Enski boltinn

Þrír af fjórum bestu leik­mönnum efstu deilda Eng­lands koma frá Man City

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
De Bruyne var valinn bestur annað árið í röð.
De Bruyne var valinn bestur annað árið í röð. PFA

Kevin De Bruyne var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af leikmönnum deildarinnar og þá var samherji hans Phil Foden valinn besti ungi leikmaðurinn. Fran Kirby, leikmaður Chelsea, var valin best og Lauren Hemp besti ungi leikmaðurinn.

Kevin De Bruyne var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af leikmönnum deildarinnar og þá var samherji hans Phil Foden valinn besti ungi leikmaðurinn.

Í dag var tilkynnt að De Bruyne hefði verið valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af kollegum sínum. Er þetta annað árið í röð sem Belginn hlýtur þau verðlaun. Er hann aðeins einn þriggja leikmanna sem nær þeim áfanga. Hinir tveir eru Thierry Henry og Cristiano Ronaldo.

De Bruyne var mikið frá vegna meiðsla á tímabilinu og spilaði aðeins 25 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Í þeim skoraði hann sex mörk og lagði upp tólf. Þó miðjumaðurinn öflugi hafi meiðst illa í úrslitum Meistaradeildar Evrópu má reikna með að hann spili stóra rullu í liði Belga á EM í sumar.

Hinn 21 árs gamli Foden var svo valinn besti ungi leikmaðurinn. Hann spilaði 29 leiki í deildinni, skoraði níu mörk og lagði upp fimm til viðbótar.

Í kvennaflokki var Englandsmeistarinn Fran Kirby, leikmaður Chelsea, valin best. Lundúnaliðið vann deildina, deildarbikarinn og komst alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar. Þá er liðið í úrslitum FA-bikarsins en hann verður ekki kláraður fyrr en á næstu leiktíð.

Þá var Lauren Hemp, leikmaður Manchester City, valin besti ungi leikmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×