Innlent

Fá lögbann á lendingar þyrla Norðurflugs

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá eldgosinu í Fagradalsfjalli í ljósaskiptum.
Frá eldgosinu í Fagradalsfjalli í ljósaskiptum. Vísir/Vilhelm

Þyrlufyrirtækið Norðurflug má ekki lengur lenda með ferðamenn við gossvæðið í Geldingadölum. Þetta ákvað sýslumaðurinn á Suðurnesjum í gær og setti lögbann við lendingum frá fyrirtækinu.

Greint er frá málinu í Fréttablaðinu þar sem segir að landeigendur hafi nú viku til að fara með málið fyrir dóm til staðfestingar. 

Norðurflug hefur boðið upp á flug að gosstöðvunum frá því í mars en nú hafa landeigendur náð samningum við annað þyrlufyrirtæki um lendingar á svæðinu og svo virðist sem ekki hafi náðst samningar við Norðurflug. 

Forsvarsmaður fyrirtækisins vildi ekki tjá sig um málið við blaðið að svo stöddu. 

Lögmaður landeigenda segir hinsvegar skýrt að leyfi til að lenda loftförum á einkalandi sé ekki hluti af almannarétti og því þurfi að semja um slíkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×