Fótbolti

Gunnhildur Yrsa og félagar á toppnum í bandarísku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fagnar sigrinum í nótt.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fagnar sigrinum í nótt. Instagram/@orlpride

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er að byrja ferill sinn með Orlando Pride liðinu mjög vel en liðið vann góðan sigur ó toppslag í NWSL deildinni í nótt.

Orlando Pride vann þá 2-1 sigur á meisturum Portland Thorns í uppgjöri tveggja af sterkustu liðum deildarinnar.

Pride liðið hefur fengið sjö stig í fyrstu þremur leikjum tímabilsins og er eitt á toppi deildarinnar.

Gunnhildur Yrsa er á sínu fyrsta tímabili í Flórída en hún lék allan leikinn á miðju Orlando Pride í nótt.

Bandarísku landsliðskonurnar Alex Morgan og Sydney Leroux skoruðu mörk Orlando liðsins en það fyrra frá Morgan var glæsilegt eins og sjá má hér fyrir ofan.

Þetta var mikilvægur sigur fyrir Orlando Pride liðið og stelpurnar fögnuðu vel eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×