Banna fullyrðingar Landsbjargar um „umhverfisvæna flugelda“ Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2021 10:22 Neytendastofa skoðaði fullyrðingar Slysavarnfélagsins Landsbjargar um umhverfisvænni flugenda undir yfirskriftinni „Öndum léttar – Umhverfisvænni flugeldar“. Vísir/Egill Neytendastofa hefur lagt bann við fullyrðingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar í auglýsingum sínum um sölu þeirra á „umhverfisvænni flugeldum“. Eru fullyrðingarnar taldar ósannaðar, veita rangar upplýsingar um helstu einkenni vörunnar og til þess fallna að hafa áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda. Þetta kemur fram í ákvörðun Neytendastofu sem birt er í dag. Skoðun Neytendastofu á auglýsingunum tók annars vegar til auglýsinga félagsins þar sem væru ýmsar fullyrðingum um umhverfisvænni flugenda undir yfirskriftinni „Öndum léttar – Umhverfisvænni flugeldar“. Hins vegar náði skoðunin til myndmerkis með skopgerðum flugeldi á grænum bakgrunni með laufblaði þar sem stóð „Umhverfisvænni flugeldar“. „Í skýringum Landsbjargar var farið yfir þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið í tengslum við flugeldasölu til þess að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið. Gerð væri grein fyrir þessu aðgerðum í umræddum auglýsingum. Í niðurstöðum ákvörðunarinnar fjallar Neytendastofa um það að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til við sölu flugeldanna, þ.e. að sorpgámar fyrir flugeldaúrgang séu staðsettir við helstu sölustaði, að pappi og plast sem fellur til við flugeldasölu sé flokkaður og endurunninn sem og samstarf félagsins við Skógræktarfélag Íslands varðandi gróðursetningu á trjám, leiði ekki til þess að flugeldarnir sem slíkir séu umhverfisvænni en áður. Önnur atriði séu til komin vegna lagabreytinga. Þá væri framsetning fullyrðinganna þannig að ekki væri ljóst hvort flugeldar Landsbjarnar séu umhverfisvænni en gengur og gerist á markaði eða hvort þeir séu umhverfisvænni en árin á undan. Neytendastofa taldi fullyrðinguna því ósannaða, veita rangar upplýsingar um helstu einkenni vörunnar og til þess fallna að hafa áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda. Birting fullyrðingarinnar er því bönnuð,“ segir á síðu Neytendastofu. Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Flugeldar Umhverfismál Björgunarsveitir Slysavarnir Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Þetta kemur fram í ákvörðun Neytendastofu sem birt er í dag. Skoðun Neytendastofu á auglýsingunum tók annars vegar til auglýsinga félagsins þar sem væru ýmsar fullyrðingum um umhverfisvænni flugenda undir yfirskriftinni „Öndum léttar – Umhverfisvænni flugeldar“. Hins vegar náði skoðunin til myndmerkis með skopgerðum flugeldi á grænum bakgrunni með laufblaði þar sem stóð „Umhverfisvænni flugeldar“. „Í skýringum Landsbjargar var farið yfir þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið í tengslum við flugeldasölu til þess að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið. Gerð væri grein fyrir þessu aðgerðum í umræddum auglýsingum. Í niðurstöðum ákvörðunarinnar fjallar Neytendastofa um það að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til við sölu flugeldanna, þ.e. að sorpgámar fyrir flugeldaúrgang séu staðsettir við helstu sölustaði, að pappi og plast sem fellur til við flugeldasölu sé flokkaður og endurunninn sem og samstarf félagsins við Skógræktarfélag Íslands varðandi gróðursetningu á trjám, leiði ekki til þess að flugeldarnir sem slíkir séu umhverfisvænni en áður. Önnur atriði séu til komin vegna lagabreytinga. Þá væri framsetning fullyrðinganna þannig að ekki væri ljóst hvort flugeldar Landsbjarnar séu umhverfisvænni en gengur og gerist á markaði eða hvort þeir séu umhverfisvænni en árin á undan. Neytendastofa taldi fullyrðinguna því ósannaða, veita rangar upplýsingar um helstu einkenni vörunnar og til þess fallna að hafa áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda. Birting fullyrðingarinnar er því bönnuð,“ segir á síðu Neytendastofu.
Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Flugeldar Umhverfismál Björgunarsveitir Slysavarnir Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira