Conor McGregor: Ég gæti gert stóra hluti hjá Man United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2021 10:01 Conor McGregor er að gera betri hluti í viðskiptalífinu en inn í búrinu þessa daga. Getty/Jeff Bottari Írski bardagakappinn Conor McGregor hefur áhuga á því að kaupa Manchester United en það er hins vegar ólíklegt að Glazer fjölskyldan vilji selja. Stuðningsmenn Manchester United hafa verið ósáttir með Glazer fjölskylduna sem eigendur alveg frá kaupum þeirra árið 2005 en mótmælin toppuðu á dögunum þegar stuðningsfólkið kom í veg fyrir að leikur liðsins á móti Liverpool færi fram á Old Trafford. Það varð allt vitlaust í apríl, eins og hjá öðrum félögum, þegar Manchester United tilkynnti að félagið væri einn af tólf stofnmeðlimum Ofurdeildar Evrópu. United dróg sig út úr þeim samningi eins og öll ensku félögin þegar í ljós kom að nær engum nema gráðugum eigendum hugðist það að sjá svona keppni verða að veruleika. Everyone assumed Conor McGregor was joking about the idea of buying Manchester United, but now 'The Notorious' has doubled down on his claim... He even spoke about another massive club he held talks about investing in recently https://t.co/D2pVN23jBF— SPORTbible (@sportbible) May 10, 2021 Conor McGregor blandaði sér þá í umræðuna með því að skella á Twitter: „Ég er að hugsa um að kaupa Manchester United! Hvað finnst ykkur um það?,“ skrifaði McGregor á Twitter og fékk líka mjög jákvæð viðbrögð. McGregor hefur aftur á móti ekki efni á því að kaupa félagið einn. Hann er metin á allt að 300 milljónir dollara en Forbes verðmetur United félagið á tíu sinnum hærri upphæð eða þrjá milljarða dollara. Stuðningsmaður spurði Conor McGregor út í þessa yfirlýsingu og Írinn svaraði honum. „Í fyrstu fór ég að ræða það að kaupa Celtic ef ég segi alveg eins og er. Að kaupa hluti af Dermot Desmond,“ svaraði McGregor. „Ég er án nokkurs vafa áhugasamur um að eignast íþróttafélag á háu stigi. Bæði Celtic og Man United eru félög sem ég er hrifinn af. Ég er til. Ég gæti gert stóra hluti hjá Man United,“ svaraði Conor. Það má síðan deila um það hversu raunhæft það sé fyrir hann í fyrsta lagi að kaupa svona stórt félag fyrir mikinn pening og svo í öðru lagi að leggja enn meiri pening í reksturinn. Enski boltinn MMA Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester United hafa verið ósáttir með Glazer fjölskylduna sem eigendur alveg frá kaupum þeirra árið 2005 en mótmælin toppuðu á dögunum þegar stuðningsfólkið kom í veg fyrir að leikur liðsins á móti Liverpool færi fram á Old Trafford. Það varð allt vitlaust í apríl, eins og hjá öðrum félögum, þegar Manchester United tilkynnti að félagið væri einn af tólf stofnmeðlimum Ofurdeildar Evrópu. United dróg sig út úr þeim samningi eins og öll ensku félögin þegar í ljós kom að nær engum nema gráðugum eigendum hugðist það að sjá svona keppni verða að veruleika. Everyone assumed Conor McGregor was joking about the idea of buying Manchester United, but now 'The Notorious' has doubled down on his claim... He even spoke about another massive club he held talks about investing in recently https://t.co/D2pVN23jBF— SPORTbible (@sportbible) May 10, 2021 Conor McGregor blandaði sér þá í umræðuna með því að skella á Twitter: „Ég er að hugsa um að kaupa Manchester United! Hvað finnst ykkur um það?,“ skrifaði McGregor á Twitter og fékk líka mjög jákvæð viðbrögð. McGregor hefur aftur á móti ekki efni á því að kaupa félagið einn. Hann er metin á allt að 300 milljónir dollara en Forbes verðmetur United félagið á tíu sinnum hærri upphæð eða þrjá milljarða dollara. Stuðningsmaður spurði Conor McGregor út í þessa yfirlýsingu og Írinn svaraði honum. „Í fyrstu fór ég að ræða það að kaupa Celtic ef ég segi alveg eins og er. Að kaupa hluti af Dermot Desmond,“ svaraði McGregor. „Ég er án nokkurs vafa áhugasamur um að eignast íþróttafélag á háu stigi. Bæði Celtic og Man United eru félög sem ég er hrifinn af. Ég er til. Ég gæti gert stóra hluti hjá Man United,“ svaraði Conor. Það má síðan deila um það hversu raunhæft það sé fyrir hann í fyrsta lagi að kaupa svona stórt félag fyrir mikinn pening og svo í öðru lagi að leggja enn meiri pening í reksturinn.
Enski boltinn MMA Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Sjá meira