Innlent

Enginn greindist innan­lands í gær

Atli Ísleifsson skrifar
138.517 eru nú fullbólusettir hér á landi og er bólusetning hafin hjá 85.674 til viðbótar.
138.517 eru nú fullbólusettir hér á landi og er bólusetning hafin hjá 85.674 til viðbótar. Vísir/Vilhelm

Enginn greindist með kórónuveiruna innan­lands í gær.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á síðunni Covid.is.

Í einangrun eru nú 30, en þeir voru 33 í gær. Í sóttkví eru 57, en voru 63 í gær. 1571 eru í skimunarsóttkví.

Fjórir greindust á landamærum í gær, þar sem tveir mældust með mótefni, en niðurstöðu mótefnamælingar er beðið í tilfelli tveggja.

Nýgengi á smiti innanlands, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er 6,3, en var 7,6 í gær. Nýgengi á smiti á landamærum er nú 2,5, en var 2,5 í gær.

138.517 eru nú fullbólusettir hér á landi, 43,6 prósent íbúa sextán ára og eldri, og er bólusetning hafin hjá 85.674 til viðbótar, eða 29,2 prósent íbúa sextán ára og eldri. Þá hafa 2,2 prósent fengið Covid-19 og/eða eru með mótefni til staðar.

6.622 hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins í febrúar á síðasta ári. Af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru þrjátíu látin.

Alls voru tekin 440 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær. Þá voru 2.091 sýni tekin á landamærunum eða í seinni landamæraskimun og 945 í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun.

Fréttin hefur verið uppfærð. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×