Skrifaði undir samning sem gildir næsta áratuginn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júní 2021 18:31 Jon Moncayola með boltann í leik gegn Athletic Bilbao á leiktíðinni. EPA-EFE/Miguel Tona Það eru fáir – ef einhverjir – knattspyrnumenn þarna úti sem hafa skrifað undir tíu ára samning á lífsleiðinni. Jon Moncayola, leikmaður Osasuna í La Liga, spænski úrvalsdeildinni, varð hins vegar í dag einn af þeim. Þó allur gangur sé á hversu langa samninga knattspyrnumenn skrifa undir þá eru þeir sjaldnast meira en fimm ár. Mögulega með möguleikanum á árs framlengingu að því loknu ef allir eru hressir. Sául Ñíguez, miðjumaður Atlético Madrid, skrifaði vissulega undir níu ára samning við Atlético Madrid sumarið 2017. Nú þegar samningurinn er rétt hálfnaður virðist sem Spánarmeistararnir séu að reyna losa sig við Sául sem spilar líkt og Moncayola sem miðjumaður. Hvort Sául sé fyrirmynd hins 23 ára gamla Moncayola er óvíst en sá síðarnefndi hefur allavega fetað í sömu fótspor í raun gert gott betur. Osasuan tilkynnti í dag að Moncayola hefði skrifað undir tíu ára samning við félagið. OFFICIAL STATEMENT | #Osasuna renews Moncayola for the next ten seasons.#Moncayola2031 https://t.co/qKoonR3DQQ pic.twitter.com/avWXHLpvFB— C. A. OSASUNA (@caosasuna_en) June 8, 2021 Leikmaðurinn er öllum hnútum kunngur hjá Osasuna enda uppalinn þar. Tímabilið 2016-2017 lék hann með CD Iruña en fyrir það lék hann með yngri liðum og akademíu Osasuna. Frá 2017-2019 lék hann með B-liði félagsins og síðan þá hefur hann leikið fyrir aðalliðið. Fari svo að Mancayola - sem á að baki sjö landsleiki fyrir U-21 lið Spánar - heilli forráðamenn annarra liða þá þurfa þau að greiða Osasuna 22 milljónir evra samkvæmt klásúlu í samningi hans. Að tveimur árum loknum lækkar klásúlan niður í 20 milljónir evra. Osasuna endaði í 11. sæti La Liga á síðustu leiktíð, tíu stigum fyrir ofan fallsæti. Nú ætlar félagið sér eflaust að horfa upp töfluna og ögra liðum á borð við Athletic Bilbao, Celta Vigo og Granada. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Sjá meira
Þó allur gangur sé á hversu langa samninga knattspyrnumenn skrifa undir þá eru þeir sjaldnast meira en fimm ár. Mögulega með möguleikanum á árs framlengingu að því loknu ef allir eru hressir. Sául Ñíguez, miðjumaður Atlético Madrid, skrifaði vissulega undir níu ára samning við Atlético Madrid sumarið 2017. Nú þegar samningurinn er rétt hálfnaður virðist sem Spánarmeistararnir séu að reyna losa sig við Sául sem spilar líkt og Moncayola sem miðjumaður. Hvort Sául sé fyrirmynd hins 23 ára gamla Moncayola er óvíst en sá síðarnefndi hefur allavega fetað í sömu fótspor í raun gert gott betur. Osasuan tilkynnti í dag að Moncayola hefði skrifað undir tíu ára samning við félagið. OFFICIAL STATEMENT | #Osasuna renews Moncayola for the next ten seasons.#Moncayola2031 https://t.co/qKoonR3DQQ pic.twitter.com/avWXHLpvFB— C. A. OSASUNA (@caosasuna_en) June 8, 2021 Leikmaðurinn er öllum hnútum kunngur hjá Osasuna enda uppalinn þar. Tímabilið 2016-2017 lék hann með CD Iruña en fyrir það lék hann með yngri liðum og akademíu Osasuna. Frá 2017-2019 lék hann með B-liði félagsins og síðan þá hefur hann leikið fyrir aðalliðið. Fari svo að Mancayola - sem á að baki sjö landsleiki fyrir U-21 lið Spánar - heilli forráðamenn annarra liða þá þurfa þau að greiða Osasuna 22 milljónir evra samkvæmt klásúlu í samningi hans. Að tveimur árum loknum lækkar klásúlan niður í 20 milljónir evra. Osasuna endaði í 11. sæti La Liga á síðustu leiktíð, tíu stigum fyrir ofan fallsæti. Nú ætlar félagið sér eflaust að horfa upp töfluna og ögra liðum á borð við Athletic Bilbao, Celta Vigo og Granada. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Sjá meira