Juventus gæti verið rekið úr ítölsku deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2021 09:30 Cristiano Ronaldo er með samning við Juventus út næsta tímabil eða til 30. júní 2022. AP/Luca Bruno Það er mikil pressa á Juventus að félagið dragi sig út úr Ofurdeildinni sem ítalska félagið hefur ekki ennþá gert. Nýjasta útspil ítalska knattspyrnusambandsins er að hóta Juventus því að félagið gæti verið rekið út úr ítölsku deildinni ef þeir verða áfram hluti af Ofurdeildarsamkomlaginu. Juventus er eitt af þremur félögum sem hefur ekki gefið Ofurdeildina upp á bátinn en hin eru spænsku félögin Barcelona og Real Madrid. Hin níu félögin sem stofnuðu Ofurdeildina fyrir tæpum mánuði, þar á meðal öll sex ensku félögin, hafa hætt við þátttöku í Ofurdeildinni. Gabriele Gravina, forseti ítalska sambandsins talaði ekki undir rós: „Ef Juventus virðir ekki reglurnar þá verður félaginu sparkað úr deildinni,“ sagði Gravina. Hann hélt áfram. Juventus face being kicked out of Serie A if the club do not withdraw from the European Super League, Italian football federation president Gabriele Gravina has said.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 10, 2021 „Ef Juventus verður ekki búið að draga sig út úr Ofurdeildinni þegar félagið skráir sig inn fyrir næsta tímabil í Seríu A þá mun félagið ekki fá keppnisleyfi hjá okkur,“ sagði Gravina. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur einnig hótað þessum þremur félögum sem lifa enn í þeim draumaheimi að Ofurdeildin geti orðið að veruleika. „Við erum orðin þreytt á þessu stríði milli UEFA og þessara þriggja félaga. Ég vona að þessi deila verði leyst eins fljót og mögulegt er. Ég vonast líka til að geta miðlað málum á milli Juventus og UEFA,“ sagði Gravina. „Það er alveg á hreinu að félög mega ekki taka þátt í okkar deild ef þau fylgja ekki þeim lögmálum sem UEFA ákveður. Það er ekki gott fyrir alþjóðlegan fótbolta, ekki gott fyrir ítalskan fótbolta og ekki gott fyrir Juventus. Við höfum þegar sagt að okkar knattspyrnusamband mun fylgja reglunum,“ sagði Gabriele Gravina. Ítalski boltinn UEFA Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Sjá meira
Nýjasta útspil ítalska knattspyrnusambandsins er að hóta Juventus því að félagið gæti verið rekið út úr ítölsku deildinni ef þeir verða áfram hluti af Ofurdeildarsamkomlaginu. Juventus er eitt af þremur félögum sem hefur ekki gefið Ofurdeildina upp á bátinn en hin eru spænsku félögin Barcelona og Real Madrid. Hin níu félögin sem stofnuðu Ofurdeildina fyrir tæpum mánuði, þar á meðal öll sex ensku félögin, hafa hætt við þátttöku í Ofurdeildinni. Gabriele Gravina, forseti ítalska sambandsins talaði ekki undir rós: „Ef Juventus virðir ekki reglurnar þá verður félaginu sparkað úr deildinni,“ sagði Gravina. Hann hélt áfram. Juventus face being kicked out of Serie A if the club do not withdraw from the European Super League, Italian football federation president Gabriele Gravina has said.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 10, 2021 „Ef Juventus verður ekki búið að draga sig út úr Ofurdeildinni þegar félagið skráir sig inn fyrir næsta tímabil í Seríu A þá mun félagið ekki fá keppnisleyfi hjá okkur,“ sagði Gravina. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur einnig hótað þessum þremur félögum sem lifa enn í þeim draumaheimi að Ofurdeildin geti orðið að veruleika. „Við erum orðin þreytt á þessu stríði milli UEFA og þessara þriggja félaga. Ég vona að þessi deila verði leyst eins fljót og mögulegt er. Ég vonast líka til að geta miðlað málum á milli Juventus og UEFA,“ sagði Gravina. „Það er alveg á hreinu að félög mega ekki taka þátt í okkar deild ef þau fylgja ekki þeim lögmálum sem UEFA ákveður. Það er ekki gott fyrir alþjóðlegan fótbolta, ekki gott fyrir ítalskan fótbolta og ekki gott fyrir Juventus. Við höfum þegar sagt að okkar knattspyrnusamband mun fylgja reglunum,“ sagði Gabriele Gravina.
Ítalski boltinn UEFA Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Sjá meira