Sigríður Lára hefur komið við sögu í öllum leikjum Vals á leiktíðinni en hefur samt sem áður samið við FH að nýju.
Sigríður Lára hefur leikið alls 10 leiki í deild og bikar með Val í sumar og skorað tvö mörk. Hún yfirgefur nú Val sem situr í toppsæti Pepsi Max deildarinnar til að semja við FH sem situr í 3. sæti Lengjudeildar kvenna.
Á ferli sínum hefur hin 27 ára gamla Sigríður Lára leikið alls 210 deildar- og bikarleiki með ÍBV, FH og Val. Hefur hún skorað 34 mörk í þeim leikjum.
Einnig á þessi sterki leikmaður að baki 20 A-landsleiki sem og 30 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Ljóst er að þetta er mikill liðsstyrkur fyrir FH en ekki kemur fram hversu lengur samningurinn er.