Meinað að nota lénið polsen.is eftir kvörtun frá Poulsen Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2021 14:27 Poulsen og Orka ehf eru samkeppnisaðilar og taldi Poulsen notkun á léninu polsen.is skapa hættu á ruglingi fyrir neytendur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Neytendastofa hefur meinað Orku ehf að nota lénið polsen.is í tengslum við starfsemi félagsins og gert fyrirtækinu að afskrá lénið. Ákvörðunin er tekin í kjölfar kvörtunar frá samkeppnisaðilanum Poulsen sem á og rekur lénið poulsen.is. Neytendastofa segir að Poulsen hafi talið að notkun á léninu skapi hættu á ruglingi fyrir neytendur því sjón- og hljóðlíking væri alger enda sé það aðeins stafurinn „u“ sem skilji á milli lénanna. Í ákvörðuninni má sjá að í erindi Poulsen sé tekið fram að Poulsen flytji inn og selji varahluti í bifreiðar og iðnvélar, og að fyrirtækið hafi hafið störf hér á landi árið 1910. Þá reki félagið jafnframt verkstæðisþjónustu fyrir bifreiðar og vefverslun á léninu poulsen.is. Félagið hafi skráð lénið poulsen.is árið 1997 og haldið því úti frá þeim tíma. Starfsemi félagsins hafi þó verið rekin undir vörumerkinu POULSEN allt frá stofnun þess. Orka sé keppinautur Poulsen, sem meðal annars flytji inn og selji varahluti í bifreiðar og reki auk þess þjónustuverkstæði. Orka haldi úti léninu bilrudur.is, þar sem finna megi upplýsingar um starfsemina. Flytja inn Polsen heyrnartól „Orka hafnaði því að hætta væri á ruglingi og benti á að þegar komið væri inn á vefsíðuna væri hún skilmerkilega merkt Orku og hvergi minnst á Poulsen. Félagið flytji inn og selja heyrnartól frá framleiðandanum Polsen og þannig sé lénið tilkomið. Við ákvörðun í málinu leit Neytendastofa til þess að fyrirtækin eru keppinautar. Veruleg líkindi séu með lénunum auk þess sem þau eru borin fram sem sama hætti. Þá hafði áhrif að þegar neytendur slá inn vefslóðina polsen.is flytjast þeir beint inn á aðalsíðu Orku, bilrudur.is, og tengist lénið þar með markaðssetningu á Polsen heyrnartólum ekki með beinum hætti. Neytendastofa taldi hættu á ruglingi vegna líkinda lénanna og því væri Orku bönnuð notkun þess,“ segir á vef Neytendastofnunar. Neytendur Bílar Verslun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Neytendastofa segir að Poulsen hafi talið að notkun á léninu skapi hættu á ruglingi fyrir neytendur því sjón- og hljóðlíking væri alger enda sé það aðeins stafurinn „u“ sem skilji á milli lénanna. Í ákvörðuninni má sjá að í erindi Poulsen sé tekið fram að Poulsen flytji inn og selji varahluti í bifreiðar og iðnvélar, og að fyrirtækið hafi hafið störf hér á landi árið 1910. Þá reki félagið jafnframt verkstæðisþjónustu fyrir bifreiðar og vefverslun á léninu poulsen.is. Félagið hafi skráð lénið poulsen.is árið 1997 og haldið því úti frá þeim tíma. Starfsemi félagsins hafi þó verið rekin undir vörumerkinu POULSEN allt frá stofnun þess. Orka sé keppinautur Poulsen, sem meðal annars flytji inn og selji varahluti í bifreiðar og reki auk þess þjónustuverkstæði. Orka haldi úti léninu bilrudur.is, þar sem finna megi upplýsingar um starfsemina. Flytja inn Polsen heyrnartól „Orka hafnaði því að hætta væri á ruglingi og benti á að þegar komið væri inn á vefsíðuna væri hún skilmerkilega merkt Orku og hvergi minnst á Poulsen. Félagið flytji inn og selja heyrnartól frá framleiðandanum Polsen og þannig sé lénið tilkomið. Við ákvörðun í málinu leit Neytendastofa til þess að fyrirtækin eru keppinautar. Veruleg líkindi séu með lénunum auk þess sem þau eru borin fram sem sama hætti. Þá hafði áhrif að þegar neytendur slá inn vefslóðina polsen.is flytjast þeir beint inn á aðalsíðu Orku, bilrudur.is, og tengist lénið þar með markaðssetningu á Polsen heyrnartólum ekki með beinum hætti. Neytendastofa taldi hættu á ruglingi vegna líkinda lénanna og því væri Orku bönnuð notkun þess,“ segir á vef Neytendastofnunar.
Neytendur Bílar Verslun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira