Segir Íslendinga tuða mest yfir röðum á flugvellinum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júní 2021 21:01 Ferðamennirnir sem fréttastofa ræddi við voru alls ekkert hræddir við að ferðast á tímum heimsfaraldurs. vísir Lögregla á Keflavíkurflugvelli finnur vel fyrir auknum straumi ferðamanna til landsins. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir Íslendinga tuða mest allra þjóða yfir biðröðum á flugvellinum en fæstir þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við komu hingað til lands til að sjá eldgosið í Geldingadölum. Á tveimur vikum hefur ferðamönnum sem koma til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll fjölgað frá um tvö þúsund á dag og upp í fimm þúsund. Miklar raðir myndast á álagstímum vegna sýnatöku á vellinum og þurfa sumir að bíða í allt að þrjá tíma til þess að komast út af flugstöðinni. Íslendingar tuða mest „Ferðamenn hlakka til að koma þó þeir þurfi að bíða smá stund í biðröð. Það er misjafnt frá hvaða þjóðum þeir koma, hvað þeim finnst gaman í biðröðunum. Þeir sem helst kvarta eru Íslendingarnir en að öðru leyti eru allir glaðir sem koma hingað,“ sagði Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum. Er fólk ekkert þreytt á röðum? „Jú fólk getur nú orðið þreytt í röðunum en það er reynt að aðstoða fólk með því að gefa því súkkulaði, vatn og fleira og reynt að halda smá stemningu þarna inni þangað til að þau koma fram,“ sagði Arngrímur. Þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki hugmynd um góða stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi né að hér væru engar samkomutakmarkanir innanlands. „Ísland hefur verið eitt af fáum grænum löndum á Evrópukortinu svo það er gott en við komum ekki sérstaklega af því að það er laust við Covid19,“ sagði Jill, ferðamaður frá Beglíu. Flestir voru að fara í sína fyrstu utanlandsferð síðan faraldurinn hófst og var enginn af þeim sem fréttastofa ræddi við hræddur við að ferðast þrátt fyrir heimsfaraldur. Bólusett og glöð „Nei, reyndar ekki því við erum bólusett svo við erum mjög ánægð,“ sagði Lauren, ferðamaður frá Hollandi. „Það er líka nóg pláss á Íslandi,“ bætir Chris vinur hennar við. Þeir sem koma til landsins eru nú skimaðir í komusalnum. Á morgun breytast sóttvarnarreglur á landamærunum.Sigurjón ólason Hvað ætlið þið að gera á Íslandi? „Við ætlum að keyra um landið,“ sagði Lauren. Eldgosið ekkert sérstakt aðdráttarafl „Við ætlum að hjóla frá nyrstu höfuðborg heimsins til þeirrar syðstu, Wellington á Nýja-Sjálandi. Þess vegna verðum við að byrja á Íslandi,“ sagði Christopher, ferðamaður frá Belgíu. Þá var eldgosið ekkert sérstakt aðdráttarafl. „Það var ekki á listanum en kannski bætum við því við,“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Farþegar þurfa að bíða í allt að þrjá tíma til að komast út af flugstöðinni“ Ferðamönnum sem koma til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um frá um þúsund til tvö þúsund ferðamönnum á dag upp í fimm þúsund síðastliðnar tvær vikur. Í dag hafa lent 21 flugvél á Keflavíkurflugvelli og von er á fimm til viðbótar í kvöld. 28. júní 2021 19:22 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Á tveimur vikum hefur ferðamönnum sem koma til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll fjölgað frá um tvö þúsund á dag og upp í fimm þúsund. Miklar raðir myndast á álagstímum vegna sýnatöku á vellinum og þurfa sumir að bíða í allt að þrjá tíma til þess að komast út af flugstöðinni. Íslendingar tuða mest „Ferðamenn hlakka til að koma þó þeir þurfi að bíða smá stund í biðröð. Það er misjafnt frá hvaða þjóðum þeir koma, hvað þeim finnst gaman í biðröðunum. Þeir sem helst kvarta eru Íslendingarnir en að öðru leyti eru allir glaðir sem koma hingað,“ sagði Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum. Er fólk ekkert þreytt á röðum? „Jú fólk getur nú orðið þreytt í röðunum en það er reynt að aðstoða fólk með því að gefa því súkkulaði, vatn og fleira og reynt að halda smá stemningu þarna inni þangað til að þau koma fram,“ sagði Arngrímur. Þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki hugmynd um góða stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi né að hér væru engar samkomutakmarkanir innanlands. „Ísland hefur verið eitt af fáum grænum löndum á Evrópukortinu svo það er gott en við komum ekki sérstaklega af því að það er laust við Covid19,“ sagði Jill, ferðamaður frá Beglíu. Flestir voru að fara í sína fyrstu utanlandsferð síðan faraldurinn hófst og var enginn af þeim sem fréttastofa ræddi við hræddur við að ferðast þrátt fyrir heimsfaraldur. Bólusett og glöð „Nei, reyndar ekki því við erum bólusett svo við erum mjög ánægð,“ sagði Lauren, ferðamaður frá Hollandi. „Það er líka nóg pláss á Íslandi,“ bætir Chris vinur hennar við. Þeir sem koma til landsins eru nú skimaðir í komusalnum. Á morgun breytast sóttvarnarreglur á landamærunum.Sigurjón ólason Hvað ætlið þið að gera á Íslandi? „Við ætlum að keyra um landið,“ sagði Lauren. Eldgosið ekkert sérstakt aðdráttarafl „Við ætlum að hjóla frá nyrstu höfuðborg heimsins til þeirrar syðstu, Wellington á Nýja-Sjálandi. Þess vegna verðum við að byrja á Íslandi,“ sagði Christopher, ferðamaður frá Belgíu. Þá var eldgosið ekkert sérstakt aðdráttarafl. „Það var ekki á listanum en kannski bætum við því við,“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Farþegar þurfa að bíða í allt að þrjá tíma til að komast út af flugstöðinni“ Ferðamönnum sem koma til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um frá um þúsund til tvö þúsund ferðamönnum á dag upp í fimm þúsund síðastliðnar tvær vikur. Í dag hafa lent 21 flugvél á Keflavíkurflugvelli og von er á fimm til viðbótar í kvöld. 28. júní 2021 19:22 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
„Farþegar þurfa að bíða í allt að þrjá tíma til að komast út af flugstöðinni“ Ferðamönnum sem koma til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um frá um þúsund til tvö þúsund ferðamönnum á dag upp í fimm þúsund síðastliðnar tvær vikur. Í dag hafa lent 21 flugvél á Keflavíkurflugvelli og von er á fimm til viðbótar í kvöld. 28. júní 2021 19:22