Skagfirðingar bíða niðurstaðna til að ákveða næstu skref Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. maí 2021 22:43 Hátt í 200 manns fóru í skimun í dag eftir að fjögur greindust með kórónuveiruna í Skagafirði. Vísir/Vilhelm Ólíklegt er að niðurstöður úr sýnatökum hátt í 200 Skagfirðinga frá því í dag liggi fyrir fyrr en á morgun. Sveitarstjórinn segir að viðbrögðin við mögulegu hópsmiti ráðist af þeim niðurstöðum og að fólki í samfélaginu sé brugðið. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, segir í samtali við fréttastofu að ekki sé búist við að niðurstöður skimunar liggi fyrir í kvöld. Á annað hundrað Skagfirðinga fóru í sýnatöku í dag eftir að fjórir einstaklingar greindust með kórónuveiruna á svæðinu. Af þeim sem fóru í sýnatöku í dag eru um 80 í úrvinnslusóttkví, þar sem þeir hafi verið í einhvers konar tengslum við þau sem greindust. Ákveðið var að bjóða fleirum á svæðinu upp á skimun, sem varúðarráðstöfun. „Þetta var þó nokkur fjöldi sem fór [í skimun] sem hefur sennilega lítil eða engin tengsl við þessa aðila. Þetta er varúðarráðstöfun og fólk beðið um að hafa hægt um sig,“ segir Sigfús. Skellur Sigfús segir að fólki sé brugðið við möguleikann á því að hópsýkingin sé að koma upp í Skagafirði. „Auðvitað voru menn, eins og þjóðin, vongóðir um að við værum á réttri leið og bólusetningar ganga vel. Það hefur gengið vel á okkar svæði þannig að þetta er auðvitað skellur. Við vonum að þetta verði sem minnst,“ segir Sigfús. Hann segir viðbrögðin við mögulegri hópsýkingu velta á því hversu stór fjöldi komi til með að greinast jákvæður og hvort viðkomandi hafi tengsl inn í skóla og annað slíkt á svæðinu. „Það áttu að koma niðurstöður í kvöld eða fyrramálið, eftir því hvað það gengur hratt að greina. Þetta ræðst bara rosalega mikið af því,“ segir Sigfús. Skagafjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fleiri fréttir Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Sjá meira
Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, segir í samtali við fréttastofu að ekki sé búist við að niðurstöður skimunar liggi fyrir í kvöld. Á annað hundrað Skagfirðinga fóru í sýnatöku í dag eftir að fjórir einstaklingar greindust með kórónuveiruna á svæðinu. Af þeim sem fóru í sýnatöku í dag eru um 80 í úrvinnslusóttkví, þar sem þeir hafi verið í einhvers konar tengslum við þau sem greindust. Ákveðið var að bjóða fleirum á svæðinu upp á skimun, sem varúðarráðstöfun. „Þetta var þó nokkur fjöldi sem fór [í skimun] sem hefur sennilega lítil eða engin tengsl við þessa aðila. Þetta er varúðarráðstöfun og fólk beðið um að hafa hægt um sig,“ segir Sigfús. Skellur Sigfús segir að fólki sé brugðið við möguleikann á því að hópsýkingin sé að koma upp í Skagafirði. „Auðvitað voru menn, eins og þjóðin, vongóðir um að við værum á réttri leið og bólusetningar ganga vel. Það hefur gengið vel á okkar svæði þannig að þetta er auðvitað skellur. Við vonum að þetta verði sem minnst,“ segir Sigfús. Hann segir viðbrögðin við mögulegri hópsýkingu velta á því hversu stór fjöldi komi til með að greinast jákvæður og hvort viðkomandi hafi tengsl inn í skóla og annað slíkt á svæðinu. „Það áttu að koma niðurstöður í kvöld eða fyrramálið, eftir því hvað það gengur hratt að greina. Þetta ræðst bara rosalega mikið af því,“ segir Sigfús.
Skagafjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fleiri fréttir Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Sjá meira