Solskjær: Nei, þetta var ekki gott tímabil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2021 09:01 Ole Gunnar Solskjær var gríðarlega svekktur í leikslok enda enn að bíða eftir sínum fyrsta titli sem knattspyrnustjóri Manchester United. EPA-EFE/Kacper Pempel Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, fór ekkert í felur með það að hann var ekki ánægður með árangur Manchester United liðsins á þessu tímabili. United liðið er áfram titlalaust undir stjórn Norðmannsins eftir tap í vítakeppni á móti Villarreal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. Ole Gunnar Solskjaer has admitted that it hasn't been a successful season for Man Utd More #bbcfootball #mufc— BBC Sport (@BBCSport) May 27, 2021 Manchester United endaði í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni en hefur ekki unnið bikar síðan árið 2017. Solskjær var spurður af því eftir úrslitaleikinn í gær hvort hann væri ánægður með árangur liðsins á tímabilinu. „Nei,“ svaraði Ole Gunnar Solskjær við BT Sport. „Við verðum að verða betri,“ sagði Solskjær. Liðið endaði tólf stigum á eftir Englandsmeisturum Manchester City en fimm stigum á undan Liverpool sem var í þriðja sæti. Liðið tapaði á móti Leicester City í átta liða úrslitum enska bikarsins og á móti Manchester City í undanúrslitum enska deildabikarsins. Liðið komst ekki upp úr sínum riðli í Meistaradeildinni en fór alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Ole Gunnar Solskjaer says he's disappointed that Manchester United didn't do enough to score a crucial second goal against Villarreal in the Europa League final. pic.twitter.com/wug3lULqY1— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 27, 2021 „Við höfum gert einkar vel í því að komast í gegnum erfiða byrjun. Það var ekkert undirbúningstímabil og við töpuðum þremur af fyrstu sex. Við komust nær toppnum í deildinni en við bjuggumst við og við komust í úrslitaleik. Þú þarf hins vegar að vinna úrslitaleiki til að eiga gott tímabil,“ sagði Solskjær. „Við erum með góðan og samkeppnishæfan hóp. Andinn í liðinu er góður en þeir eru niðurbrotnir inn í klefa núna. Nú er ekki tími til að benda á það sem við hefðum átt að gera. Þegar þú kemur ekki heim með bikarinn þá hefur þú ekki gert neitt rétt,“ sagði Solskjær. Ole Gunnar Solskjaer's biggest Manchester United weakness was exposed in the Europa League final #mufc https://t.co/NEqYqkCMn4— Man United News (@ManUtdMEN) May 27, 2021 „Við erum að nálgast og erum að bæta okkur. Við vorum einu sparki frá bikar og góðu kvöldi. Það er ástríða í liðinu til að koma aftur á næsta tímabili og gera betur. Eina leiðin til að komast lengra er að leggja meira á sig,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
United liðið er áfram titlalaust undir stjórn Norðmannsins eftir tap í vítakeppni á móti Villarreal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. Ole Gunnar Solskjaer has admitted that it hasn't been a successful season for Man Utd More #bbcfootball #mufc— BBC Sport (@BBCSport) May 27, 2021 Manchester United endaði í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni en hefur ekki unnið bikar síðan árið 2017. Solskjær var spurður af því eftir úrslitaleikinn í gær hvort hann væri ánægður með árangur liðsins á tímabilinu. „Nei,“ svaraði Ole Gunnar Solskjær við BT Sport. „Við verðum að verða betri,“ sagði Solskjær. Liðið endaði tólf stigum á eftir Englandsmeisturum Manchester City en fimm stigum á undan Liverpool sem var í þriðja sæti. Liðið tapaði á móti Leicester City í átta liða úrslitum enska bikarsins og á móti Manchester City í undanúrslitum enska deildabikarsins. Liðið komst ekki upp úr sínum riðli í Meistaradeildinni en fór alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Ole Gunnar Solskjaer says he's disappointed that Manchester United didn't do enough to score a crucial second goal against Villarreal in the Europa League final. pic.twitter.com/wug3lULqY1— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 27, 2021 „Við höfum gert einkar vel í því að komast í gegnum erfiða byrjun. Það var ekkert undirbúningstímabil og við töpuðum þremur af fyrstu sex. Við komust nær toppnum í deildinni en við bjuggumst við og við komust í úrslitaleik. Þú þarf hins vegar að vinna úrslitaleiki til að eiga gott tímabil,“ sagði Solskjær. „Við erum með góðan og samkeppnishæfan hóp. Andinn í liðinu er góður en þeir eru niðurbrotnir inn í klefa núna. Nú er ekki tími til að benda á það sem við hefðum átt að gera. Þegar þú kemur ekki heim með bikarinn þá hefur þú ekki gert neitt rétt,“ sagði Solskjær. Ole Gunnar Solskjaer's biggest Manchester United weakness was exposed in the Europa League final #mufc https://t.co/NEqYqkCMn4— Man United News (@ManUtdMEN) May 27, 2021 „Við erum að nálgast og erum að bæta okkur. Við vorum einu sparki frá bikar og góðu kvöldi. Það er ástríða í liðinu til að koma aftur á næsta tímabili og gera betur. Eina leiðin til að komast lengra er að leggja meira á sig,“ sagði Ole Gunnar Solskjær.
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira