Hættir sem bæjarfulltrúi og krefst bóta vegna eineltis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. júní 2021 16:53 Sif Huld Albertsdóttir, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, hefur sagt af sér störfum vegna eineltis embættismanns bæjarins gegn henni. Vísir Sif Huld Albertsdóttir, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, hefur sagt af sér störfum vegna eineltis embættismanns bæjarins gegn henni. Hún hefur þá gert bótakröfu á hendur bæjarins vegna málsins. Sif hefur setið í bæjarstjórn síðastliðin þrjú ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Undanfarið hálft ár hefur rannsókn staðið yfir á einelti af hálfu embættismanns bæjarins gegn henni. Ráðgjafafyrirtækið Attentus var fengið til að taka við málinu og greina vandann. Í lok mars kynnti Attentus niðurstöður ítarlegrar greiningar sem var unnin með viðtölum við vitni og aðra tengda málinu. „Niðurstaðan var að um einelti var að ræða og ljóst að ég hafði ítrekað vakið athygli á þessum samskiptum,“ segir Sif í tilkynningu. „Í skýrslunni var einnig niðurstaða að sveitarfélagið hafi brugðist með því að aðhafast ekki í málinu fyrr, þar sem ég hafði oft sagt frá erfiðum og djúpstæðum samskiptavanda. Ef sveitarfélagið hefði brugðist við strax hefði það getað orðið til þess að eineltið hefði ekki orðið eins alvarlegt og langvarandi.“ „Ég gaf strax út að ég væri tilbúin í sáttameðferð en fékk þau skilaboð að hinn aðilinn væri ekki tilbúin til sátta. En eftir um sjö vikna töf vegna andsvara og seinagangs leggur Ísafjarðarbær til sáttarmeðferð,“ segir Sif í tilkynningunni. Ísafjarðarbær hefur ekki beðist formlega afsökunar á því hvernig málið hefur þróast og ekki á eineltinu sjálfu að sögn Sifjar. Hún segir að sér finnist stjórnsýslan hafa brugðist í málinu og hún treysti sér því ekki til að starfa áfram sem bæjarfulltrúi. „Vegna þessa seinagangs og aðgerðaleysis hef ég ákveðið að gera bótakröfu á hendur Ísafjarðarbæjar, þar sem niðurstaðan var ótvírætt, langvarandi einelti. Ég hef falið Sævari Þór Jónssyni lögmanni að gæta réttar míns í málinu,“ segir Sif. Ísafjarðarbær Vinnustaðamenning Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Sif hefur setið í bæjarstjórn síðastliðin þrjú ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Undanfarið hálft ár hefur rannsókn staðið yfir á einelti af hálfu embættismanns bæjarins gegn henni. Ráðgjafafyrirtækið Attentus var fengið til að taka við málinu og greina vandann. Í lok mars kynnti Attentus niðurstöður ítarlegrar greiningar sem var unnin með viðtölum við vitni og aðra tengda málinu. „Niðurstaðan var að um einelti var að ræða og ljóst að ég hafði ítrekað vakið athygli á þessum samskiptum,“ segir Sif í tilkynningu. „Í skýrslunni var einnig niðurstaða að sveitarfélagið hafi brugðist með því að aðhafast ekki í málinu fyrr, þar sem ég hafði oft sagt frá erfiðum og djúpstæðum samskiptavanda. Ef sveitarfélagið hefði brugðist við strax hefði það getað orðið til þess að eineltið hefði ekki orðið eins alvarlegt og langvarandi.“ „Ég gaf strax út að ég væri tilbúin í sáttameðferð en fékk þau skilaboð að hinn aðilinn væri ekki tilbúin til sátta. En eftir um sjö vikna töf vegna andsvara og seinagangs leggur Ísafjarðarbær til sáttarmeðferð,“ segir Sif í tilkynningunni. Ísafjarðarbær hefur ekki beðist formlega afsökunar á því hvernig málið hefur þróast og ekki á eineltinu sjálfu að sögn Sifjar. Hún segir að sér finnist stjórnsýslan hafa brugðist í málinu og hún treysti sér því ekki til að starfa áfram sem bæjarfulltrúi. „Vegna þessa seinagangs og aðgerðaleysis hef ég ákveðið að gera bótakröfu á hendur Ísafjarðarbæjar, þar sem niðurstaðan var ótvírætt, langvarandi einelti. Ég hef falið Sævari Þór Jónssyni lögmanni að gæta réttar míns í málinu,“ segir Sif.
Ísafjarðarbær Vinnustaðamenning Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira