Þetta gerðu þeir einnig síðasta þriðjudag. Loftárásirnar eru svar Ísraelsmanna við svokölluðum íkveikjusprengjum sem Hamasliðar hafa sent frá Gasasvæðinu yfir til Ísraels.
Íkveikjublöðrurnar eru þá svar Hamasliða við því þegar öfgahægrisinnaður hópur þjóðernissinnaðra Gyðinga marséraði um arabísk hverfi Jerúsalem fyrr í vikunni hrópandi slagorð eins og „Deyi Arabar“ með leyfi stjórnvalda.
Enginn látist í loftárásunum svo vitað sé, samkvæmt erlendum miðlum.
Sjá einnig: Ísraelsmenn varpa aftur sprengjum á Gasa.
Ísraelsher segir að herþotur hafi sprengt upp herstöðvar Hamasliða og eldflaugapalla þeirra. Herinn segist nú vera að búa sig undir framhald næstu daga og nefnir þar að hann sé tilbúinn að hefja aftur átök að fullu.
Átökin í síðasta mánuði stóðu yfir í ellefu daga og létust þá að minnsta kosti 256 Palestínumenn og 13 Ísraelsmenn.