Mistókst að mynda ríkisstjórn eftir fjórðu kosningarnar á tveimur árum Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2021 22:37 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. EPA/DEBBIE HILL Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, mistókst að mynda ríkisstjórn og fer stjórnarmyndunarumboðið nú líklega til pólitískra andstæðinga hann eftir að frestur Netanjahús rann út á miðnætti í Ísrael. Algjör pattstaða hefur verið við lýði í stjórnmálum Ísraels í rúm tvö ár en á því tímabili hafa verið haldnar fjórar kosningar, án þess að tekist hafi að mynda langlífa ríkisstjórn. Netanjahú, sem er 71 árs gamall, hefur setið í embætti forsætisráðherra frá árinu 2009 en hann var einnig forsætisráðherra í þrjú ár á tíunda áratug síðustu aldar. Likud-flokki hans og bandamönnum þeirra hefur ekki tekist að halda meirihluta sínum síðustu ár og samhliða því hefur Netanjahú verið ákærður fyrir spillingu. Hann hefur þó neitað öllum ásökunum sem hafa verið lagðar fram gegn honum. Reuven Rivlin, forseti Ísraels, mun nú veita öðrum þingflokki stjórnarmyndunarumboð og er búist við því að Yesh Atid flokkurinn fái það. Sá flokkur fékk næst flest atkvæði í kosningunum sem fóru fram þann 23. mars. Samkvæmt frétt Times of Israel getur Rivlin þó einnig veitt þinginu í heild stjórnarmyndunarumboð. Þá hefði þingið 21 dag til að finna óflokksbundinn forsætisráðherra sem nyti stuðnings minnst 61 þingmanns, af 121. Geti hvorki annar þingflokkur né þingið myndað ríkisstjórn á næstu sjö vikum, verður boðað til nýrra kosninga. Reuters segir að þráteflið í Ísrael megi að miklu leyti rekja til lagavandræða Netanjahús. Nokkrir mögulegir bandamenn hans hafi heitið því að mynda ekki ríkisstjórn með forsætisráðherra sem verið væri að rétta yfir fyrir spillingu. Ísrael Tengdar fréttir Þjóðarsorg eftir versta slys í sögu Ísraels Minnst 44 eru látin eftir að fjöldi tróðst undir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael í gærkvöldi. Á annað hundrað slasaðist. 30. apríl 2021 13:16 Netanjahú falið að mynda nýja stjórn Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 6. apríl 2021 11:34 Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03 Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56 Netanjahú má ekki gefa bóluefni Ísraels Avichai Mandelblit, dómsmálaráðherra Ísraels, hefur varað Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, um að hann geti ekki einn tekið ákvörðun um að gefa aukaskammta ríkisins af bóluefni til bandamanna ríkisstjórnar sinnar. 2. mars 2021 13:03 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Algjör pattstaða hefur verið við lýði í stjórnmálum Ísraels í rúm tvö ár en á því tímabili hafa verið haldnar fjórar kosningar, án þess að tekist hafi að mynda langlífa ríkisstjórn. Netanjahú, sem er 71 árs gamall, hefur setið í embætti forsætisráðherra frá árinu 2009 en hann var einnig forsætisráðherra í þrjú ár á tíunda áratug síðustu aldar. Likud-flokki hans og bandamönnum þeirra hefur ekki tekist að halda meirihluta sínum síðustu ár og samhliða því hefur Netanjahú verið ákærður fyrir spillingu. Hann hefur þó neitað öllum ásökunum sem hafa verið lagðar fram gegn honum. Reuven Rivlin, forseti Ísraels, mun nú veita öðrum þingflokki stjórnarmyndunarumboð og er búist við því að Yesh Atid flokkurinn fái það. Sá flokkur fékk næst flest atkvæði í kosningunum sem fóru fram þann 23. mars. Samkvæmt frétt Times of Israel getur Rivlin þó einnig veitt þinginu í heild stjórnarmyndunarumboð. Þá hefði þingið 21 dag til að finna óflokksbundinn forsætisráðherra sem nyti stuðnings minnst 61 þingmanns, af 121. Geti hvorki annar þingflokkur né þingið myndað ríkisstjórn á næstu sjö vikum, verður boðað til nýrra kosninga. Reuters segir að þráteflið í Ísrael megi að miklu leyti rekja til lagavandræða Netanjahús. Nokkrir mögulegir bandamenn hans hafi heitið því að mynda ekki ríkisstjórn með forsætisráðherra sem verið væri að rétta yfir fyrir spillingu.
Ísrael Tengdar fréttir Þjóðarsorg eftir versta slys í sögu Ísraels Minnst 44 eru látin eftir að fjöldi tróðst undir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael í gærkvöldi. Á annað hundrað slasaðist. 30. apríl 2021 13:16 Netanjahú falið að mynda nýja stjórn Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 6. apríl 2021 11:34 Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03 Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56 Netanjahú má ekki gefa bóluefni Ísraels Avichai Mandelblit, dómsmálaráðherra Ísraels, hefur varað Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, um að hann geti ekki einn tekið ákvörðun um að gefa aukaskammta ríkisins af bóluefni til bandamanna ríkisstjórnar sinnar. 2. mars 2021 13:03 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Þjóðarsorg eftir versta slys í sögu Ísraels Minnst 44 eru látin eftir að fjöldi tróðst undir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael í gærkvöldi. Á annað hundrað slasaðist. 30. apríl 2021 13:16
Netanjahú falið að mynda nýja stjórn Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 6. apríl 2021 11:34
Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03
Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56
Netanjahú má ekki gefa bóluefni Ísraels Avichai Mandelblit, dómsmálaráðherra Ísraels, hefur varað Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, um að hann geti ekki einn tekið ákvörðun um að gefa aukaskammta ríkisins af bóluefni til bandamanna ríkisstjórnar sinnar. 2. mars 2021 13:03