Telur ekki sitt hlutverk að fella dóm yfir stjórnendum Landspítala Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. júní 2021 20:55 Alma Möller landlæknir telur að aðgerðarstjórnun hafi verið ábótavant og að skortur hafi verið á sýnatökum á Landakoti. Vísir/Vilhelm Landlæknir segir það ekki vera sitt hlutverk að fella dóm yfir stjórnendum Landspítalans vegna hópsýkingar á Landakoti. Hlutverk embættisins sé einungis að finna hvað hefði mátt fara betur. Í dag voru birtar niðurstöður skýrslu landlæknis um hópsýkinguna á Landakoti þar sem fimmtíu og sjö starfsmenn og fjörutíu og tveir sjúklingar smituðust. Alma Möller, landlæknir segist reyna að draga lærdóm af svo hræðilegum atburði. „Það er hlutverk landlæknis að rannsaka alvarleg atvik til að finna á þeim skýringar svo allt sé hægt að gera til að hindra að þau endurtaki sig,“ segir Alma Að sögn Ölmu er heilmikil umbótavinna farin af stað á Landakoti. Úrbæturnar snúa að skimunum, gerð viðbragðsáætlunar, sýkingavörnum, fræðslu starfsfólks og innra eftirliti. Hólfaskipting og smitvarnir ekki eins góð og talið var Hún segir ástæðu þess hve langan tíma tók að greina þá sem voru smitaðir af veirunni, vera sú að aðgerðarstjórnun hafi verið ábótavant og að skortur hafi verið á sýnatökum. Í skýrslunni kemur fram að margt hefði mátt fara betur hvað varðar undirbúning og viðbrögð. Ófullkomin hólfaskipting vegur þungt í þessu, að mati landlæknis. Sameiginlegir snertifletir voru margir og smit gat borist á milli deilda með sjúklingum og starfsfólki. „Ég hugsa að menn hafi haldið að hólfaskiptingin væri betri en raun var á. Eins og fram hefur komið í skýrslu Landspítala, þá er húsnæðið svo sannarlega ekki að vinna með okkur í heimsfaraldri. Þannig ég held að menn hafi almennt haldið að bæði hólfaskipting og smitvarnir væru betri en raunin varð á,“ segir Alma Möller landlæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Landspítalinn Tengdar fréttir Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. 15. júní 2021 15:21 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Í dag voru birtar niðurstöður skýrslu landlæknis um hópsýkinguna á Landakoti þar sem fimmtíu og sjö starfsmenn og fjörutíu og tveir sjúklingar smituðust. Alma Möller, landlæknir segist reyna að draga lærdóm af svo hræðilegum atburði. „Það er hlutverk landlæknis að rannsaka alvarleg atvik til að finna á þeim skýringar svo allt sé hægt að gera til að hindra að þau endurtaki sig,“ segir Alma Að sögn Ölmu er heilmikil umbótavinna farin af stað á Landakoti. Úrbæturnar snúa að skimunum, gerð viðbragðsáætlunar, sýkingavörnum, fræðslu starfsfólks og innra eftirliti. Hólfaskipting og smitvarnir ekki eins góð og talið var Hún segir ástæðu þess hve langan tíma tók að greina þá sem voru smitaðir af veirunni, vera sú að aðgerðarstjórnun hafi verið ábótavant og að skortur hafi verið á sýnatökum. Í skýrslunni kemur fram að margt hefði mátt fara betur hvað varðar undirbúning og viðbrögð. Ófullkomin hólfaskipting vegur þungt í þessu, að mati landlæknis. Sameiginlegir snertifletir voru margir og smit gat borist á milli deilda með sjúklingum og starfsfólki. „Ég hugsa að menn hafi haldið að hólfaskiptingin væri betri en raun var á. Eins og fram hefur komið í skýrslu Landspítala, þá er húsnæðið svo sannarlega ekki að vinna með okkur í heimsfaraldri. Þannig ég held að menn hafi almennt haldið að bæði hólfaskipting og smitvarnir væru betri en raunin varð á,“ segir Alma Möller landlæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Landspítalinn Tengdar fréttir Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. 15. júní 2021 15:21 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. 15. júní 2021 15:21
Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01