Danskir kratar með rós í hatti Ólafur Ísleifsson skrifar 6. júní 2021 09:01 Danska þjóðþingið samþykkti í vikunni lög sem heimila að umsækjendur um alþjóðlega vernd verði sendir til ríkis utan Evrópu þar sem þeir bíða niðurstöðu umsókna sinna. Kosningaloforð danskra jafnaðarmanna frá 2019 um móttökustöð hælisleitenda utan Danmerkur færist nær því að verða að veruleika. Lög um að stöðva umsóknir á danskri grundu Frumvarpið sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra hefur beitt sér fyrir af alefli var samþykkt með 70 atkvæðum gegn 24. Samkvæmt lögunum þarf fólk að sækja um alþjóðlega vernd í eigin persónu á landamærum Danmerkur. Þaðan á að flytja það flugleiðis til þess ríkis sem Danmörk hefur samið við að hýsa flóttamenn. Þar bíður fólk á meðan mál þess er til meðferðar. Veiti dönsk stjórnvöld samþykki fyrir hæli (alþjóðlegri vernd) fær fólk ekki að fara aftur til Danmerkur, heldur fær það hæli í samningsríkinu. Ef svarið er nei, þarf fólk að yfirgefa landið. Þeir sem fá hæli fá nauðsynleg lyf, heilsusamlegar aðstæður með rennandi vatni og skólagöngu fyrir börnin. Dönsk yfirvöld hafa átt í viðræðum við ýmis ríki um að taka við fólki á flótta. Danskir fjölmiðlar greina frá því að þar á meðal séu Egyptaland, Erítrea og Eþíópía. Viðræður hafa staðið yfir við Rúanda og hafa ríkin tvö undirritað viljayfirlýsingu um samvinnu á þessu sviði. Yfirlýsingin er þó á engan hátt bindandi en er talin áfangaskref. Gerum gagn - Hjálpum fleirum Danskir jafnaðarmenn lýsa stefnu fyrri ára í hælisleitendamálum sem mistökum og segja evrópska hælisleitendakerfið hrunið. Þessi stefna skilaði þeim sigri í kosningum 2019 og þeir stýra nú ríkisstjórn Danmerkur undir forystu Mette Fredriksen. Nú er stefnan að taka á móti engum hælisleitendum í Danmörku. Nýju lögin eiga að sjá til þess. Hjálpa á fólki heima hjá sér eða sem næst heimaslóð. Nýta á hið örugga og lögmæta alþjóðlega flóttamannakerfi og þróunarsamvinnu til að leggja af mörkum til hins alþjóðlega flóttamannavanda. Með því nýtist fé sem best og gagnist sem flestum. Þessi stefna er að áliti danskra fjölmiðla krúnudjásnið fyrir stjórn danskra jafnaðarmanna, kratarósin í hatt þeirra. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og ýmis mannréttindasamtök hafa gagnrýnt þessa stefnu Dana harðlega. Þar á meðal er Amnesty International en danskir jafnaðarmenn svara fullum hálsi. Þeir segjast vilja hverfa frá stefnu sem reynst hafi mistök. Gera megi betur og nýta fé til að hjálpa fleirum. Miklu fleirum. Evrópsk þróun í málefnum hælisleitenda Danir eru ekki einir á báti. Norska ríkisstjórnin segist í stjórnarsáttmála vilja fylgja evrópskri viðleitni í þessa átt. Þjóðverjar og Frakkar leita hófanna um samstarf við ríki í Afríku í þessu skyni. Meira að segja Svíar sem gengið hafa lengst þjóða á Norðurlöndum hafa sveigt umtalsvert stefnu sína í málaflokknum. Danskir jafnaðarmenn segja glæpagengi græða stórfé á að selja fólki ferðir yfir Miðjarðarhafið. Slíkar ferðir séu lífshættulegar, Miðjarðarhafið sé orðið kirkjugarður, og konur og börn sæti í ferðum áreiti og misnotkun, jafnvel mansali. Mansal er alvarlegt mannréttindabrot sem beinist gegn frelsi og líkama viðkomandi í annars þágu. Ríkislögreglustjóri hér á landi segir aukinn straum hælisleitenda skapa aukna hættu á mansali en Alþingi hefur nú til meðferðar hert ákvæði um mansal í almennum hegningarlögum. Íslensk stjórnvöld utangátta Ríkisstjórnin hér á landi fylgir stefnu sem Norðurlandaþjóðir hafa langa reynslu af og lýsa sem mistökum. Skýrt dæmi er frumvarp félagsmálaráðherra um að hælisleitendum bjóðist að búa við sömu kjör og fólki sem boðið er hingað til lands, svokölluðum kvótaflóttamönnum. Slík stefna felur í sér skýr skilaboð til umheimsins sem glæpagengin suður frá munu óefað hagnýta sér. Sömu glæpagengin og danska ríkisstjórnin vill svipta viðskiptatækifærum með réttlátara hælisleitendakerfi fyrir augum. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Danmörk Hælisleitendur Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Danska þjóðþingið samþykkti í vikunni lög sem heimila að umsækjendur um alþjóðlega vernd verði sendir til ríkis utan Evrópu þar sem þeir bíða niðurstöðu umsókna sinna. Kosningaloforð danskra jafnaðarmanna frá 2019 um móttökustöð hælisleitenda utan Danmerkur færist nær því að verða að veruleika. Lög um að stöðva umsóknir á danskri grundu Frumvarpið sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra hefur beitt sér fyrir af alefli var samþykkt með 70 atkvæðum gegn 24. Samkvæmt lögunum þarf fólk að sækja um alþjóðlega vernd í eigin persónu á landamærum Danmerkur. Þaðan á að flytja það flugleiðis til þess ríkis sem Danmörk hefur samið við að hýsa flóttamenn. Þar bíður fólk á meðan mál þess er til meðferðar. Veiti dönsk stjórnvöld samþykki fyrir hæli (alþjóðlegri vernd) fær fólk ekki að fara aftur til Danmerkur, heldur fær það hæli í samningsríkinu. Ef svarið er nei, þarf fólk að yfirgefa landið. Þeir sem fá hæli fá nauðsynleg lyf, heilsusamlegar aðstæður með rennandi vatni og skólagöngu fyrir börnin. Dönsk yfirvöld hafa átt í viðræðum við ýmis ríki um að taka við fólki á flótta. Danskir fjölmiðlar greina frá því að þar á meðal séu Egyptaland, Erítrea og Eþíópía. Viðræður hafa staðið yfir við Rúanda og hafa ríkin tvö undirritað viljayfirlýsingu um samvinnu á þessu sviði. Yfirlýsingin er þó á engan hátt bindandi en er talin áfangaskref. Gerum gagn - Hjálpum fleirum Danskir jafnaðarmenn lýsa stefnu fyrri ára í hælisleitendamálum sem mistökum og segja evrópska hælisleitendakerfið hrunið. Þessi stefna skilaði þeim sigri í kosningum 2019 og þeir stýra nú ríkisstjórn Danmerkur undir forystu Mette Fredriksen. Nú er stefnan að taka á móti engum hælisleitendum í Danmörku. Nýju lögin eiga að sjá til þess. Hjálpa á fólki heima hjá sér eða sem næst heimaslóð. Nýta á hið örugga og lögmæta alþjóðlega flóttamannakerfi og þróunarsamvinnu til að leggja af mörkum til hins alþjóðlega flóttamannavanda. Með því nýtist fé sem best og gagnist sem flestum. Þessi stefna er að áliti danskra fjölmiðla krúnudjásnið fyrir stjórn danskra jafnaðarmanna, kratarósin í hatt þeirra. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og ýmis mannréttindasamtök hafa gagnrýnt þessa stefnu Dana harðlega. Þar á meðal er Amnesty International en danskir jafnaðarmenn svara fullum hálsi. Þeir segjast vilja hverfa frá stefnu sem reynst hafi mistök. Gera megi betur og nýta fé til að hjálpa fleirum. Miklu fleirum. Evrópsk þróun í málefnum hælisleitenda Danir eru ekki einir á báti. Norska ríkisstjórnin segist í stjórnarsáttmála vilja fylgja evrópskri viðleitni í þessa átt. Þjóðverjar og Frakkar leita hófanna um samstarf við ríki í Afríku í þessu skyni. Meira að segja Svíar sem gengið hafa lengst þjóða á Norðurlöndum hafa sveigt umtalsvert stefnu sína í málaflokknum. Danskir jafnaðarmenn segja glæpagengi græða stórfé á að selja fólki ferðir yfir Miðjarðarhafið. Slíkar ferðir séu lífshættulegar, Miðjarðarhafið sé orðið kirkjugarður, og konur og börn sæti í ferðum áreiti og misnotkun, jafnvel mansali. Mansal er alvarlegt mannréttindabrot sem beinist gegn frelsi og líkama viðkomandi í annars þágu. Ríkislögreglustjóri hér á landi segir aukinn straum hælisleitenda skapa aukna hættu á mansali en Alþingi hefur nú til meðferðar hert ákvæði um mansal í almennum hegningarlögum. Íslensk stjórnvöld utangátta Ríkisstjórnin hér á landi fylgir stefnu sem Norðurlandaþjóðir hafa langa reynslu af og lýsa sem mistökum. Skýrt dæmi er frumvarp félagsmálaráðherra um að hælisleitendum bjóðist að búa við sömu kjör og fólki sem boðið er hingað til lands, svokölluðum kvótaflóttamönnum. Slík stefna felur í sér skýr skilaboð til umheimsins sem glæpagengin suður frá munu óefað hagnýta sér. Sömu glæpagengin og danska ríkisstjórnin vill svipta viðskiptatækifærum með réttlátara hælisleitendakerfi fyrir augum. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun