Aðstandendum hins látna er vottuð samúð á vef Landspítalans, þar sem greint er frá andlátinu.
Umrætt andlát er það fyrsta sem verður á landinu frá því í lok desember á síðasta ári.
Aðeins einn liggur á sjúkrahúsi vegna veirunnar á Íslandi en 40 eru í einangrun með smit. Einn greindist með smit í gær í fyrsta skipti í nokkra daga.
Meira en 60% fullorðinna á Íslandi hafa einhvers konar mótefni við veirunni, hvort sem það er vegna fyrri eða seinni bóluefnasprautu eða fyrri sýkingar. 163.815 Íslendingar hafa fengið bólusetningu og 7.000 bætast við í þessari viku. Enn fleiri verða bólusettir í næstu viku, um 30.000.