Skoða að færa KFC nær Akureyri Eiður Þór Árnason skrifar 5. júní 2021 20:00 Velta KFC á Íslandi nam tæplega 3,4 milljörðum króna árið 2019. Keðjan rekur nú átta staði hér á landi. Samsett Skyndibitakeðjan KFC er nú í viðræðum við fasteignafélagið Klettás um mögulega opnun nýs veitingastaðar við Norðurtorg á Akureyri. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en stjórnendur KFC hafa reynt að nema land fyrir norðan í tuttugu ár. „Það er ekki komin nein alvara í þetta en þetta eru heitar umræður myndi ég segja svo það kemur í ljós hvað við gerum,“ segir Helgi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri KFC, í samtali við Vísi. „Við erum búin að vera að skoða staði síðustu tíu árin en þeir sem stjórna bæjarfélaginu hafa ekkert haft áhuga á okkur,“ bætir hann við og segist hafa fundið fyrir miklum áhuga Akureyringa á sköpunarverki ofurstans. Nú er sjónum beint að lóð við Sjafnargötu 1. Reiturinn stendur í útjaðri bæjarins við hliðina á nýjum verslunarkjarna sem opnaði í gær undir nafninu Norðurtorg. Verslunarhúsnæðið er í eigu Klettáss en fasteignafélaginu var nýverið úthlutað nærliggjandi lóð við Sjafnargötu. Forsvarsmenn Klettáss höfðu frumkvæði að viðræðunum við KFC og sjá tækifæri í því að reyna að svala löngun Norðlendinga í djúpsteikt fiðurfé. Lóðin við Sjafnargötu 1 stendur nálægt þjóðvegi 1 í útjaðri Akureyrar, við hliðina á bensínstöð ÓB og hinu nýopnaða Norðurtorgi. Á myndinni sést glitta í húsnæði BM Vallár og Byggingafélagsins Hyrnu.Já.is Lengi reynt að koma sér fyrir á Akureyri Skyndibitakeðjan sóttist lengi eftir því að opna veitingastað við Drottningarbraut á Akureyri en mætti andstöðu skipulagsyfirvalda. Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar féllst ekki á að breyta deiliskipulagi á svonefndum Drottningarbrautarreit árið 2010 til að verða við óskum KFC. Fram kom í opnu bréfi sem Helgi sendi bæjarstjórn Akureyrar skömmu síðar að tíu ár væru liðin frá því að KFC sótti fyrst um byggingarleyfi fyrir veitingastað á Akureyri. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, segir í samtali við Vísi að deiliskipulag hafi gert ráð fyrir íbúðauppbyggingu og hóteli á umræddum reit. Lóðin stendur enn auð en henni var nýverið úthlutað undir íbúðir og þjónusturekstur eftir að fallið var frá fyrirhugaðri hóteluppbyggingu. „Á þeim tíma var gert ráð fyrir miklu meira byggingamagni á reitnum en Helgi var tilbúinn til að byggja og við vildum nýta þennan reit undir meira byggingamagn til að þétta byggðina enn frekar,“ segir Halla Björk. Helgi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri KFC, betur þekktur sem Helgi í Góu.Vísir Sýnt atvinnuskapandi rekstri lítinn áhuga Helgi er gagnrýninn á bæjaryfirvöld og segir þau hafa lítinn áhuga á því að veita lóðir undir atvinnusköpun. Hið sama gildi í mörgum öðrum sveitarfélögum. „Það er svo skrítið með bæjarfélög að þau eru eiginlega á móti mönnum sem eru að reyna að gera eitthvað, það er mín reynsla eftir 50 ár. Við þurfum að skríða eftir því að fá lóðir undir iðnað eða fyrirtæki svo koma Ameríkanar í Garðabæ með Costco verslun og bensín og þeir fengu lóð í hvelli.“ Helgi bætir við að hann hafi einnig átt erfitt með að fá lóð á Selfossi og þurft að hafa mikið fyrir því að fá lóðir undir veitingastaði í Reykjavík og sælgætisframleiðslu Góu í Hafnarfirði. Hættur að nenna að skríða eftir lóðum „Það er stórfurðulegt að þurfa að eyða mörgum árum í fá lóð til að fá fólk í vinnu. Maður spyr sjálfan sig hvað er að bæjarfélaginu. Þeir ættu að vera inn á gafli hjá mönnum sem nenna að byggja og skaffa bæjarfélaginu tekjur og nenna að standa í þessu en það er þveröfugt. Maður er eiginlega búinn að eyðileggja á sér hnén með því að skríða eftir þessu,“ segir Helgi. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri.Aðsend Halla Björk segir að reynt sé að taka vel á móti aðilum sem hafa áhuga á atvinnuuppbyggingu en þó sé ekki alltaf laust á þeim stöðum sem fólk hafi áhuga á. „Ég veit ekki betur en að sveitarfélög taki almennt vel á móti aðilum sem vilja byggja eitthvað en það er hins vegar ekki alltaf sem skipulagið er í takti við þær hugmyndir sem verktakar eða atvinnurekendur koma með og þá tekur þetta bara tíma. Lögbundið ferli er langt og það tekur tíma að breyta að skipulagi ef það er vilji til þess á annað borð.“ Ef samkomulag næst um uppbyggingu á Akureyri hyggst KFC byggja nýjan veitingastað frá grunni með bílalúgu og góðri aðstöðu fyrir löngunarfulla aðdáendur keðjunnar. „Ef maður gerir þetta þá verður það 100%, það þýðir ekkert annað,“ segir Helgi að lokum. Akureyri Veitingastaðir Skipulag Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Sjá meira
