Strandaglópur snýr loks heim eftir fjögurra ára einveru Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2021 20:39 Mohammed Aisha hefur loksins fengið að yfirgefa skipið MV Amman og er farinn aftur heim til Sýrlands. skjáskot Sjómaðurinn Mohammed Aisha hefur undanfarin fjögur ár þurft að dvelja einn í skipinu MV Amman við strendur Egyptalands en hefur nú loks verið frelsaður og er floginn heim til Sýrlands. Hann segist finna fyrir miklum létti enda ekki auðvelt að vera einn í fjögur ár. „Hvernig líður mér? Eins og ég hafi loks losnað úr fangelsi. Ég fæ loksins að hitta fjölskylduna mína aftur. Ég fæ að sjá þau aftur,“ segir Aisha, um borð í flugvélinni á leið til Sýrlands, í samtali við breska ríkisútvarpið. Aisha hóf störf á skipinu MV Amman í maí 2017 en í byrjun júlí var skipið kyrrsett í hafnarborginni Adabiya í Egyptalandi. Öryggisbúnaður um borð skipinu var þá ekki lengur talinn öruggur og hafði skipið ekki lengur starfsleyfi. Ekki nóg með það heldur var líbanska útgerðin sem fór með umsjón skipsins í fjárhagsvandræðum og greiddi ekki fyrir eldsneyti auk þess sem eigandi skipsins gat ekki greitt fyrir eldsneytið. Egypski skipstjórinn var þá þegar kominn frá borði í Egyptalandi og úrskurðaði egypskur dómur að Aisha, sem var þá næstráðandi, væri lögráðamaður skipsins. Fylgdist með bróður sínum sigla hjá Aisha, sem er sýrlenskur, segist ekki hafa skilið hvað úrskurðurinn þýddi og hafi því ekki komist að því fyrr en mörgum mánuðum seinna að hann mætti ekki yfirgefa skipið. Það hafi runnið upp fyrir honum þegar aðrir skipsverjar hafi gengið frá borði og farið til síns heima. Í fjögur ár þurfti Aisha að halda til um borð í skipinu, sem var þá kyrrsett nærri Súesskurðinum og fylgdist hann daglega með öðrum skipum sigla þar í gegn. Hann segist meira að segja hafa fylgst með bróður sínum, sem er einnig sjómaður, sigla fram hjá sér ótal sinnum. Þeir hafi reglulega talað saman í síma en hafi aldrei verið svo nálægt hvor öðrum að geta veifað. Í þessi fjögur ár var Aisha fastur um borð í skipinu, án rafmagns, ferskvatns, matar eða nærveru annars fólks. Einstaka sinnum komu öryggisverðir um borð með vistir en annars var hann ekki í neinum samskiptum við annað fólk. Hann vara lagalega bundinn því að vera um borð í skipinu og frétti af því í ágúst 2018 að móðir hans hafi dáið. „Ég íhugaði það alvarlega að taka mitt eigið líf,“ segir hann í samtali við breska ríkisútvarpið. 250 viðlíka mál á borði Alþjóðavinnumálastofnunarinnar Aðstæður breyttust nokkuð í mars 2020 þegar stormur leysti skipið frá akkerinu og því blés nær landi, þar sem það strandaði í grynningum. Aisha var þá nógu nálægt landi til að geta synt í land og hefur hann undanfarið ár reglulega synt þessa nokkur hundruð metra í land til þess að kaupa mat, vatn og til þess að hlaða farsíma sinn. Mál Aisha er ekki einsdæmi en samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðavinnumálastofnuninni eru meira en 250 viðlíka mál í gangi í heiminum, þar sem skipsmönnum er gert að bjarga sér sjálfir vegna aðstæðna hjá eigendum. Meira en 85 slík mál komu á borð stofnunarinnar árið 2020, tvöfalt meira en árið á undan. Egyptaland Sýrland Sjávarútvegur Mannréttindi Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Sjá meira
„Hvernig líður mér? Eins og ég hafi loks losnað úr fangelsi. Ég fæ loksins að hitta fjölskylduna mína aftur. Ég fæ að sjá þau aftur,“ segir Aisha, um borð í flugvélinni á leið til Sýrlands, í samtali við breska ríkisútvarpið. Aisha hóf störf á skipinu MV Amman í maí 2017 en í byrjun júlí var skipið kyrrsett í hafnarborginni Adabiya í Egyptalandi. Öryggisbúnaður um borð skipinu var þá ekki lengur talinn öruggur og hafði skipið ekki lengur starfsleyfi. Ekki nóg með það heldur var líbanska útgerðin sem fór með umsjón skipsins í fjárhagsvandræðum og greiddi ekki fyrir eldsneyti auk þess sem eigandi skipsins gat ekki greitt fyrir eldsneytið. Egypski skipstjórinn var þá þegar kominn frá borði í Egyptalandi og úrskurðaði egypskur dómur að Aisha, sem var þá næstráðandi, væri lögráðamaður skipsins. Fylgdist með bróður sínum sigla hjá Aisha, sem er sýrlenskur, segist ekki hafa skilið hvað úrskurðurinn þýddi og hafi því ekki komist að því fyrr en mörgum mánuðum seinna að hann mætti ekki yfirgefa skipið. Það hafi runnið upp fyrir honum þegar aðrir skipsverjar hafi gengið frá borði og farið til síns heima. Í fjögur ár þurfti Aisha að halda til um borð í skipinu, sem var þá kyrrsett nærri Súesskurðinum og fylgdist hann daglega með öðrum skipum sigla þar í gegn. Hann segist meira að segja hafa fylgst með bróður sínum, sem er einnig sjómaður, sigla fram hjá sér ótal sinnum. Þeir hafi reglulega talað saman í síma en hafi aldrei verið svo nálægt hvor öðrum að geta veifað. Í þessi fjögur ár var Aisha fastur um borð í skipinu, án rafmagns, ferskvatns, matar eða nærveru annars fólks. Einstaka sinnum komu öryggisverðir um borð með vistir en annars var hann ekki í neinum samskiptum við annað fólk. Hann vara lagalega bundinn því að vera um borð í skipinu og frétti af því í ágúst 2018 að móðir hans hafi dáið. „Ég íhugaði það alvarlega að taka mitt eigið líf,“ segir hann í samtali við breska ríkisútvarpið. 250 viðlíka mál á borði Alþjóðavinnumálastofnunarinnar Aðstæður breyttust nokkuð í mars 2020 þegar stormur leysti skipið frá akkerinu og því blés nær landi, þar sem það strandaði í grynningum. Aisha var þá nógu nálægt landi til að geta synt í land og hefur hann undanfarið ár reglulega synt þessa nokkur hundruð metra í land til þess að kaupa mat, vatn og til þess að hlaða farsíma sinn. Mál Aisha er ekki einsdæmi en samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðavinnumálastofnuninni eru meira en 250 viðlíka mál í gangi í heiminum, þar sem skipsmönnum er gert að bjarga sér sjálfir vegna aðstæðna hjá eigendum. Meira en 85 slík mál komu á borð stofnunarinnar árið 2020, tvöfalt meira en árið á undan.
Egyptaland Sýrland Sjávarútvegur Mannréttindi Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Sjá meira