Mistókst að mynda ríkisstjórn eftir fjórðu kosningarnar á tveimur árum Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2021 22:37 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. EPA/DEBBIE HILL Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, mistókst að mynda ríkisstjórn og fer stjórnarmyndunarumboðið nú líklega til pólitískra andstæðinga hann eftir að frestur Netanjahús rann út á miðnætti í Ísrael. Algjör pattstaða hefur verið við lýði í stjórnmálum Ísraels í rúm tvö ár en á því tímabili hafa verið haldnar fjórar kosningar, án þess að tekist hafi að mynda langlífa ríkisstjórn. Netanjahú, sem er 71 árs gamall, hefur setið í embætti forsætisráðherra frá árinu 2009 en hann var einnig forsætisráðherra í þrjú ár á tíunda áratug síðustu aldar. Likud-flokki hans og bandamönnum þeirra hefur ekki tekist að halda meirihluta sínum síðustu ár og samhliða því hefur Netanjahú verið ákærður fyrir spillingu. Hann hefur þó neitað öllum ásökunum sem hafa verið lagðar fram gegn honum. Reuven Rivlin, forseti Ísraels, mun nú veita öðrum þingflokki stjórnarmyndunarumboð og er búist við því að Yesh Atid flokkurinn fái það. Sá flokkur fékk næst flest atkvæði í kosningunum sem fóru fram þann 23. mars. Samkvæmt frétt Times of Israel getur Rivlin þó einnig veitt þinginu í heild stjórnarmyndunarumboð. Þá hefði þingið 21 dag til að finna óflokksbundinn forsætisráðherra sem nyti stuðnings minnst 61 þingmanns, af 121. Geti hvorki annar þingflokkur né þingið myndað ríkisstjórn á næstu sjö vikum, verður boðað til nýrra kosninga. Reuters segir að þráteflið í Ísrael megi að miklu leyti rekja til lagavandræða Netanjahús. Nokkrir mögulegir bandamenn hans hafi heitið því að mynda ekki ríkisstjórn með forsætisráðherra sem verið væri að rétta yfir fyrir spillingu. Ísrael Tengdar fréttir Þjóðarsorg eftir versta slys í sögu Ísraels Minnst 44 eru látin eftir að fjöldi tróðst undir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael í gærkvöldi. Á annað hundrað slasaðist. 30. apríl 2021 13:16 Netanjahú falið að mynda nýja stjórn Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 6. apríl 2021 11:34 Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03 Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56 Netanjahú má ekki gefa bóluefni Ísraels Avichai Mandelblit, dómsmálaráðherra Ísraels, hefur varað Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, um að hann geti ekki einn tekið ákvörðun um að gefa aukaskammta ríkisins af bóluefni til bandamanna ríkisstjórnar sinnar. 2. mars 2021 13:03 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Sjá meira
Algjör pattstaða hefur verið við lýði í stjórnmálum Ísraels í rúm tvö ár en á því tímabili hafa verið haldnar fjórar kosningar, án þess að tekist hafi að mynda langlífa ríkisstjórn. Netanjahú, sem er 71 árs gamall, hefur setið í embætti forsætisráðherra frá árinu 2009 en hann var einnig forsætisráðherra í þrjú ár á tíunda áratug síðustu aldar. Likud-flokki hans og bandamönnum þeirra hefur ekki tekist að halda meirihluta sínum síðustu ár og samhliða því hefur Netanjahú verið ákærður fyrir spillingu. Hann hefur þó neitað öllum ásökunum sem hafa verið lagðar fram gegn honum. Reuven Rivlin, forseti Ísraels, mun nú veita öðrum þingflokki stjórnarmyndunarumboð og er búist við því að Yesh Atid flokkurinn fái það. Sá flokkur fékk næst flest atkvæði í kosningunum sem fóru fram þann 23. mars. Samkvæmt frétt Times of Israel getur Rivlin þó einnig veitt þinginu í heild stjórnarmyndunarumboð. Þá hefði þingið 21 dag til að finna óflokksbundinn forsætisráðherra sem nyti stuðnings minnst 61 þingmanns, af 121. Geti hvorki annar þingflokkur né þingið myndað ríkisstjórn á næstu sjö vikum, verður boðað til nýrra kosninga. Reuters segir að þráteflið í Ísrael megi að miklu leyti rekja til lagavandræða Netanjahús. Nokkrir mögulegir bandamenn hans hafi heitið því að mynda ekki ríkisstjórn með forsætisráðherra sem verið væri að rétta yfir fyrir spillingu.
Ísrael Tengdar fréttir Þjóðarsorg eftir versta slys í sögu Ísraels Minnst 44 eru látin eftir að fjöldi tróðst undir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael í gærkvöldi. Á annað hundrað slasaðist. 30. apríl 2021 13:16 Netanjahú falið að mynda nýja stjórn Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 6. apríl 2021 11:34 Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03 Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56 Netanjahú má ekki gefa bóluefni Ísraels Avichai Mandelblit, dómsmálaráðherra Ísraels, hefur varað Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, um að hann geti ekki einn tekið ákvörðun um að gefa aukaskammta ríkisins af bóluefni til bandamanna ríkisstjórnar sinnar. 2. mars 2021 13:03 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Sjá meira
Þjóðarsorg eftir versta slys í sögu Ísraels Minnst 44 eru látin eftir að fjöldi tróðst undir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael í gærkvöldi. Á annað hundrað slasaðist. 30. apríl 2021 13:16
Netanjahú falið að mynda nýja stjórn Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 6. apríl 2021 11:34
Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03
Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56
Netanjahú má ekki gefa bóluefni Ísraels Avichai Mandelblit, dómsmálaráðherra Ísraels, hefur varað Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, um að hann geti ekki einn tekið ákvörðun um að gefa aukaskammta ríkisins af bóluefni til bandamanna ríkisstjórnar sinnar. 2. mars 2021 13:03