UEFA í hart gegn óhlýðnu félögunum Real Madrid, Barcelona og Juventus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2021 09:01 Aleksander Ceferin, forseti UEFA, ætlar ekki að gefa neitt eftir í þessu máli. Getty/Harold Cunningham Knattspyrnusamband Evrópu hefur hafið mál gegn þremur af stærstu fótboltafélögum álfunnar vegna aðkomu þeirra að stofnum Ofurdeildar Evrópu. Barcelona, Juventus og Real Madrid voru meðal tólf stofnmeðlima Ofurdeildarinnar sem dó aðeins nokkra daga gömul en ólíkt hinum níu hafa þau neitað að falla frá plönum sínum. UEFA sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að sambandið hafi nú byrjað málsmeðferð gegn þessum félögum. UEFA has opened proceedings against Barcelona, Real Madrid and Juventus for their role in the plans for a European Super League.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 25, 2021 UEFA reyndi fyrst að fara samningaleiðina en ekkert kom út úr því og því hefur sambandið hafið málsmeðferð gegn Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir brot á regluverki Knattspyrnusambands Evrópu. Aleksander Ceferi, forseti UEFA, varaði þessi félög við því á dögunum að ef þau segjast vera í Ofurdeildinni þá geti þau að sjálfsögðu ekki spilað í Meistaradeildinni. Liðin sem voru með í byrjun en hafa síðan hætt við þátttöku í Ofurdeildinni eru Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Tottenham Hotspur, AC Milan, Inter Milan og Atletico Madrid. Þessi níu félög féllust á beiðni UEFA um að sameinast um að gefa fimmtán milljónir evra í samvinnuverkefni til styrktar barna- og unglingafótbolta í Evrópu. Öll þessi félög munu líka missa fimm prósent af sínum hluta af sínum Evróputekjum frá UEFA í eitt tímabil. UEFA: Following an investigation conducted by UEFA Ethics and Disciplinary Inspectors in connection with the so-called Super League project, disciplinary proceedings have been opened against Real Madrid, Barcelona & Juventus for a potential violation of UEFA s legal framework — Rob Harris (@RobHarris) May 25, 2021 Til að koma í veg fyrir frekar Ofurdeildarævintýri í framtíðinni þá hafa þessi níu félög einnig skrifað undir hollustu samning við UEFA sem myndi þýða hundrað milljóna evru sekt ef þau reyndu að ganga til liðs við keppni í óleyfi í framtíðinni. Florentino Perez, forseti Real Madrid, er einn af aðalmönnunum á bak við Ofurdeildina, hefur haldið því fram að félögin níu sem samþykktu að stofna Ofurdeildina séu með bindandi samninga og geti því ekki hætt við. UEFA Ofurdeildin Meistaradeild Evrópu Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Barcelona, Juventus og Real Madrid voru meðal tólf stofnmeðlima Ofurdeildarinnar sem dó aðeins nokkra daga gömul en ólíkt hinum níu hafa þau neitað að falla frá plönum sínum. UEFA sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að sambandið hafi nú byrjað málsmeðferð gegn þessum félögum. UEFA has opened proceedings against Barcelona, Real Madrid and Juventus for their role in the plans for a European Super League.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 25, 2021 UEFA reyndi fyrst að fara samningaleiðina en ekkert kom út úr því og því hefur sambandið hafið málsmeðferð gegn Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir brot á regluverki Knattspyrnusambands Evrópu. Aleksander Ceferi, forseti UEFA, varaði þessi félög við því á dögunum að ef þau segjast vera í Ofurdeildinni þá geti þau að sjálfsögðu ekki spilað í Meistaradeildinni. Liðin sem voru með í byrjun en hafa síðan hætt við þátttöku í Ofurdeildinni eru Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Tottenham Hotspur, AC Milan, Inter Milan og Atletico Madrid. Þessi níu félög féllust á beiðni UEFA um að sameinast um að gefa fimmtán milljónir evra í samvinnuverkefni til styrktar barna- og unglingafótbolta í Evrópu. Öll þessi félög munu líka missa fimm prósent af sínum hluta af sínum Evróputekjum frá UEFA í eitt tímabil. UEFA: Following an investigation conducted by UEFA Ethics and Disciplinary Inspectors in connection with the so-called Super League project, disciplinary proceedings have been opened against Real Madrid, Barcelona & Juventus for a potential violation of UEFA s legal framework — Rob Harris (@RobHarris) May 25, 2021 Til að koma í veg fyrir frekar Ofurdeildarævintýri í framtíðinni þá hafa þessi níu félög einnig skrifað undir hollustu samning við UEFA sem myndi þýða hundrað milljóna evru sekt ef þau reyndu að ganga til liðs við keppni í óleyfi í framtíðinni. Florentino Perez, forseti Real Madrid, er einn af aðalmönnunum á bak við Ofurdeildina, hefur haldið því fram að félögin níu sem samþykktu að stofna Ofurdeildina séu með bindandi samninga og geti því ekki hætt við.
UEFA Ofurdeildin Meistaradeild Evrópu Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira