Fjölmiðlastyrkirnir afgreiddir með breytingartillögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2021 11:08 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Vísir/Vilhelm Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti sínu á fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Lagt er til að umsóknarfrestur verði til 31. maí og lögin taki þegar gildi. Nokkrar breytingar eru lagðar til við frumvarpið í áliti meirihlutans sem fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna skrifa undir. Það gera fulltrúar Vinstri grænna í nefndinni þó með óskilgreindum fyrirvara. Kallað er eftir því að vinnu í ráðuneytum er varðar skattlagningu erlendra efnis- og streymisveitna verði hraðað enda streymi auglýsingatekjur úr landi. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra lagði frumvarpið fram í núverandi mynd í nóvember. Með frumvarpinu er lagt til að komið verði á fót stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla hér á landi vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Lagt er til að einkareknum fjölmiðlum verði veittur stuðningur í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla slíku efni. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra leggur frumvarpið fram. Hér leggur hún hornstein að Húsi íslenskra fræða.Vísir/vilhelm Að lokinni umræðu á Alþingi í desember var málið sent til allsherjar- og menntamálanefndar í janúar. Nefndinni bárust umsagnir frá Blaðamannafélagi Íslands, Bændasamtökum Íslands, fjölmiðlanefnd, Hafnfirðingi og Kópavogsblaðinu, Kjarnanum – miðlum ehf., Samkeppniseftirlitinu, Símanum hf., Skessuhorni ehf., Sýn hf., Útgáfufélagi Austurlands ehf., Útvarpi Sögu og Viðskiptaráði Íslands. Fulltrúar fjölmargra einkarekinna miðla, fagfélaga, eftirlitsaðila og ráðuneyta hafa komið fyrir nefndin. Þessi mættu á fund nefndarinnar Fékk nefndin á sinn fund Agnesi Guðjónsdóttur frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Hjálmar Jónsson frá Blaðamannafélagi Íslands, Tjörva Bjarnason frá Bændasamtökum Íslands, Gunnar Gunnarsson frá Útgáfufélagi Austurlands ehf., Magnús Magnússon frá Skessuhorni, Heiðar Guðjónsson, Þórhall Gunnarsson og Pál Ásgrímsson frá Sýn hf., Þórð Snæ Júlíusson og Eyrúnu Magnúsdóttur frá Kjarnanum, Orra Hauksson, Eirík Hauksson og Magnús Ragnarsson frá Símanum hf., Pál Gunnar Pálsson og Magnús Þór Kristjánsson frá Samkeppniseftirlitinu, Olgu Björt Þórðardóttur frá Hafnfirðingi, Auðun Georg Ólafsson frá Kópavogsblaðinu, Öglu Eiri Vilhjálmsdóttur og Svanhildi Hólm Valsdóttur frá Viðskiptaráði Íslands, Arnþrúði Karlsdóttur frá Útvarpi Sögu, og Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur og Elfu Ýri Gylfadóttur frá fjölmiðlanefnd. Þrengja skilyrðin Helstu breytingartillögur meirihlutans snúa að því að þrengja þau skilyrði til fjölmiðla til að geta sótt um styrk auk þess sem gildistími laganna verður aðeins eitt ár samkvæmt tillögum nefndarinnar. Meirihlutinn benti á að skilyrðin eigi að vera til þess fallin að styrkja þá miðla sem beinlínis efla lýðræðið í landinu með fréttaflutningi og upplýstri umræðu. Því leggur meirihlutinn til skilyrði um lágmarksútgáfutíðni. Prentmiðlar komi út í það minnsta tuttugu sinnum á ári. Netmiðlar, hljóð- og myndmiðlar, og aðrir sambærilegir miðlar, þurfi að miðla nýjum fréttum, fréttatengdu efni eða umfjöllun um samfélagsleg málefni á virkum dögum í tuttugu vikur á ári. Hafliði Breiðfjörð er framkvæmdastjóri Fótbolta.net. Miðillinn gat ekki sótt um fjölmiðlastyrk í fyrra vegna áhrifa Covid-19 og