„Það er ekki komin nein alvara í þetta en þetta eru heitar umræður myndi ég segja svo það kemur í ljós hvað við gerum,“ segir Helgi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri KFC, í samtali við Vísi. „Við erum búin að vera að skoða staði síðustu tíu árin en þeir sem stjórna bæjarfélaginu hafa ekkert haft áhuga á okkur,“ bætir hann við og segist hafa fundið fyrir miklum áhuga Akureyringa á sköpunarverki ofurstans. Nú er sjónum beint að lóð við Sjafnargötu 1. Reiturinn stendur í útjaðri bæjarins við hliðina á nýjum verslunarkjarna sem opnaði í gær undir nafninu Norðurtorg. Verslunarhúsnæðið er í eigu Klettáss en fasteignafélaginu var nýverið úthlutað nærliggjandi lóð við Sjafnargötu. Forsvarsmenn Klettáss höfðu frumkvæði að viðræðunum við KFC og sjá tækifæri í því að reyna að svala löngun Norðlendinga í djúpsteikt fiðurfé. Lóðin við Sjafnargötu 1 stendur nálægt þjóðvegi 1 í útjaðri Akureyrar, við hliðina á bensínstöð ÓB og hinu nýopnaða Norðurtorgi. Á myndinni sést glitta í húsnæði BM Vallár og Byggingafélagsins Hyrnu.Já.is Lengi reynt að koma sér fyrir á Akureyri Skyndibitakeðjan sóttist lengi eftir því að opna veitingastað við Drottningarbraut á Akureyri en mætti andstöðu skipulagsyfirvalda. Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar féllst ekki á að breyta deiliskipulagi á svonefndum Drottningarbrautarreit árið 2010 til að verða við óskum KFC. Fram kom í opnu bréfi sem Helgi sendi bæjarstjórn Akureyrar skömmu síðar að tíu ár væru liðin frá því að KFC sótti fyrst um byggingarleyfi fyrir veitingastað á Akureyri. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, segir í samtali við Vísi að deiliskipulag hafi gert ráð fyrir íbúðauppbyggingu og hóteli á umræddum reit. Lóðin stendur enn auð en henni var nýverið úthlutað undir íbúðir og þjónusturekstur eftir að fallið var frá fyrirhugaðri hóteluppbyggingu. „Á þeim tíma var gert ráð fyrir miklu meira byggingamagni á reitnum en Helgi var tilbúinn til að byggja og við vildum nýta þennan reit undir meira byggingamagn til að þétta byggðina enn frekar,“ segir Halla Björk. Helgi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri KFC, betur þekktur sem Helgi í Góu.Vísir Sýnt atvinnuskapandi rekstri lítinn áhuga Helgi er gagnrýninn á bæjaryfirvöld og segir þau hafa lítinn áhuga á því að veita lóðir undir atvinnusköpun. Hið sama gildi í mörgum öðrum sveitarfélögum. „Það er svo skrítið með bæjarfélög að þau eru eiginlega á móti mönnum sem eru að reyna að gera eitthvað, það er mín reynsla eftir 50 ár. Við þurfum að skríða eftir því að fá lóðir undir iðnað eða fyrirtæki svo koma Ameríkanar í Garðabæ með Costco verslun og bensín og þeir fengu lóð í hvelli.“ Helgi bætir við að hann hafi einnig átt erfitt með að fá lóð á Selfossi og þurft að hafa mikið fyrir því að fá lóðir undir veitingastaði í Reykjavík og sælgætisframleiðslu Góu í Hafnarfirði. Hættur að nenna að skríða eftir lóðum „Það er stórfurðulegt að þurfa að eyða mörgum árum í fá lóð til að fá fólk í vinnu. Maður spyr sjálfan sig hvað er að bæjarfélaginu. Þeir ættu að vera inn á gafli hjá mönnum sem nenna að byggja og skaffa bæjarfélaginu tekjur og nenna að standa í þessu en það er þveröfugt. Maður er eiginlega búinn að eyðileggja á sér hnén með því að skríða eftir þessu,“ segir Helgi. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri.Aðsend Halla Björk segir að reynt sé að taka vel á móti aðilum sem hafa áhuga á atvinnuuppbyggingu en þó sé ekki alltaf laust á þeim stöðum sem fólk hafi áhuga á. „Ég veit ekki betur en að sveitarfélög taki almennt vel á móti aðilum sem vilja byggja eitthvað en það er hins vegar ekki alltaf sem skipulagið er í takti við þær hugmyndir sem verktakar eða atvinnurekendur koma með og þá tekur þetta bara tíma. Lögbundið ferli er langt og það tekur tíma að breyta að skipulagi ef það er vilji til þess á annað borð.“ Ef samkomulag næst um uppbyggingu á Akureyri hyggst KFC byggja nýjan veitingastað frá grunni með bílalúgu og góðri aðstöðu fyrir löngunarfulla aðdáendur keðjunnar. „Ef maður gerir þetta þá verður það 100%, það þýðir ekkert annað,“ segir Helgi að lokum.
Akureyri Veitingastaðir Skipulag Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Sjá meira