„Bjóst við að stressið yrði meira“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júní 2021 16:31 Brynjar Ingi Bjarnason sækir að Henry Martín, framherja Mexíkó, í leiknum um helgina. getty/Matthew Pearce Brynjar Ingi Bjarnason, leikmaður KA, þreytti frumraun sína með íslenska A-landsliðinu þegar það tapaði fyrir Mexíkó, 2-1, í Dallas aðfaranótt sunnudags. Sviðið var stórt en leikurinn fór fram á AT&T leikvanginum í Dallas, heimavelli NFL-liðsins Dallas Cowboys. Fjörutíu þúsund manns voru á leiknum. „Þetta var mögnuð upplifun. Mér var bara kastað í djúpu laugina og ég hef ekki upplifað svona áður. Það var smá sjokk þegar ég sá völlinn fyrst en ég bjóst við að stressið yrði meira,“ sagði Brynjar Ingi á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Þegar ég var kominn inn á völlinn og leikurinn hófst var ég frekar rólegur og mér leið vel.“ Akureyringurinn kvaðst ánægður með sína frammistöðu ef frá eru talin mistökin sem hann gerði í fyrra marki Mexíkó. Brynjar Ingi hafði aldrei leikið fyrir íslenskt landslið fyrr en um helgina.getty/Matthew Pearce „Frammistaðan var mjög góð fyrir utan þessar tíu sekúndur þegar maður gerði mistök sem maður þarf að læra af,“ sagði Brynjar sem hefur verið í hópi bestu miðvarða Pepsi Max-deildarinnar undanfarin tvö ár. Framundan eru tveir vináttulandsleikir til viðbótar, gegn Færeyjum og Póllandi. Brynjar ætlar að nýta tímann með landsliðinu til hins ítrasta. „Þetta er mjög stórt fyrir mig sem leikmann. Ég ætla að taka þetta af alvöru og nýta tækifærið vel, ekki bara í leikjum heldur einnig á æfingum. Þetta gerist ekki stærra og maður verður að grípa tækifærið,“ sagði Brynjar. Brynjar Ingi hefur tekið stór skref fram á við á stuttum tíma.vísir/vilhelm Hann var ekki valinn í hóp U-21 landsliðsins sem fór á EM, stuðningsmönnum KA til mikillar gremju. Brynjar segist sjálfur ekki hafa gert sér vonir um að fara með á EM. „Ég gerði mér engar væntingar. Ég hafði ekkert verið í hópnum fram að þessu og bjóst ekki við að þeir myndu hræra upp í þessu. Ég var búinn að undirbúa mig undir hvort tveggja,“ sagði Brynjar sem lék aldrei fyrir yngri landslið Íslands. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Aron Einar klár en Birkir Már ekki með vegna þéttrar dagskrár Vals Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir líklegt að hann verði með sama hóp í leikjunum gegn Færeyjum og Pólverjum. 1. júní 2021 14:55 „Hef litið upp til Arons Einars og Birkis frá því ég man eftir mér“ Ísak Bergmann Jóhannesson var í fyrsta sinn í byrjunarliði íslenska landsliðsins þegar það tapaði fyrir Mexíkó, 2-1, í Dallas aðfararnótt sunnudags. 1. júní 2021 14:26 Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Fleiri fréttir Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Í beinni: Liverpool - Manchester United | Erkifjendur mætast í vetrarríki Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Sjá meira
Sviðið var stórt en leikurinn fór fram á AT&T leikvanginum í Dallas, heimavelli NFL-liðsins Dallas Cowboys. Fjörutíu þúsund manns voru á leiknum. „Þetta var mögnuð upplifun. Mér var bara kastað í djúpu laugina og ég hef ekki upplifað svona áður. Það var smá sjokk þegar ég sá völlinn fyrst en ég bjóst við að stressið yrði meira,“ sagði Brynjar Ingi á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Þegar ég var kominn inn á völlinn og leikurinn hófst var ég frekar rólegur og mér leið vel.“ Akureyringurinn kvaðst ánægður með sína frammistöðu ef frá eru talin mistökin sem hann gerði í fyrra marki Mexíkó. Brynjar Ingi hafði aldrei leikið fyrir íslenskt landslið fyrr en um helgina.getty/Matthew Pearce „Frammistaðan var mjög góð fyrir utan þessar tíu sekúndur þegar maður gerði mistök sem maður þarf að læra af,“ sagði Brynjar sem hefur verið í hópi bestu miðvarða Pepsi Max-deildarinnar undanfarin tvö ár. Framundan eru tveir vináttulandsleikir til viðbótar, gegn Færeyjum og Póllandi. Brynjar ætlar að nýta tímann með landsliðinu til hins ítrasta. „Þetta er mjög stórt fyrir mig sem leikmann. Ég ætla að taka þetta af alvöru og nýta tækifærið vel, ekki bara í leikjum heldur einnig á æfingum. Þetta gerist ekki stærra og maður verður að grípa tækifærið,“ sagði Brynjar. Brynjar Ingi hefur tekið stór skref fram á við á stuttum tíma.vísir/vilhelm Hann var ekki valinn í hóp U-21 landsliðsins sem fór á EM, stuðningsmönnum KA til mikillar gremju. Brynjar segist sjálfur ekki hafa gert sér vonir um að fara með á EM. „Ég gerði mér engar væntingar. Ég hafði ekkert verið í hópnum fram að þessu og bjóst ekki við að þeir myndu hræra upp í þessu. Ég var búinn að undirbúa mig undir hvort tveggja,“ sagði Brynjar sem lék aldrei fyrir yngri landslið Íslands.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Aron Einar klár en Birkir Már ekki með vegna þéttrar dagskrár Vals Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir líklegt að hann verði með sama hóp í leikjunum gegn Færeyjum og Pólverjum. 1. júní 2021 14:55 „Hef litið upp til Arons Einars og Birkis frá því ég man eftir mér“ Ísak Bergmann Jóhannesson var í fyrsta sinn í byrjunarliði íslenska landsliðsins þegar það tapaði fyrir Mexíkó, 2-1, í Dallas aðfararnótt sunnudags. 1. júní 2021 14:26 Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Fleiri fréttir Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Í beinni: Liverpool - Manchester United | Erkifjendur mætast í vetrarríki Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Sjá meira
Aron Einar klár en Birkir Már ekki með vegna þéttrar dagskrár Vals Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir líklegt að hann verði með sama hóp í leikjunum gegn Færeyjum og Pólverjum. 1. júní 2021 14:55
„Hef litið upp til Arons Einars og Birkis frá því ég man eftir mér“ Ísak Bergmann Jóhannesson var í fyrsta sinn í byrjunarliði íslenska landsliðsins þegar það tapaði fyrir Mexíkó, 2-1, í Dallas aðfararnótt sunnudags. 1. júní 2021 14:26