Hafliði segir ekkert benda til þess að miðilinn geti sótt um eins og frumvarpið líti út núna.Vísir/Vilhelm Þá lagði meirihlutinn til orðalagsbreytingu sem snýr að því að fjölmiðill þurfi að hafa starfað með skráningu frá fjölmiðlanefnd í eitt ár eða lengur. Gildi aðeins út árið Við meðferð málsins fyrir nefndinni var vakin athygli á því að launakostnaður umbrotsfólks á fjölmiðlum félli ekki undir endurgreiðsluhæfan kostnað. Meirihlutinn taldi rök fyrir því að hann ætti að heyra þar undir og vildi breyta því. Umsóknarfrestur fjölmiðla til að sækja styrkinn er til 31. mars ár hvert og að lögin öðlist gildi þann 1. janúar 2021. Þessar dagsetningar eru liðnar og lagði meirihlutinn til að umsóknarfrestur yrði til 31. maí 2021 og að lögin tækju þegar gildi. Meirihlutinn benti á að við meðferð málsins í nefndinni hefði komið fram sjónarmið um að skýra þurfi aðferðafræði við útreikning stuðningskerfisins betur og tryggja að fyrirkomulagið verði til þess fallið að hafa jákvæð áhrif á fjölbreytni og fjölræði á fjölmiðlamarkaði. Sömuleiðis þyrfti að huga að stöðu smærri fjölmiðla í þessu samhengi. Fjölmiðlafrumvarpið í stuttu máli Í frumvarpinu er lagt til að útdeila 400 milljónum króna til einkarekinna fjölmiðla í formi styrkja. Fjölmiðlar geta sótt um 25 prósent endurgreiðslu á kostnaði sem getur þó ekki orðið hærri en 25 prósent af heildinni, það er 100 milljónir. Gert er ráð fyrir fjármagningu í fjárlögum. Þá var bent á hversu miklu máli þjónusta og verðlagning póstþjónustu skiptir í rekstri staðbundinna miðla. Taka mætti til skoðunar hvort setja ætti á fót samkeppnissjóð til að jafna rekstrar- og samkeppnisstöðu fjölmiðla. Meiri hlutinn telur æskilegast að fyrirkomulag stuðningskerfisins sem kveðið er á um í frumvarpi þessu verði tekið til nánari skoðunar, m.a. með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum, en verði jafnframt tekið til skoðunar samhliða þeirri endurskoðun sem á sér stað á skattlagningu erlendra efnis- og streymisveitna. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður nefndarinnar, vinnur að áliti fyrir hönd flokksins á frumvarpinu. Ekki er loku fyrir það skotið að fulltrúar Pírata og Viðreisnar kvitti undir líka.Vísir/Vilhelm Í ljósi þessa lagði meirihlutinn til þá breytingu að að svo stöddu væri ástæða til að um verði að ræða tímabundið stuðningskerfi sem gildi til 31. desember 2021 vegna miðlunar á fréttum og fréttatengdu efni árið 2020. Peningar streyma úr landi Á fundum nefndarinnar var talsvert fjallað um erlendar efnis- og streymisveitur, sérstaklega hvað varðar stöðu þeirra á auglýsingamarkaði og skattumhverfi þeirra. Þar eru veitur á borð við Facebook, Google, YouTube og Netflix áberandi. Meirihlutinn áréttar í áliti sínu nauðsyn þess að bæta þurfi stöðu einkarekinna fjölmiðla enda gegni þeir mikilvægu hlutverki í lýðræðissamfélagi. Enn fremur telur meirihlutinn nauðsynlegt að jafna stöðu innlendra og erlendra fjölmiðla. Facebook tekur til sín stóran hluta af auglýsingakökunni en greiðir þó enga skatta hér á landi. Mark Zuckerberg er stofnandi og stjórnarformaður Facebook.Getty/Sven Hopper Í þeim efnum tekur meirihlutinn fram að fjármála- og efnahagsráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið hafa til skoðunar skattlagningu erlendra efnis- og streymisveitna eða ígildi skattlagningar rafrænna viðskipta við erlendu miðlana. Meiri hlutinnáréttar mikilvægi þess að þeirri vinnu verði hraðað sem kostur er enda streymir þó nokkurt hlutfall af auglýsingatekjum úr landi og ekki eru greiddir sömu skattar og skyldur af þeim tekjum líkt og ef auglýst er innanlands. Samkvæmt heimildum fréttastofu vinnur Guðmundur Andri Thorsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni og varaformaður hennar, að breytingartillöfum fyrir hönd flokksins. Talið er líklegt að Píratar styðji þær tillögur og mögulega Viðreisn sömuleiðis. Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Alþingi Tengdar fréttir Felur þremur stjórnarþingmönnum að „sætta ólík sjónarmið“ um Rúv Lilja Alfreðdsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur falið þremur fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna að gera tillögur að breytingum á lögum um Ríkisútvarpið í þeirri von að „sætta ólík sjónarmið um starfsemi og hlutverk Ríkisútvarpsins.“ 20. febrúar 2021 09:53 Leggur til að stuðningur til fjölmiðla verði háður hlýðni við siðareglur Umræða um fjölmiðlafrumvarpið sem felur í sér stuðning til einkarekinna fjölmiðla stendur nú yfir á Alþingi. 19. janúar 2021 15:32 Fjölmiðlafrumvarpi frestað fram yfir áramót Umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verður frestað fram yfir áramót og umsagnarfrestur um stofnun hálendisþjóðgarðs verður lengdur. Þetta er á meðal þess sem þingflokkarnir sömdu um í gærkvöldi þegar samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þinghlé. Samþykkt var að taka fyrstu umræðu um nokkur stjórnarmál, líkt og frumvarp fjármálaráðherra um afnám tvöfaldrar refsingar við skattalagabrotum og frumvörp félagsmálaráðherra um samþættingu á þjónustu fyrir börn. 9. desember 2020 20:00 Fjölmiðlafrumvarpi vísað í nefnd í þriðja sinn Frumvarpi menntamálaráðherra um almennan stuðning við einkarekna fjölmiðla hefur verið vísað til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Það var gert að lokinni fyrstu umræðu á þingi í kvöld. 3. desember 2020 20:23 Fjölmiðlafrumvarp og breytingar á lögum um RÚV meðal frumvarpa sem dreift var á Alþingi í dag Nýtt frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla var birt á vef Alþingis í kvöld. Auk fjölda annarra frumvarpa sem dreift var á Alþingi í dag, hefur sömuleiðis verið birt frumvarp um breytingar á lögum um Ríkisútvarpið sem varða upplýsingarétt almennings um tiltekin atriði er varða starfsmenn Ríkisútvarpsins. 30. nóvember 2020 23:25 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Nokkrar breytingar eru lagðar til við frumvarpið í áliti meirihlutans sem fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna skrifa undir. Það gera fulltrúar Vinstri grænna í nefndinni þó með óskilgreindum fyrirvara. Kallað er eftir því að vinnu í ráðuneytum er varðar skattlagningu erlendra efnis- og streymisveitna verði hraðað enda streymi auglýsingatekjur úr landi. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra lagði frumvarpið fram í núverandi mynd í nóvember. Með frumvarpinu er lagt til að komið verði á fót stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla hér á landi vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Lagt er til að einkareknum fjölmiðlum verði veittur stuðningur í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla slíku efni. