Ensku knattspyrnufélögin Manchester City og Chelsea mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ederson þykir ansi liðtækur á vítapunktinum en hefur ekki enn tekið vítaspyrnu fyrir Manchester City þó liðsfélagar hans hafi verið duglegir að klúðra spyrnum sínum undanfarin misseri.
Félagið hefur til að mynda klúðrað fjórum af ellefu vítaspyrnum sínum á þessari leiktíð.
Í viðtali fyrir leikinn sagði Ederson að ef leikurinn færi alla leið í vítaspyrnukeppni ætlaði hann sér að taka fimmtu vítaspyrnu Manchester City.
Ederson. The penalty spot.
— Goal (@goal) May 29, 2021
An unlikely match pic.twitter.com/mp5Z7niWDf
Scott Carson, þriðji markvörður Manchester City, hefur fulla trú á sínum manni.
„Ederson hefur alveg lúðrað nokkrum boltum í netið hjá mér og Zack Steffen [varamarkverði Man City] á æfingum. Þú vilt ekki fá boltann í þig því hann skýtur svo fast, það er vont að verja. Hann tekur stundum víti og virðist alltaf hitta í hliðarnetið.“
Úrslitastund!
— Stöð 2 Sport (@St2Sport) May 29, 2021
Í kvöld kl. 18:50
Upphitun hefst kl. 18:00 #UCLFinal pic.twitter.com/N22OC8N5dg
Upphitun fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 2 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 19.00.

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.