Alfons spilaði allan leikinn í 2-0 heimasigri Bodø/Glimt á Haugesund í dag . Eitt mark í sitt hvorum hálfleik dugði til í dag.
Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn á hægri væng liðsins í 2-1 tapi Sandefjord gegn Rosenborg. Hólmar Örn Eyjólfsson var ekki með Rosenborg í dag.
Brynjólfur Andersen Willumsson kom inn af bekknum í 1-0 útisigri Sarpsborg 08. Brynjólfur Andersen kom inn af bekknum á 65. mínútu og rúmum tíu mínútum síðar kom sigurmarkið.
Þá lék Valdimar Þór Ingimundarson 65 mínútur í 1-1 jafntefli Strømsgodset og Tromsö. Ari Leifsson sat allan tímann á bekk Stromsgodset.
Staðan í deildinni er þannig að Bodø/Glimt er með 13 stig að loknum fimm leikjum á toppi deildarinnar. Rosenborg kemur þar á eftir með 11 stig eftir sex leiki.
Kristiansund er í 5. sæti með níu stig að loknm fimm leikjum. Strømsgodset svo í 10. sæti með fjögur stig og Sandefjord þar fyrir neðan með þrjú stig.