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra leggur frumvarpið fram. Hér leggur hún hornstein að Húsi íslenskra fræða.Vísir/vilhelm Að lokinni umræðu á Alþingi í desember var málið sent til allsherjar- og menntamálanefndar í janúar. Nefndinni bárust umsagnir frá Blaðamannafélagi Íslands, Bændasamtökum Íslands, fjölmiðlanefnd, Hafnfirðingi og Kópavogsblaðinu, Kjarnanum – miðlum ehf., Samkeppniseftirlitinu, Símanum hf., Skessuhorni ehf., Sýn hf., Útgáfufélagi Austurlands ehf., Útvarpi Sögu og Viðskiptaráði Íslands. Fulltrúar fjölmargra einkarekinna miðla, fagfélaga, eftirlitsaðila og ráðuneyta hafa komið fyrir nefndin. Þessi mættu á fund nefndarinnar Fékk nefndin á sinn fund Agnesi Guðjónsdóttur frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Hjálmar Jónsson frá Blaðamannafélagi Íslands, Tjörva Bjarnason frá Bændasamtökum Íslands, Gunnar Gunnarsson frá Útgáfufélagi Austurlands ehf., Magnús Magnússon frá Skessuhorni, Heiðar Guðjónsson, Þórhall Gunnarsson og Pál Ásgrímsson frá Sýn hf., Þórð Snæ Júlíusson og Eyrúnu Magnúsdóttur frá Kjarnanum, Orra Hauksson, Eirík Hauksson og Magnús Ragnarsson frá Símanum hf., Pál Gunnar Pálsson og Magnús Þór Kristjánsson frá Samkeppniseftirlitinu, Olgu Björt Þórðardóttur frá Hafnfirðingi, Auðun Georg Ólafsson frá Kópavogsblaðinu, Öglu Eiri Vilhjálmsdóttur og Svanhildi Hólm Valsdóttur frá Viðskiptaráði Íslands, Arnþrúði Karlsdóttur frá Útvarpi Sögu, og Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur og Elfu Ýri Gylfadóttur frá fjölmiðlanefnd. Þrengja skilyrðin Helstu breytingartillögur meirihlutans snúa að því að þrengja þau skilyrði til fjölmiðla til að geta sótt um styrk auk þess sem gildistími laganna verður aðeins eitt ár samkvæmt tillögum nefndarinnar. Meirihlutinn benti á að skilyrðin eigi að vera til þess fallin að styrkja þá miðla sem beinlínis efla lýðræðið í landinu með fréttaflutningi og upplýstri umræðu. Því leggur meirihlutinn til skilyrði um lágmarksútgáfutíðni. Prentmiðlar komi út í það minnsta tuttugu sinnum á ári. Netmiðlar, hljóð- og myndmiðlar, og aðrir sambærilegir miðlar, þurfi að miðla nýjum fréttum, fréttatengdu efni eða umfjöllun um samfélagsleg málefni á virkum dögum í tuttugu vikur á ári. Hafliði Breiðfjörð er framkvæmdastjóri Fótbolta.net. Miðillinn gat ekki sótt um fjölmiðlastyrk í fyrra vegna áhrifa Covid-19 og Hafliði segir ekkert benda til þess að miðilinn geti sótt um eins og frumvarpið líti út núna.Vísir/Vilhelm Þá lagði meirihlutinn til orðalagsbreytingu sem snýr að því að fjölmiðill þurfi að hafa starfað með skráningu frá fjölmiðlanefnd í eitt ár eða lengur. Gildi aðeins út árið Við meðferð málsins fyrir nefndinni var vakin athygli á því að launakostnaður umbrotsfólks á fjölmiðlum félli ekki undir endurgreiðsluhæfan kostnað. Meirihlutinn taldi rök fyrir því að hann ætti að heyra þar undir og vildi breyta því. Umsóknarfrestur fjölmiðla til að sækja styrkinn er til 31. mars ár hvert og að lögin öðlist gildi þann 1. janúar 2021. Þessar dagsetningar eru liðnar og lagði meirihlutinn til að umsóknarfrestur yrði til 31. maí 2021 og að lögin tækju þegar gildi. Meirihlutinn benti á að við meðferð málsins í nefndinni hefði komið fram sjónarmið um að skýra þurfi aðferðafræði við útreikning stuðningskerfisins betur og tryggja að fyrirkomulagið verði til þess fallið að hafa jákvæð áhrif á fjölbreytni og fjölræði á fjölmiðlamarkaði. Sömuleiðis þyrfti að huga að stöðu smærri fjölmiðla í þessu samhengi. Fjölmiðlafrumvarpið í stuttu máli Í frumvarpinu er lagt til að útdeila 400 milljónum króna til einkarekinna fjölmiðla í formi styrkja. Fjölmiðlar geta sótt um 25 prósent endurgreiðslu á kostnaði sem getur þó ekki orðið hærri en 25 prósent af heildinni, það er 100 milljónir. Gert er ráð fyrir fjármagningu í fjárlögum. Þá var bent á hversu miklu máli þjónusta og verðlagning póstþjónustu skiptir í rekstri staðbundinna miðla. Taka mætti til skoðunar hvort setja ætti á fót samkeppnissjóð til að jafna rekstrar- og samkeppnisstöðu fjölmiðla. Meiri hlutinn telur æskilegast að fyrirkomulag stuðningskerfisins sem kveðið er á um í frumvarpi þessu verði tekið til nánari skoðunar, m.a. með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum, en verði jafnframt tekið til skoðunar samhliða þeirri endurskoðun sem á sér stað á skattlagningu erlendra efnis- og streymisveitna. