Ný mathöll opnar í Borgartúni á morgun Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 19. apríl 2021 17:16 Björn Bragi, einn af eigendum BORG29, með Hafsteini Júlíussyni og Karítas Sveinsdóttur sem sáu um hönnunina á staðnum. Mathöllin er staðsett í Borgartúni 29 og opnar á morgun, þriðjudag. Vísir/Vilhelm „Upphaflega stóð til að opna fyrir páska en í ljósi aðstæðna ákváðum við að fresta opnuninni um stundarsakir. Í svona ástandi er enginn tími fullkominn en við ætlum að ríða á vaðið núna,“ segir Björn Bragi Arnarsson í viðtali við Vísi. Björn Bragi er einn af fimm eigendum nýrrar mathallar sem mun opna á morgun, þriðjudag. Mathöllin er staðsett í Borgartúni og ber hún nafnið BORG29. Undirbúningsferlið hefur að sögn Björns tekið um það bil ár en framkvæmdir við húsnæðið hófust seint í haust. Björn segir heimsfaraldurinn eðlilega hafa verið áskorun í öllu ferlinu og vissulega haft áhrif á tímasetningu opnunarinnar. BORG29 Mathöll er fimmta mathöllin sem opnar á Íslandi. Vísir/Vilhelm „Þetta er mjög spennandi og metnaðarfullt verkefni og frábær hópur sem kemur að þessu. Svo vonum við bara að það séu bjartari tímar framundan,“ segir Björn Bragi og bætir því við að hópurinn hafi tekið sér góðan tíma í velja inn staði. Sjálfur segist hann í skýjunum með útkomuna. Björn Bragi segir að vandað hafi verið til verka í vali á rekstraraðilum sem eru í mathöllinni. „Þarna verður frábært matreiðslufólk og gott úrval af mat, þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Einn af útgangspunktunum var að forðast að horfa á þetta sem hefðbundna mathöll, heldur frekar að skapa glæsilegan samkomustað þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og látið sér líða vel. Mikið lagt upp úr hönnun Hönnunarteymið HAF Studio sem skipað er hjónunum Hafsteini Júlíussyni og Karítas Sveinsdóttur, sá um alla hönnun verkefnisins og segir Björn mikla ánægju vera með þeirra aðkomu og vinnu. „Hafsteinn og Karítas hjá HAF Studio fengu fullt traust til verkefnisins og lögðu þau meðal annars mikið upp úr góðri hljóðvist, lýsingu og loftun.” Aðstandendur vonast til þess að Borgartúnið reynist heppilegur staður fyrir mathöll.Vísir/Vilhelm Mathallir vinsælar Vinsældir mathalla hafa verulega færst í vöxt undanfarin misseri. BORG29 er fimmta mathöllin sem lítur dagsins ljós en fyrir eru það Grandi-Mathöll, Hlemmur-Mathöll, Mathöll-Stjörnutorgi og Mathöll Höfða. Ef öll áform ganga eftir er síðan von á allavega fjórum öðrum mathöllum á næstunni. Gamla Pósthúsið í miðbæ Reykjavíkur mun fá endurnýjun lífdaga og verða að Pósthús Mathöll og ef allt gengur að óskum eigenda mun hún opna í lok árs 2021. Við Vesturgötu í Reykjavík stendur einnig til að opna mathöll í húsnæði Kaffi Reykjavíkur. Alls verða starfræktir níu veitingastaðir í mathöllinni sem opnar á morgun, þriðjudag. Þá geta Hafnfirðingar einnig átt von á sinni mathöll í húsnæði Súfistans, en þær breytingar eru í skipulagsferli. Í nýjum miðbæ Selfossbæjar stendur síðan til að opna mathöll í sumar með átta veitingastöðum í endurreistu húsnæði Mjólkurbús Flóamanna. Borgartúnið spennandi Björn Bragi segir Borgartún spennandi stað fyrir svona verkefni. „Það starfar mikill fjöldi fólks í nágrenninu og sömuleiðis eru fjölmenn íbúðahverfi allt í kring. Við bindum vonir við að verða staður sem fólk getur sótt á öllum tímum dags – hvort sem það vill grípa sér mat í flýti eða mæta í góðra vina hópi og eiga notalega stund.“ Hvernig veitingar munu verða í boði? „Í BORG29 verður hægt að fá góðan morgunmat, hádegismat og kvöldmat og þess á milli getur fólk sest niður með drykk í góðra vina hópi. Markmiðið er að bjóða upp á fjölbreyttan og ljúffengan mat í fallegu og notalegu umhverfi. Staðirnir eru: Bál, Hipstur, La Masa, Natalía Pizzeria, Pronto Pasta, Svala Reykjavík, Umami og Yuzu og auk þess hefur verið opnað á milli okkar og Wok On sem staðsett er við hliðina á okkur.“ Morgunverðarstaðurinn Svala mun opna 7:30 alla virka daga. Vísir/Vilhelm Opnar snemma á morgnana Morgunverðarstaðurinn Svala Reykjavík opnar kl. 7:30 alla virka morgna og þar getur fólk fengið sér grauta, skálar, búst og kaffi. „Þar er frábært að byrja daginn. Aðrir staðir opna klukkan ellefu og verða opnir til tíu á kvöldin, að minnsta kosti fyrst um sinn. Við gerum ráð fyrir að opnunartíminn lengist um helgar þegar það verður mögulegt aftur,“ segir Björn Bragi. Eruð þið ekkert smeyk við að vera að opna svona stórt batterí í miðjum heimsfaraldri? „Auðvitað er faraldurinn fólki ofarlega í huga og það er áskorun að fara af stað í stórt verkefni á þessum tíma. En við erum bjartsýn á að nú fari að horfa til betri vegar,“ segir Björn að lokum. Matur Veitingastaðir Neytendur Reykjavík Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Björn Bragi er einn af fimm eigendum nýrrar mathallar sem mun opna á morgun, þriðjudag. Mathöllin er staðsett í Borgartúni og ber hún nafnið BORG29. Undirbúningsferlið hefur að sögn Björns tekið um það bil ár en framkvæmdir við húsnæðið hófust seint í haust. Björn segir heimsfaraldurinn eðlilega hafa verið áskorun í öllu ferlinu og vissulega haft áhrif á tímasetningu opnunarinnar. BORG29 Mathöll er fimmta mathöllin sem opnar á Íslandi. Vísir/Vilhelm „Þetta er mjög spennandi og metnaðarfullt verkefni og frábær hópur sem kemur að þessu. Svo vonum við bara að það séu bjartari tímar framundan,“ segir Björn Bragi og bætir því við að hópurinn hafi tekið sér góðan tíma í velja inn staði. Sjálfur segist hann í skýjunum með útkomuna. Björn Bragi segir að vandað hafi verið til verka í vali á rekstraraðilum sem eru í mathöllinni. „Þarna verður frábært matreiðslufólk og gott úrval af mat, þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Einn af útgangspunktunum var að forðast að horfa á þetta sem hefðbundna mathöll, heldur frekar að skapa glæsilegan samkomustað þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og látið sér líða vel. Mikið lagt upp úr hönnun Hönnunarteymið HAF Studio sem skipað er hjónunum Hafsteini Júlíussyni og Karítas Sveinsdóttur, sá um alla hönnun verkefnisins og segir Björn mikla ánægju vera með þeirra aðkomu og vinnu. „Hafsteinn og Karítas hjá HAF Studio fengu fullt traust til verkefnisins og lögðu þau meðal annars mikið upp úr góðri hljóðvist, lýsingu og loftun.” Aðstandendur vonast til þess að Borgartúnið reynist heppilegur staður fyrir mathöll.Vísir/Vilhelm Mathallir vinsælar Vinsældir mathalla hafa verulega færst í vöxt undanfarin misseri. BORG29 er fimmta mathöllin sem lítur dagsins ljós en fyrir eru það Grandi-Mathöll, Hlemmur-Mathöll, Mathöll-Stjörnutorgi og Mathöll Höfða. Ef öll áform ganga eftir er síðan von á allavega fjórum öðrum mathöllum á næstunni. Gamla Pósthúsið í miðbæ Reykjavíkur mun fá endurnýjun lífdaga og verða að Pósthús Mathöll og ef allt gengur að óskum eigenda mun hún opna í lok árs 2021. Við Vesturgötu í Reykjavík stendur einnig til að opna mathöll í húsnæði Kaffi Reykjavíkur. Alls verða starfræktir níu veitingastaðir í mathöllinni sem opnar á morgun, þriðjudag. Þá geta Hafnfirðingar einnig átt von á sinni mathöll í húsnæði Súfistans, en þær breytingar eru í skipulagsferli. Í nýjum miðbæ Selfossbæjar stendur síðan til að opna mathöll í sumar með átta veitingastöðum í endurreistu húsnæði Mjólkurbús Flóamanna. Borgartúnið spennandi Björn Bragi segir Borgartún spennandi stað fyrir svona verkefni. „Það starfar mikill fjöldi fólks í nágrenninu og sömuleiðis eru fjölmenn íbúðahverfi allt í kring. Við bindum vonir við að verða staður sem fólk getur sótt á öllum tímum dags – hvort sem það vill grípa sér mat í flýti eða mæta í góðra vina hópi og eiga notalega stund.“ Hvernig veitingar munu verða í boði? „Í BORG29 verður hægt að fá góðan morgunmat, hádegismat og kvöldmat og þess á milli getur fólk sest niður með drykk í góðra vina hópi. Markmiðið er að bjóða upp á fjölbreyttan og ljúffengan mat í fallegu og notalegu umhverfi. Staðirnir eru: Bál, Hipstur, La Masa, Natalía Pizzeria, Pronto Pasta, Svala Reykjavík, Umami og Yuzu og auk þess hefur verið opnað á milli okkar og Wok On sem staðsett er við hliðina á okkur.“ Morgunverðarstaðurinn Svala mun opna 7:30 alla virka daga. Vísir/Vilhelm Opnar snemma á morgnana Morgunverðarstaðurinn Svala Reykjavík opnar kl. 7:30 alla virka morgna og þar getur fólk fengið sér grauta, skálar, búst og kaffi. „Þar er frábært að byrja daginn. Aðrir staðir opna klukkan ellefu og verða opnir til tíu á kvöldin, að minnsta kosti fyrst um sinn. Við gerum ráð fyrir að opnunartíminn lengist um helgar þegar það verður mögulegt aftur,“ segir Björn Bragi. Eruð þið ekkert smeyk við að vera að opna svona stórt batterí í miðjum heimsfaraldri? „Auðvitað er faraldurinn fólki ofarlega í huga og það er áskorun að fara af stað í stórt verkefni á þessum tíma. En við erum bjartsýn á að nú fari að horfa til betri vegar,“ segir Björn að lokum.
Matur Veitingastaðir Neytendur Reykjavík Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira