Afborganir húsnæðislána gætu snarhækkað með vaxtahækkunum Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2021 19:21 Afborganir af húsnæðislánum með breytilega vexti gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði og rúma milljón á ári ef Seðlabankinn dregur allar vaxtalækkanir sínar undanfarin tvö ár til baka og viðskiptabankarnir fylgja þeim hækkunum. Neytendasamtökin segja forsendur vaxtahækkana bankanna óskýrar og ósanngjarnar og undirbúa prófmál. Löngu vaxtalækkunarferli Seðlabankans lauk 19. maí síðast liðinn þegar Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína úr 0;75 prósentum í eitt prósent. Vegna þrálátrar verðbólgu hér innanlands og í útlöndum. Við það tækifæri sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri þetta: „Við höfum skyldur gagnvart fólkinu ílandinu. Að halda stöðugu verðlagi. Halda stöðugleika og það munum við gera." Þannig að ef verðbólga fer ekki að hjaðna á næstu mánuðum gæti þetta verið upphafið að vaxtahækkanaferli? „Já, það er alveg rétt,“ sagði Ásgeir Jónsson hinn 19. maí síðast liðinn. Til að einfalda málið skulum við taka dæmi af meðalháu húsnæðisláni, annars vegar jafngreiðsluláni og hins vegar láni með jöfnum afborgunum. Svona gat dæmið litið út fyrir vaxtahækkanir bankanna í gær miðað við 3,45 prósenta vexti á þrjátíu milljón króna láni til fjörtíu ára með breytilegum vöxtum. Eftir aðeins 0,25 prósentustiga hækkun vaxta banka í gær lítur dæmið hins vegar svona út. Á janfgreiðsluláninu hækka vextir um 4.524 krónur á mánuði eða 3,9 prósent og 6.250 krónur á láni með jöfnum afborgunum eða um það bil 4,2 prósent. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að fólk standi saman í að sækja rétt sinn fyrir dómstólum vegna óskýrra og óréttlátra lánaskilmála bankanna.Stöð 2/Sigurjón Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir þau nú leita að prófmálum gegn viðskiptabönkunum þremur. Lánakilmálar bankanna til vaxtahækkana séu óljósir og einhliða. „Bankarnir geta bara án þess að færa sönnur á réttmæti þess hækkað vexti nánast að vild,“ segir Breki. Á undanförnum tveimur árum lækkaði Seðlabankinn meginvexti sína um 3,75 prósentustig, úr 4.5 prósentum í 0,75 prósent. Ef verðbólga lækkar ekki og Seðlabankinn lætur verða af hótun sinni og dregur alla vaxtalækkunina til baka á næstu mánuðum og bankarnir fylgja honum eftir gæti dæmið okkar litið svona út: Greiðslubyrði jafngreiðslulánsinis hækkaði þá um 75.484 krónur á mánuði eða um 65 prósent og á láni með jöfnum afborgunum um 93.750 krónur eða um það bil 63 prósent. Lántakendur ætti því að ganga hægt um gleðinnar dyr. „Annars vegar erum við að leita að þremur prófmálum til að fara í gagnvart þremur bönkum. Hins vegar erum við aðtryggja það að hver og einn lántaki verji rétt sinn og geri kröfu á hendur bönkunum um endurgreiðslu oftekinna gjalda,“ segir Breki Karlsson. Húsnæðismál Íslenskir bankar Seðlabankinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Formaður Neytendasamtakanna óttast vaxtahækkanaferli Formaður Neytendasamtakanna segir enga leið fyrr neytendur að átta sig á hvort vaxtahækkanir bankanna á húsnæðislánum í gær séu réttmætar. Þær undirstriki mikilvægi þess að fólk taki þátt í hópmálsókn samtakanna gegn bönkunum en nú þegar hafa um þúsund manns skráð sig á málaferlin. 2. júní 2021 11:50 Bankarnir hækkuðu allir vexti húsnæðislána í dag Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir kynnt vaxtahækkanir á útlánum sínum í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Hækka vextir vissra lána um 0,15 til 0,25 prósentustig og tóku breytingarnar gildi í dag. 1. júní 2021 16:45 Hækkun vaxta nú gæti verið byrjunin á vaxtahækkunarferli Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti meira dugi vaxtahækkun hans í dag ekki til að draga úr verðbólgu sem er langt yfir markmiði bankans. Ekki er reiknað með að verðbólgan fari niður að markmiðinu fyrr en um mitt næsta ár. 19. maí 2021 19:20 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Löngu vaxtalækkunarferli Seðlabankans lauk 19. maí síðast liðinn þegar Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína úr 0;75 prósentum í eitt prósent. Vegna þrálátrar verðbólgu hér innanlands og í útlöndum. Við það tækifæri sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri þetta: „Við höfum skyldur gagnvart fólkinu ílandinu. Að halda stöðugu verðlagi. Halda stöðugleika og það munum við gera." Þannig að ef verðbólga fer ekki að hjaðna á næstu mánuðum gæti þetta verið upphafið að vaxtahækkanaferli? „Já, það er alveg rétt,“ sagði Ásgeir Jónsson hinn 19. maí síðast liðinn. Til að einfalda málið skulum við taka dæmi af meðalháu húsnæðisláni, annars vegar jafngreiðsluláni og hins vegar láni með jöfnum afborgunum. Svona gat dæmið litið út fyrir vaxtahækkanir bankanna í gær miðað við 3,45 prósenta vexti á þrjátíu milljón króna láni til fjörtíu ára með breytilegum vöxtum. Eftir aðeins 0,25 prósentustiga hækkun vaxta banka í gær lítur dæmið hins vegar svona út. Á janfgreiðsluláninu hækka vextir um 4.524 krónur á mánuði eða 3,9 prósent og 6.250 krónur á láni með jöfnum afborgunum eða um það bil 4,2 prósent. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að fólk standi saman í að sækja rétt sinn fyrir dómstólum vegna óskýrra og óréttlátra lánaskilmála bankanna.Stöð 2/Sigurjón Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir þau nú leita að prófmálum gegn viðskiptabönkunum þremur. Lánakilmálar bankanna til vaxtahækkana séu óljósir og einhliða. „Bankarnir geta bara án þess að færa sönnur á réttmæti þess hækkað vexti nánast að vild,“ segir Breki. Á undanförnum tveimur árum lækkaði Seðlabankinn meginvexti sína um 3,75 prósentustig, úr 4.5 prósentum í 0,75 prósent. Ef verðbólga lækkar ekki og Seðlabankinn lætur verða af hótun sinni og dregur alla vaxtalækkunina til baka á næstu mánuðum og bankarnir fylgja honum eftir gæti dæmið okkar litið svona út: Greiðslubyrði jafngreiðslulánsinis hækkaði þá um 75.484 krónur á mánuði eða um 65 prósent og á láni með jöfnum afborgunum um 93.750 krónur eða um það bil 63 prósent. Lántakendur ætti því að ganga hægt um gleðinnar dyr. „Annars vegar erum við að leita að þremur prófmálum til að fara í gagnvart þremur bönkum. Hins vegar erum við aðtryggja það að hver og einn lántaki verji rétt sinn og geri kröfu á hendur bönkunum um endurgreiðslu oftekinna gjalda,“ segir Breki Karlsson.
Húsnæðismál Íslenskir bankar Seðlabankinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Formaður Neytendasamtakanna óttast vaxtahækkanaferli Formaður Neytendasamtakanna segir enga leið fyrr neytendur að átta sig á hvort vaxtahækkanir bankanna á húsnæðislánum í gær séu réttmætar. Þær undirstriki mikilvægi þess að fólk taki þátt í hópmálsókn samtakanna gegn bönkunum en nú þegar hafa um þúsund manns skráð sig á málaferlin. 2. júní 2021 11:50 Bankarnir hækkuðu allir vexti húsnæðislána í dag Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir kynnt vaxtahækkanir á útlánum sínum í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Hækka vextir vissra lána um 0,15 til 0,25 prósentustig og tóku breytingarnar gildi í dag. 1. júní 2021 16:45 Hækkun vaxta nú gæti verið byrjunin á vaxtahækkunarferli Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti meira dugi vaxtahækkun hans í dag ekki til að draga úr verðbólgu sem er langt yfir markmiði bankans. Ekki er reiknað með að verðbólgan fari niður að markmiðinu fyrr en um mitt næsta ár. 19. maí 2021 19:20 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Formaður Neytendasamtakanna óttast vaxtahækkanaferli Formaður Neytendasamtakanna segir enga leið fyrr neytendur að átta sig á hvort vaxtahækkanir bankanna á húsnæðislánum í gær séu réttmætar. Þær undirstriki mikilvægi þess að fólk taki þátt í hópmálsókn samtakanna gegn bönkunum en nú þegar hafa um þúsund manns skráð sig á málaferlin. 2. júní 2021 11:50
Bankarnir hækkuðu allir vexti húsnæðislána í dag Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir kynnt vaxtahækkanir á útlánum sínum í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Hækka vextir vissra lána um 0,15 til 0,25 prósentustig og tóku breytingarnar gildi í dag. 1. júní 2021 16:45
Hækkun vaxta nú gæti verið byrjunin á vaxtahækkunarferli Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti meira dugi vaxtahækkun hans í dag ekki til að draga úr verðbólgu sem er langt yfir markmiði bankans. Ekki er reiknað með að verðbólgan fari niður að markmiðinu fyrr en um mitt næsta ár. 19. maí 2021 19:20