Erlent

Takmarka verulega komur til landsins vegna stöðu faraldursins

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Forsætisráðherrann Scott Morrison og ríkisstjórn hans gera nú allt til að ná utan um smit í landinu.
Forsætisráðherrann Scott Morrison og ríkisstjórn hans gera nú allt til að ná utan um smit í landinu. epa/Lukas Coch

Yfirvöld í Ástralíu ætla að setja takmarkanir á fjölda þess fólks sem fær að koma inn í landið eftir aukinn fjölda kórónuveirutilfella.

Frá 14. júlí næstkomandi verður aðeins 3.000 manns hleypt inn í landið í hverri viku en fjöldinn var kominn upp í sex þúsund manns á viku. 

Miklar takmarkanir hafa verið á ferðalögum til Ástralíu frá því faraldurinn hófst og í raun hafa aðeins Ástralir og fólk með sérstaka undanþágu fengið að koma inn. 

Aðeins var slakað á þeim reglum fyrir nokkru en nú á að herða skrúfstykkið að nýju. Breska ríkisútvarpið segir líklegt að reglurnar verði í gildi fram á næsta ár. 

Delta afbrigðið svokallaða hefur valdið nokkrum usla í landinu síðustu daga, aðallega í Sidney og um 250 manns hafa smitast af veirunni. 

Stjórnvöld settu strax á miklar hömlur í stærstu borgum landsins og eiga flestir að halda sig heima fram til 9. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×