilegt að forsprakka ofurdeildarinnar skorti skilning á því hver ástæðan fyrir vinsældum fótboltans væri. Það furðulegasta við þessa ofurdeild er að stjórnendur félaganna 12 virðast ekki hafa minnstu hugmynd um að fegurðin við fótbolta, sem gerir hann að vinsælustu íþrótt í heimi, er að nánast allir geta unnið alla. #fotboltinet— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) April 18, 2021 „Jæja, þá drap peningagræðgi fótboltann. Til lukku með það,“ skrifaði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans og stuðningsmaður Everton. Jæja, þá drap peningagræðgi fótboltann. Til lukku með það. https://t.co/S3gWrV7XfL— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) April 18, 2021 Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson hefur ekki mikla trú á að ofurdeildin verði að veruleika. Hann kvaðst þó ekki fagna því ef stuðningsmönnum Luton Town á Íslandi myndi fjölga mjög. Ég er eldri en tvævetur og hef nálega enga trú á að þetta súperdeildarrugl verði meira en störukeppni sem endar á að frekjukrakkarnir fá aðeins meiri pening og völd. Í versta falli mun fólk unnvörpum gerast Luton-stuðningsmenn og ég verð meinstrím. Það yrði djöfullegt.— Stefán Pálsson (@Stebbip) April 18, 2021 Dómarinn fyrrverandi, Gunnar Jarl Jónsson, sór þess eið að horfa aldrei á leik í ofurdeildinni. Markaðurinn ræður. Miðað við viðbrögð fólks, er þeim óhætt að stofna þessa deild?Ég mun ekki fyrir mitt litla líf horfa á einn leik í þessari deild og hvað þá kaup áskrift af þessu drasli. Hugsa að mínir félagar í Birmingham fái stuðningsmann inn fyrir næsta tímabil.— Gunnar Jarl Jónsson (@gunnar_jarl) April 18, 2021 Þetta Súperlíguþrot hefur allavega tekist að sameina stuðningsmenn erkifjenda í enska boltanum í að finnast þetta algjörlega glatað. Það er einhver fegurð í því, eins og litríkt blóm sem vex upp úr ruslahaug.#fótboltinet #djöflarnir #fuckSuperLeague— Halldór Marteins (@halldorm) April 18, 2021 BURT með þig pic.twitter.com/I7HA8uAYU9— Tómas Guðjónsson (@TomasGudjonsson) April 18, 2021 Þið eruð öll hjartanlega velkomin á NFL vagninn bara #SuperLeague— Fanney Birna (@fanneybj) April 18, 2021 Ofurdeildin Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Sjá meira
Í gærkvöldi staðfestu tólf félög að þau ætluðu sér að stofna nýja ofurdeild sem á að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Umrædd félög eru Barcelona, Real Madrid, Atlético Madrid, Juventus, AC og Inter Milan, Manchester United, Manchester City, Liverpool, Chelsea, Arsenal Tottenham. Þrjú félög eiga væntanlega eftir að bætast í þennan hóp. Stofnmeðlimir verða því fimmtán talsins en þeir geta ekki fallið úr ofurdeildinni. Þessi tíðindi vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum og óhætt er að segja að viðbrögðin á Twitter hafi verið neikvæð. Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, sagði greinilegt að forsprakka ofurdeildarinnar skorti skilning á því hver ástæðan fyrir vinsældum fótboltans væri. Það furðulegasta við þessa ofurdeild er að stjórnendur félaganna 12 virðast ekki hafa minnstu hugmynd um að fegurðin við fótbolta, sem gerir hann að vinsælustu íþrótt í heimi, er að nánast allir geta unnið alla. #fotboltinet— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) April 18, 2021 „Jæja, þá drap peningagræðgi fótboltann. Til lukku með það,“ skrifaði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans og stuðningsmaður Everton. Jæja, þá drap peningagræðgi fótboltann. Til lukku með það. https://t.co/S3gWrV7XfL— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) April 18, 2021 Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson hefur ekki mikla trú á að ofurdeildin verði að veruleika. Hann kvaðst þó ekki fagna því ef stuðningsmönnum Luton Town á Íslandi myndi fjölga mjög. Ég er eldri en tvævetur og hef nálega enga trú á að þetta súperdeildarrugl verði meira en störukeppni sem endar á að frekjukrakkarnir fá aðeins meiri pening og völd. Í versta falli mun fólk unnvörpum gerast Luton-stuðningsmenn og ég verð meinstrím. Það yrði djöfullegt.— Stefán Pálsson (@Stebbip) April 18, 2021 Dómarinn fyrrverandi, Gunnar Jarl Jónsson, sór þess eið að horfa aldrei á leik í ofurdeildinni. Markaðurinn ræður. Miðað við viðbrögð fólks, er þeim óhætt að stofna þessa deild?Ég mun ekki fyrir mitt litla líf horfa á einn leik í þessari deild og hvað þá kaup áskrift af þessu drasli. Hugsa að mínir félagar í Birmingham fái stuðningsmann inn fyrir næsta tímabil.— Gunnar Jarl Jónsson (@gunnar_jarl) April 18, 2021 Þetta Súperlíguþrot hefur allavega tekist að sameina stuðningsmenn erkifjenda í enska boltanum í að finnast þetta algjörlega glatað. Það er einhver fegurð í því, eins og litríkt blóm sem vex upp úr ruslahaug.#fótboltinet #djöflarnir #fuckSuperLeague— Halldór Marteins (@halldorm) April 18, 2021 BURT með þig pic.twitter.com/I7HA8uAYU9— Tómas Guðjónsson (@TomasGudjonsson) April 18, 2021 Þið eruð öll hjartanlega velkomin á NFL vagninn bara #SuperLeague— Fanney Birna (@fanneybj) April 18, 2021
Ofurdeildin Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Sjá meira