Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku Eiður Þór Árnason skrifar 4. maí 2021 11:12 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag. Vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til að staldrað yrði við í eina til tvær vikur til að ná aðeins betur stjórn á stöðu faraldursins innanlands en Svandís ákvað að framlengja núgildandi aðgerðir um eina viku. Þetta sagði hún að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Svandís telur að forsendur verði til þess að taka skref til afléttingar á aðgerðum innanlands í næstu viku í samræmi við áætlanir stjórnvalda. Tekur hún þar undir það sem sóttvarnalæknir sagði í minnisblaði sínu til ráðherra. „Þó að vel hafi gengið að halda faraldrinum í skefjum hér að undanförnu þá tel ég ráðlegt að fara varlega í allar afléttingar á takmörkunum innanlands þannig að ekki komi bakslag í útbreiðslu sýkinga. Hins vegar eru, að öllum líkindum, allar forsendur til þess að hægt verði að ráðast í frekari afléttingar á komandi vikum,“ segir í minnisblaði Þórólfs. Muni líklega hefja bólusetningu með slembiúrtaki Svandís sagði það mjög jákvætt að smit hafi fyrst og fremst verið að greinast í sóttkví undanfarna daga. Þá hafi bólusetning gengið vel og tekið fram úr áætlunum ríkisstjórnarinnar. Svandís vonast til að geta haldið áfram að aflétta aðgerðum innanlands sem fyrst. Ákvörðun um hvort farið verði í slembiúrtak í bólusetningum verður tekin á allra næstu dögum en niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar benda til að með þeim hætti verði hægt að ná hjarðónæmi fyrr. Að sögn Svandísar verður að öllum líkindum ákveðið að fara dreift í aldurshópana eftir að bólusetningu forgangshópa lýkur. Samanborið við núverandi áætlun gæti slík aðferð að jafnaði flýtt eða seinkað bólusetningu einstaklinga um tvær vikur. Núgildandi takmarkanir Áfram mun almennt vera tuttugu manna hámarksfjöldi í hverju rými út 12. maí næstkomandi. Sund- og baðstöðum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum er heimilt að taka á móti helmingi af leyfilegum hámarksfjölda gesta, auk þess sem íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna eru heimilar án áhorfenda. Sviðslistir, þar með talið kórastarf, eru heimilar með allt að 50 manns á sviði og 100 sitjandi gestum í hverju hólfi, auk annarra skilyrða. Hámarksfjöldi við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga eru 30 manns en 100 manns mega vera viðstaddir útfarir. Veitingastaðir, skemmtistaðir og krár mega hafa opið til klukkan 21 og hafa að hámarki 30 gesti í rými með 2 metra nálægðarmörkum. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn klukkan 22. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta smitið sem greinist utan sóttkvíar hér á landi frá 28. apríl. 4. maí 2021 10:57 Bein útsending: Svandís ræðir breytingar á aðgerðum innanlands Nú stendur yfir reglulegur þriðjudagsfundur ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 4. maí 2021 10:32 Telja skynsamlegra að bólusetja yngri fyrst eða beita slembiúrtaki Skynsamlegt væri að breyta fyrirkomulagi bólusetninga og bólusetja annað hvort yngsta aldurshópinn næst eða beita slembiúrtaki að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki sé hægt að aflétta takmörkunum á grundvelli bólusetninga fyrr en sjötíu prósent landsmanna hafa verið bólusettir. 29. apríl 2021 17:36 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til að staldrað yrði við í eina til tvær vikur til að ná aðeins betur stjórn á stöðu faraldursins innanlands en Svandís ákvað að framlengja núgildandi aðgerðir um eina viku. Þetta sagði hún að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Svandís telur að forsendur verði til þess að taka skref til afléttingar á aðgerðum innanlands í næstu viku í samræmi við áætlanir stjórnvalda. Tekur hún þar undir það sem sóttvarnalæknir sagði í minnisblaði sínu til ráðherra. „Þó að vel hafi gengið að halda faraldrinum í skefjum hér að undanförnu þá tel ég ráðlegt að fara varlega í allar afléttingar á takmörkunum innanlands þannig að ekki komi bakslag í útbreiðslu sýkinga. Hins vegar eru, að öllum líkindum, allar forsendur til þess að hægt verði að ráðast í frekari afléttingar á komandi vikum,“ segir í minnisblaði Þórólfs. Muni líklega hefja bólusetningu með slembiúrtaki Svandís sagði það mjög jákvætt að smit hafi fyrst og fremst verið að greinast í sóttkví undanfarna daga. Þá hafi bólusetning gengið vel og tekið fram úr áætlunum ríkisstjórnarinnar. Svandís vonast til að geta haldið áfram að aflétta aðgerðum innanlands sem fyrst. Ákvörðun um hvort farið verði í slembiúrtak í bólusetningum verður tekin á allra næstu dögum en niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar benda til að með þeim hætti verði hægt að ná hjarðónæmi fyrr. Að sögn Svandísar verður að öllum líkindum ákveðið að fara dreift í aldurshópana eftir að bólusetningu forgangshópa lýkur. Samanborið við núverandi áætlun gæti slík aðferð að jafnaði flýtt eða seinkað bólusetningu einstaklinga um tvær vikur. Núgildandi takmarkanir Áfram mun almennt vera tuttugu manna hámarksfjöldi í hverju rými út 12. maí næstkomandi. Sund- og baðstöðum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum er heimilt að taka á móti helmingi af leyfilegum hámarksfjölda gesta, auk þess sem íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna eru heimilar án áhorfenda. Sviðslistir, þar með talið kórastarf, eru heimilar með allt að 50 manns á sviði og 100 sitjandi gestum í hverju hólfi, auk annarra skilyrða. Hámarksfjöldi við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga eru 30 manns en 100 manns mega vera viðstaddir útfarir. Veitingastaðir, skemmtistaðir og krár mega hafa opið til klukkan 21 og hafa að hámarki 30 gesti í rými með 2 metra nálægðarmörkum. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn klukkan 22. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta smitið sem greinist utan sóttkvíar hér á landi frá 28. apríl. 4. maí 2021 10:57 Bein útsending: Svandís ræðir breytingar á aðgerðum innanlands Nú stendur yfir reglulegur þriðjudagsfundur ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 4. maí 2021 10:32 Telja skynsamlegra að bólusetja yngri fyrst eða beita slembiúrtaki Skynsamlegt væri að breyta fyrirkomulagi bólusetninga og bólusetja annað hvort yngsta aldurshópinn næst eða beita slembiúrtaki að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki sé hægt að aflétta takmörkunum á grundvelli bólusetninga fyrr en sjötíu prósent landsmanna hafa verið bólusettir. 29. apríl 2021 17:36 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta smitið sem greinist utan sóttkvíar hér á landi frá 28. apríl. 4. maí 2021 10:57
Bein útsending: Svandís ræðir breytingar á aðgerðum innanlands Nú stendur yfir reglulegur þriðjudagsfundur ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 4. maí 2021 10:32
Telja skynsamlegra að bólusetja yngri fyrst eða beita slembiúrtaki Skynsamlegt væri að breyta fyrirkomulagi bólusetninga og bólusetja annað hvort yngsta aldurshópinn næst eða beita slembiúrtaki að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki sé hægt að aflétta takmörkunum á grundvelli bólusetninga fyrr en sjötíu prósent landsmanna hafa verið bólusettir. 29. apríl 2021 17:36