Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á síðunni Covid.is.
84 eru nú í einangrun, en voru hundrað í gær. 543 eru nú í sóttkví, en voru 269 í gær. 997 eru nú í skimunarsóttkví. Þá eru þrír nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, en voru tveir í gær.
Einn greindist á landamærum í gær og reyndist sá vera með mótefni.

Nýgengi á smiti innanlands, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 17,7, en var 21,5 í gær. Nýgengi á smiti á landamærum er nú 2,5, en var 3,0 í gær.
55.780 eru nú fullbólusettir hér á landi og er bólusetning hafin hjá 85.025 til viðbótar.

Alls hafa 6.522 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á síðasta ári. Þá hafa 29 dauðsföll verið rakin til Covid-19 á Íslandi frá upphafi faraldursins.
Alls voru tekin 1.016 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær. Þá voru 476 sýni tekin á landamærunum eða í seinni landamæraskimun og 319 í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun.
Fréttin hefur verið uppfærð.