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður nefndarinnar, vinnur að áliti fyrir hönd flokksins á frumvarpinu. Ekki er loku fyrir það skotið að fulltrúar Pírata og Viðreisnar kvitti undir líka.Vísir/Vilhelm Í ljósi þessa lagði meirihlutinn til þá breytingu að að svo stöddu væri ástæða til að um verði að ræða tímabundið stuðningskerfi sem gildi til 31. desember 2021 vegna miðlunar á fréttum og fréttatengdu efni árið 2020. Peningar streyma úr landi Á fundum nefndarinnar var talsvert fjallað um erlendar efnis- og streymisveitur, sérstaklega hvað varðar stöðu þeirra á auglýsingamarkaði og skattumhverfi þeirra. Þar eru veitur á borð við Facebook, Google, YouTube og Netflix áberandi. Meirihlutinn áréttar í áliti sínu nauðsyn þess að bæta þurfi stöðu einkarekinna fjölmiðla enda gegni þeir mikilvægu hlutverki í lýðræðissamfélagi. Enn fremur telur meirihlutinn nauðsynlegt að jafna stöðu innlendra og erlendra fjölmiðla. Facebook tekur til sín stóran hluta af auglýsingakökunni en greiðir þó enga skatta hér á landi. Mark Zuckerberg er stofnandi og stjórnarformaður Facebook.Getty/Sven Hopper Í þeim efnum tekur meirihlutinn fram að fjármála- og efnahagsráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið hafa til skoðunar skattlagningu erlendra efnis- og streymisveitna eða ígildi skattlagningar rafrænna viðskipta við erlendu miðlana. Meiri hlutinnáréttar mikilvægi þess að þeirri vinnu verði hraðað sem kostur er enda streymir þó nokkurt hlutfall af auglýsingatekjum úr landi og ekki eru greiddir sömu skattar og skyldur af þeim tekjum líkt og ef auglýst er innanlands. Samkvæmt heimildum fréttastofu vinnur Guðmundur Andri Thorsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni og varaformaður hennar, að breytingartillöfum fyrir hönd flokksins. Talið er líklegt að Píratar styðji þær tillögur og mögulega Viðreisn sömuleiðis.
Þessi mættu á fund nefndarinnar Fékk nefndin á sinn fund Agnesi Guðjónsdóttur frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Hjálmar Jónsson frá Blaðamannafélagi Íslands, Tjörva Bjarnason frá Bændasamtökum Íslands, Gunnar Gunnarsson frá Útgáfufélagi Austurlands ehf., Magnús Magnússon frá Skessuhorni, Heiðar Guðjónsson, Þórhall Gunnarsson og Pál Ásgrímsson frá Sýn hf., Þórð Snæ Júlíusson og Eyrúnu Magnúsdóttur frá Kjarnanum, Orra Hauksson, Eirík Hauksson og Magnús Ragnarsson frá Símanum hf., Pál Gunnar Pálsson og Magnús Þór Kristjánsson frá Samkeppniseftirlitinu, Olgu Björt Þórðardóttur frá Hafnfirðingi, Auðun Georg Ólafsson frá Kópavogsblaðinu, Öglu Eiri Vilhjálmsdóttur og Svanhildi Hólm Valsdóttur frá Viðskiptaráði Íslands, Arnþrúði Karlsdóttur frá Útvarpi Sögu, og Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur og Elfu Ýri Gylfadóttur frá fjölmiðlanefnd.
Fjölmiðlafrumvarpið í stuttu máli Í frumvarpinu er lagt til að útdeila 400 milljónum króna til einkarekinna fjölmiðla í formi styrkja. Fjölmiðlar geta sótt um 25 prósent endurgreiðslu á kostnaði sem getur þó ekki orðið hærri en 25 prósent af heildinni, það er 100 milljónir. Gert er ráð fyrir fjármagningu í fjárlögum.
Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Alþingi Tengdar fréttir Felur þremur stjórnarþingmönnum að „sætta ólík sjónarmið“ um Rúv Lilja Alfreðdsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur falið þremur fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna að gera tillögur að breytingum á lögum um Ríkisútvarpið í þeirri von að „sætta ólík sjónarmið um starfsemi og hlutverk Ríkisútvarpsins.“ 20. febrúar 2021 09:53 Leggur til að stuðningur til fjölmiðla verði háður hlýðni við siðareglur Umræða um fjölmiðlafrumvarpið sem felur í sér stuðning til einkarekinna fjölmiðla stendur nú yfir á Alþingi. 19. janúar 2021 15:32 Fjölmiðlafrumvarpi frestað fram yfir áramót Umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verður frestað fram yfir áramót og umsagnarfrestur um stofnun hálendisþjóðgarðs verður lengdur. Þetta er á meðal þess sem þingflokkarnir sömdu um í gærkvöldi þegar samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þinghlé. Samþykkt var að taka fyrstu umræðu um nokkur stjórnarmál, líkt og frumvarp fjármálaráðherra um afnám tvöfaldrar refsingar við skattalagabrotum og frumvörp félagsmálaráðherra um samþættingu á þjónustu fyrir börn. 9. desember 2020 20:00 Fjölmiðlafrumvarpi vísað í nefnd í þriðja sinn Frumvarpi menntamálaráðherra um almennan stuðning við einkarekna fjölmiðla hefur verið vísað til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Það var gert að lokinni fyrstu umræðu á þingi í kvöld. 3. desember 2020 20:23 Fjölmiðlafrumvarp og breytingar á lögum um RÚV meðal frumvarpa sem dreift var á Alþingi í dag Nýtt frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla var birt á vef Alþingis í kvöld. Auk fjölda annarra frumvarpa sem dreift var á Alþingi í dag, hefur sömuleiðis verið birt frumvarp um breytingar á lögum um Ríkisútvarpið sem varða upplýsingarétt almennings um tiltekin atriði er varða starfsmenn Ríkisútvarpsins. 30. nóvember 2020 23:25 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Felur þremur stjórnarþingmönnum að „sætta ólík sjónarmið“ um Rúv Lilja Alfreðdsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur falið þremur fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna að gera tillögur að breytingum á lögum um Ríkisútvarpið í þeirri von að „sætta ólík sjónarmið um starfsemi og hlutverk Ríkisútvarpsins.“ 20. febrúar 2021 09:53
Leggur til að stuðningur til fjölmiðla verði háður hlýðni við siðareglur Umræða um fjölmiðlafrumvarpið sem felur í sér stuðning til einkarekinna fjölmiðla stendur nú yfir á Alþingi. 19. janúar 2021 15:32
Fjölmiðlafrumvarpi frestað fram yfir áramót Umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verður frestað fram yfir áramót og umsagnarfrestur um stofnun hálendisþjóðgarðs verður lengdur. Þetta er á meðal þess sem þingflokkarnir sömdu um í gærkvöldi þegar samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þinghlé. Samþykkt var að taka fyrstu umræðu um nokkur stjórnarmál, líkt og frumvarp fjármálaráðherra um afnám tvöfaldrar refsingar við skattalagabrotum og frumvörp félagsmálaráðherra um samþættingu á þjónustu fyrir börn. 9. desember 2020 20:00
Fjölmiðlafrumvarpi vísað í nefnd í þriðja sinn Frumvarpi menntamálaráðherra um almennan stuðning við einkarekna fjölmiðla hefur verið vísað til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Það var gert að lokinni fyrstu umræðu á þingi í kvöld. 3. desember 2020 20:23
Fjölmiðlafrumvarp og breytingar á lögum um RÚV meðal frumvarpa sem dreift var á Alþingi í dag Nýtt frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla var birt á vef Alþingis í kvöld. Auk fjölda annarra frumvarpa sem dreift var á Alþingi í dag, hefur sömuleiðis verið birt frumvarp um breytingar á lögum um Ríkisútvarpið sem varða upplýsingarétt almennings um tiltekin atriði er varða starfsmenn Ríkisútvarpsins. 30. nóvember 2020 23:25