Pattstaða í stjórnarmyndunarviðræðum Netanjahús Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2021 09:38 Likud-flokkur Netanjahús gæti í fyrsta sinn í tólf ár verið í stjórnarandtöðu takist Netanjahú að tryggja stjórnarmeirihluta. AP/Maya Alleruzzo Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn en hann hafði frest þar til á miðnætti í gærkvöldi. Þetta gæti þýtt að Likud-flokkur forsætisráðherrans verði í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn í tólf ár. Netanjahú hefur ekki reynst auðvelt að tryggja stjórnarmeirihluta í kjölfar þingkosninganna sem fóru fram þann 23. mars síðastliðinn. Það voru fjórðu þingkosningarnar á tveimur árum sem enduðu án augljóss sigurvegara. Og þrátt fyrir fjölda funda með öðrum þingflokksleiðtogum hefur Netanjahú ekki tekist að tryggja stjórnarsamstarf á þeim fjórum vikum sem hann hafði til þess. Nú flyst stjórnarmyndunarumboðið aftur til Reuven Rivlin, forseta landsins. Rivlin getur ákveðið að afhenda öðrum þingflokksleiðtoga umboðið, veitt Netanjahú tveggja vikna aukafrest eða hann gæti veitt þinginu umboð til að velja ríkisstjórn. Verði síðasti valkosturinn fyrir valinu þýðir það að þingmaður verði næsti forsætisráðherra, sem almennt tíðkast ekki í Ísrael. Takist ekkert af þessu mun þurfa að boða til enn einna þingkosninganna í haust. Þarf að tryggja minnst 61 þingmann til að ná stjórnarmeirihluta Í þingkosningunum í mars hlaut Likud-flokkurinn flest þingsvæði, eða 30 af 120 þingsætum. Til þess að mynda ríkisstjórn hins vegar þarf flokkurinn að tryggja sér samstarf með minnst tveimur öðrum flokkum, eða ná minnst 61 þingmönnum í stjórnarmeirihluta. Svo virðist vera sem engir flokkar vilji starfa með Likud og Netanjahú en það hefur reynst flokknum erfitt hve þjóðernissinnaður Netanjahú er og afstöðu hans til trúarmála. Hægri flokkurinn Yamina, sem fyrrverandi aðstoðarmaður Netanjahús leiðir, hefur meira að segja afþakkað stjórnarsamstarf með Likud. Flokkurinn Ný von (e. New Hope) hefur einnig neitað stjórnartsamstarfi, en hann leiðir einnig fyrrverandi aðstoðarmaður Netanjahús. Hann segir ástæðu þess að flokkarnir geti ekki starfað saman drastískan mun á persónulegum skoðunum. Þá hefur hægriflokkurinn Trúarlegur síonismi (e. Religious Zionism) neitað að mynda stjórn með Likud en til þess að tryggja stjórnarmeirihluta þyrftu flokkarnir að starfa með einhverjum flokka Araba sem er á þingi. Þá hefur reynst Netanjahú erfitt að dómsmál gegn honum stendur nú yfir en hann hefur verið ákærður fyrir spillingu, fjársvik, trúnaðarbrot og mútuþægni. Nú standa vitnaleiðslur yfir í dómsmálinu og hefur eitt vitnanna meðal annars greint frá því að Netanjahú hafi skipst á greiðum við valdamikinn fjölmiðlamógúl. Netanjahú hefur neitað allri sök í málinu. Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú falið að mynda nýja stjórn Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 6. apríl 2021 11:34 Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03 Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Netanjahú hefur ekki reynst auðvelt að tryggja stjórnarmeirihluta í kjölfar þingkosninganna sem fóru fram þann 23. mars síðastliðinn. Það voru fjórðu þingkosningarnar á tveimur árum sem enduðu án augljóss sigurvegara. Og þrátt fyrir fjölda funda með öðrum þingflokksleiðtogum hefur Netanjahú ekki tekist að tryggja stjórnarsamstarf á þeim fjórum vikum sem hann hafði til þess. Nú flyst stjórnarmyndunarumboðið aftur til Reuven Rivlin, forseta landsins. Rivlin getur ákveðið að afhenda öðrum þingflokksleiðtoga umboðið, veitt Netanjahú tveggja vikna aukafrest eða hann gæti veitt þinginu umboð til að velja ríkisstjórn. Verði síðasti valkosturinn fyrir valinu þýðir það að þingmaður verði næsti forsætisráðherra, sem almennt tíðkast ekki í Ísrael. Takist ekkert af þessu mun þurfa að boða til enn einna þingkosninganna í haust. Þarf að tryggja minnst 61 þingmann til að ná stjórnarmeirihluta Í þingkosningunum í mars hlaut Likud-flokkurinn flest þingsvæði, eða 30 af 120 þingsætum. Til þess að mynda ríkisstjórn hins vegar þarf flokkurinn að tryggja sér samstarf með minnst tveimur öðrum flokkum, eða ná minnst 61 þingmönnum í stjórnarmeirihluta. Svo virðist vera sem engir flokkar vilji starfa með Likud og Netanjahú en það hefur reynst flokknum erfitt hve þjóðernissinnaður Netanjahú er og afstöðu hans til trúarmála. Hægri flokkurinn Yamina, sem fyrrverandi aðstoðarmaður Netanjahús leiðir, hefur meira að segja afþakkað stjórnarsamstarf með Likud. Flokkurinn Ný von (e. New Hope) hefur einnig neitað stjórnartsamstarfi, en hann leiðir einnig fyrrverandi aðstoðarmaður Netanjahús. Hann segir ástæðu þess að flokkarnir geti ekki starfað saman drastískan mun á persónulegum skoðunum. Þá hefur hægriflokkurinn Trúarlegur síonismi (e. Religious Zionism) neitað að mynda stjórn með Likud en til þess að tryggja stjórnarmeirihluta þyrftu flokkarnir að starfa með einhverjum flokka Araba sem er á þingi. Þá hefur reynst Netanjahú erfitt að dómsmál gegn honum stendur nú yfir en hann hefur verið ákærður fyrir spillingu, fjársvik, trúnaðarbrot og mútuþægni. Nú standa vitnaleiðslur yfir í dómsmálinu og hefur eitt vitnanna meðal annars greint frá því að Netanjahú hafi skipst á greiðum við valdamikinn fjölmiðlamógúl. Netanjahú hefur neitað allri sök í málinu.
Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú falið að mynda nýja stjórn Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 6. apríl 2021 11:34 Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03 Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Netanjahú falið að mynda nýja stjórn Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 6. apríl 2021 11:34
Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03
Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56