Enskur úrslitaleikur í Meistaradeildinni Anton Ingi Leifsson skrifar 5. maí 2021 20:54 Timo Werner fagnar sigurmarkinu í kvöld. Hann reyndist hetja Chelsea. Darren Walsh/Getty Það verða Chelsea og Manchester City sem mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en þetta varð ljóst eftir 2-0 sigur Chelsea á Real Madrid í kvöld, samanlagt 3-1. Fyrri leiknum í Madríd lauk með 1-1 jafntefli þar sem Chelsea var sterkari framan af. Eden Hazard var mættur í byrjunarlið Real á sínum gamla heimavelli en einnig var Sergio Ramos mættur í miðja vörnina. Það voru heimamenn sem byrjuðu af miklum krafti og þeir komust yfir á 28. mínútu. Kai Havertz slapp þá einn gegn Thibaut Courtois, vippaði boltanum í slá og Timo Werner fylgdi á eftir í autt markið. Chelsea komnir yfir en skömmu áður hafði Werner skorað en þá var hann flaggaður rangstæður. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik og Chelsea í góðum málum. 🔵 Chelsea have reached their 3rd #UCL final - all seasons in which they have changed manager2007-08 Mourinho ➡️ Grant2011-12 Villas-Boas ➡️ Di Matteo2020-21 Lampard ➡️ Tuchel pic.twitter.com/nxXJY2ZBbJ— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) May 5, 2021 Það voru heimamenn sem fengu stóru færin í síðari hálfleik en Courtois fór á kostum í marki Real Madrid. Kai Havertz skallaði í slá í upphafi síðari hálfleiks og Mason Mount brenndi af dauðafæri skömmu síðar. Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hafði lagt leikinn ansi vel upp. Þeir voru agaðir, vörðust vel og voru fljótir að sækja á Real. Þeir tvöfölduðu forystuna á 85. mínútu eftir stoðsendingu Pulisic og mark Masons Mount. Lokatölur 2-0 sigur Chelsea og sigurinn síst of stór. Það verður því enskur úrslitaleikur í Istanbúl þann 29. maí en þar mætast Chelsea og Manchester City. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en fram að því berst Chelsea um eitt af fjögur efstu sætunum í ensku úrvalsdeildinni og spilar í úrslitum enska bikarsins. Thomas Tuchel is the first manager in European Cup / Champions League history to reach back-to-back finals with two different clubs.And he’s already knocked Pep out of one cup this season. #UCL pic.twitter.com/N5HtxrzbMG— William Hill (@WilliamHill) May 5, 2021 Meistaradeild Evrópu
Það verða Chelsea og Manchester City sem mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en þetta varð ljóst eftir 2-0 sigur Chelsea á Real Madrid í kvöld, samanlagt 3-1. Fyrri leiknum í Madríd lauk með 1-1 jafntefli þar sem Chelsea var sterkari framan af. Eden Hazard var mættur í byrjunarlið Real á sínum gamla heimavelli en einnig var Sergio Ramos mættur í miðja vörnina. Það voru heimamenn sem byrjuðu af miklum krafti og þeir komust yfir á 28. mínútu. Kai Havertz slapp þá einn gegn Thibaut Courtois, vippaði boltanum í slá og Timo Werner fylgdi á eftir í autt markið. Chelsea komnir yfir en skömmu áður hafði Werner skorað en þá var hann flaggaður rangstæður. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik og Chelsea í góðum málum. 🔵 Chelsea have reached their 3rd #UCL final - all seasons in which they have changed manager2007-08 Mourinho ➡️ Grant2011-12 Villas-Boas ➡️ Di Matteo2020-21 Lampard ➡️ Tuchel pic.twitter.com/nxXJY2ZBbJ— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) May 5, 2021 Það voru heimamenn sem fengu stóru færin í síðari hálfleik en Courtois fór á kostum í marki Real Madrid. Kai Havertz skallaði í slá í upphafi síðari hálfleiks og Mason Mount brenndi af dauðafæri skömmu síðar. Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hafði lagt leikinn ansi vel upp. Þeir voru agaðir, vörðust vel og voru fljótir að sækja á Real. Þeir tvöfölduðu forystuna á 85. mínútu eftir stoðsendingu Pulisic og mark Masons Mount. Lokatölur 2-0 sigur Chelsea og sigurinn síst of stór. Það verður því enskur úrslitaleikur í Istanbúl þann 29. maí en þar mætast Chelsea og Manchester City. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en fram að því berst Chelsea um eitt af fjögur efstu sætunum í ensku úrvalsdeildinni og spilar í úrslitum enska bikarsins. Thomas Tuchel is the first manager in European Cup / Champions League history to reach back-to-back finals with two different clubs.And he’s already knocked Pep out of one cup this season. #UCL pic.twitter.com/N5HtxrzbMG— William Hill (@WilliamHill) May 5, 2021
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti