Tekst Schick, Sterling, Seferovic eða Lukaku að skáka Ronaldo í baráttunni um gullskóinn? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2021 14:00 Þessir fjórir halda í vonina um að landa gullskó Evrópumótsins í knattspyrnu 2020. EPA/Samsett Cristiano Ronaldo er enn á toppnum yfir flest mörk skoruð á Evrópumótinu í knattspyrnu en þar sem hann hefur lokið leik verður áhugavert að sjá hvort einhver geti skákað Portúgalanum geðþekka. Ronaldo skoraði alls fimm mörk í keppninni ásamt því að leggja upp eitt. Af þeim þremur sem hafa skorað fjögur mörk er Patrik Schick sá eini sem hefur ekki lokið leik. Tékkinn hefur nú þegar skorað mark mótsins með skoti sínu nánast frá miðju gegn Skotlandi. Ljóst er að Schick þarf að nýta tækifærið vel gegn Danmörku í 8-liða úrslitum þar sem frændur vorir hafa fundið taktinn og eru til alls líklegir um þessar mundir. Næstir í röðinni eru Haris Seferović – sem skoraði tvívegis í ótrúlegum leik Sviss og Frakklands í 16-liða úrslitum – ásamt þeim Romelu Lukaku og Raheem Sterling. Lukaku hefur verið heldur rólegur í tíðinni þó hann hafi skorað þrjú mörk fyrir Belgíu til þessa. Tvö þeirra komu í 3-0 sigrinum á Rússlandi og það þriðja í þægilegum 2-0 sigri á Belgíu. Lukaku hefur samt sem áður verið frábær í liði Belgíu og séð til þess að sóknarleikur þeirra gengur eins og smurð vél. Sterling hefur verið í töluvert öðru hlutverki í liði Gareth Southgate en hann er helsta markaógn Englands. Liðið hefur aðeins skorað fjögur mörk til þessa á mótinu og Sterling er með þrjú af þeim. Sterling sér leikinn gegn Úkraínu í 8-liða úrslitum eflaust sem þann leik þar sem hann getur skotið keppinautum sínum ref fyrir rass í baráttunni um gullskó Evrópumótsins. Cristiano Ronaldo still leads Who will claim the #EUROTopScorer | @Alipay— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 30, 2021 Það verður verulega forvitnilegt að sjá hvað gerist í 8-liða úrslitum en Seferović þarf að eiga svipaðan leik og hann átti gegn Frakklandi þar sem Sviss mætir Spáni. Lukaku þarf einnig að reima á sig markaskóna er Belgía mætir ógnarsterku liði Ítalíu. Fara leikirnir fjórir í 8-liða úrslitum fram 2. og 3. júlí. Að sjálfsögðu allt í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum Sjá meira
Ronaldo skoraði alls fimm mörk í keppninni ásamt því að leggja upp eitt. Af þeim þremur sem hafa skorað fjögur mörk er Patrik Schick sá eini sem hefur ekki lokið leik. Tékkinn hefur nú þegar skorað mark mótsins með skoti sínu nánast frá miðju gegn Skotlandi. Ljóst er að Schick þarf að nýta tækifærið vel gegn Danmörku í 8-liða úrslitum þar sem frændur vorir hafa fundið taktinn og eru til alls líklegir um þessar mundir. Næstir í röðinni eru Haris Seferović – sem skoraði tvívegis í ótrúlegum leik Sviss og Frakklands í 16-liða úrslitum – ásamt þeim Romelu Lukaku og Raheem Sterling. Lukaku hefur verið heldur rólegur í tíðinni þó hann hafi skorað þrjú mörk fyrir Belgíu til þessa. Tvö þeirra komu í 3-0 sigrinum á Rússlandi og það þriðja í þægilegum 2-0 sigri á Belgíu. Lukaku hefur samt sem áður verið frábær í liði Belgíu og séð til þess að sóknarleikur þeirra gengur eins og smurð vél. Sterling hefur verið í töluvert öðru hlutverki í liði Gareth Southgate en hann er helsta markaógn Englands. Liðið hefur aðeins skorað fjögur mörk til þessa á mótinu og Sterling er með þrjú af þeim. Sterling sér leikinn gegn Úkraínu í 8-liða úrslitum eflaust sem þann leik þar sem hann getur skotið keppinautum sínum ref fyrir rass í baráttunni um gullskó Evrópumótsins. Cristiano Ronaldo still leads Who will claim the #EUROTopScorer | @Alipay— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 30, 2021 Það verður verulega forvitnilegt að sjá hvað gerist í 8-liða úrslitum en Seferović þarf að eiga svipaðan leik og hann átti gegn Frakklandi þar sem Sviss mætir Spáni. Lukaku þarf einnig að reima á sig markaskóna er Belgía mætir ógnarsterku liði Ítalíu. Fara leikirnir fjórir í 8-liða úrslitum fram 2. og 3. júlí. Að sjálfsögðu allt í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum Sjá meira