Upphæðin kemur til viðbótar þeim fjórum milljörðum dala sem hún gaf á síðasta ári.
Scott segir frá því í bloggfærslu að hún vilji gefa fjármunina til þeirra sem hafi „sögulega séð verið vanefnum búnir og yfirsést“. Sagði hún að féð yrði látið renna til 286 samtaka sem vinna gegn kynþáttamismunun og stuðla að listum og menntun.
Þegar þau Bezos og Scott, sem einnig er rithöfundur, skildu fékk Scott fjögurra prósenta hlut í Amazon, en hún aðstoðaði Bezos við stofnun fyrirtækisins árið 1994.
Þrátt fyrir að hafa látið allt þetta fé renna til góðgerðarstarfs er Scott enn 22. á lista yfir ríkasta fólk heims, samkvæmt Forbes.