Loftárásirnar voru gerðar til að bregðast við drónaárásum sem gerðar hafa verið á bandaríska hermenn síðustu mánuði í Írak.
Írönsk stjórnvöld hafa alfarið hafnað aðkomu að málinu.
Þetta er í annað sinn sem Joe Biden forseti heimilar slíkar árásir á svæðinu frá því hann tók við embætti í janúar.
Um 2500 hermenn eru enn í Írak þar sem þeir berjast í alþjóðlegu herliði gegn samtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki.