„Það stendur enginn hnífur í kúnni“ Snorri Másson skrifar 2. júlí 2021 12:21 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ekki rétt að vanti fjármagn í fyrirhugaða framkvæmd Fjarðarheiðarganga. Stefnan var að hefja framkvæmdir árið 2022, en nú segir ráðherra að kannski byrji grafan ekki fyrr en árið 2023. Hildur Þórisdóttir, fulltrúi í sveitarstjórn Múlaþings og Samfylkingarkona, hélt því fram í viðtali við RÚV í vikunni að fjóra milljarða vanti inn í gangnaverkefnið svo að undirbúningur gæti hafist að ráði. Í kjölfarið sagði Björn Leví Gunnarsson pírati að hér væri um að ræða óásættanlegt ógagnsæi í ríkisfjármálum. Sigurður Ingi segir aftur á móti að allt sé á áætlun. „Það er ekkert sem bendir til þess að neitt sem hefur komið upp í þessu ferli seinki framkvæmdartímanum eða lokum verksins. Ekki neitt,“ sagði Sigurður Ingi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hvar stendur hnífurinn þá í kúnni þarna fyrir austan? „Hann stendur hvergi. Hann er á réttum stað. Það er enginn hnífur í kúnni. Undirbúningurinn er á algerlega eðlilegum hraða.“ 70 milljarða króna framkvæmdir Fjarðarheiðargöng sjálf eiga að kosta um 35 milljarða króna. Þau eru hluti af tíu ára verkefni sem samtals kostar 70 milljarða og mun fela í sér tvö göng til viðbótar á sama svæði, meðal annars á milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar. Framkvæmdirnar sjálfar áttu að hefjast 2022, en gera það hugsanlega ekki úr þessu að sögn Sigurðar. Hann segir þó að slík breyting seinki ekki endanlegum verklokum. „Ef þú ert að tala um gröfuna, þá kannski kemur hún ekki fyrr en 23. Það sem hefur breyst á undanförnum árum við að fara í þessi samvinnuverkefni, þá hafa menn lagt meiri tíma og meiri vinnu í undirbúninginn til að stytta framkvæmdartímann til að gera hann öruggari, skilvirkari og hagkvæmari. Við erum á þeirri vegferð.” Svona gætu göngin legið samkvæmt opinberum tillögum frá 2019.Stjórnarráðið 50 milljónir á kjaft Sigurður kveðst alltaf vilja hafa alla vega ein jarðgöng í vinnslu á Íslandi á hverjum tíma, enda þjóðhagslega hagkvæmt. En göng eru kostnaðarsöm. Ef kostnaðinum við Fjarðarheiðargöng er skipt á íbúa Seyðisfjarðar nemur hann um 50 milljónum á kjaft - þeir eru um 700 talsins. „Ég lít ekki svo á. Við erum alltaf að byggja upp samgöngukerfi fyrir allt landið og jafna aðstæður fólks. Það var einhver sem kom skilaboðum til mín fyrir einhverjum árum, um að jarðgöng væru bara gat í gegnum fjall. Það skiptir ekki máli hvað þau eru löng eða hvað þau eru dýr, þau gera jafnmikið fyrir hvern og einn, og alla Íslendinga í leiðinni. Mér finnst þetta svolítið flott nálgun.“ Múlaþing Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. 27. desember 2020 19:00 Sameining gæti þýtt nýtt 5.000 manna sveitarfélag Nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi yrði það stærsta að flatarmáli hér á landi með tæplega fimm þúsund íbúa. Sameinað sveitarfélag fengi frá hinu opinbera rúman milljarð króna í meðgjöf. 23. október 2019 06:00 Bæjarstjóri vill göng eftir sjö ár Göngin, sem verða á milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, verða lengstu göng á landinu, 13,5 kílómetrar. 11. október 2019 07:15 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Hildur Þórisdóttir, fulltrúi í sveitarstjórn Múlaþings og Samfylkingarkona, hélt því fram í viðtali við RÚV í vikunni að fjóra milljarða vanti inn í gangnaverkefnið svo að undirbúningur gæti hafist að ráði. Í kjölfarið sagði Björn Leví Gunnarsson pírati að hér væri um að ræða óásættanlegt ógagnsæi í ríkisfjármálum. Sigurður Ingi segir aftur á móti að allt sé á áætlun. „Það er ekkert sem bendir til þess að neitt sem hefur komið upp í þessu ferli seinki framkvæmdartímanum eða lokum verksins. Ekki neitt,“ sagði Sigurður Ingi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hvar stendur hnífurinn þá í kúnni þarna fyrir austan? „Hann stendur hvergi. Hann er á réttum stað. Það er enginn hnífur í kúnni. Undirbúningurinn er á algerlega eðlilegum hraða.“ 70 milljarða króna framkvæmdir Fjarðarheiðargöng sjálf eiga að kosta um 35 milljarða króna. Þau eru hluti af tíu ára verkefni sem samtals kostar 70 milljarða og mun fela í sér tvö göng til viðbótar á sama svæði, meðal annars á milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar. Framkvæmdirnar sjálfar áttu að hefjast 2022, en gera það hugsanlega ekki úr þessu að sögn Sigurðar. Hann segir þó að slík breyting seinki ekki endanlegum verklokum. „Ef þú ert að tala um gröfuna, þá kannski kemur hún ekki fyrr en 23. Það sem hefur breyst á undanförnum árum við að fara í þessi samvinnuverkefni, þá hafa menn lagt meiri tíma og meiri vinnu í undirbúninginn til að stytta framkvæmdartímann til að gera hann öruggari, skilvirkari og hagkvæmari. Við erum á þeirri vegferð.” Svona gætu göngin legið samkvæmt opinberum tillögum frá 2019.Stjórnarráðið 50 milljónir á kjaft Sigurður kveðst alltaf vilja hafa alla vega ein jarðgöng í vinnslu á Íslandi á hverjum tíma, enda þjóðhagslega hagkvæmt. En göng eru kostnaðarsöm. Ef kostnaðinum við Fjarðarheiðargöng er skipt á íbúa Seyðisfjarðar nemur hann um 50 milljónum á kjaft - þeir eru um 700 talsins. „Ég lít ekki svo á. Við erum alltaf að byggja upp samgöngukerfi fyrir allt landið og jafna aðstæður fólks. Það var einhver sem kom skilaboðum til mín fyrir einhverjum árum, um að jarðgöng væru bara gat í gegnum fjall. Það skiptir ekki máli hvað þau eru löng eða hvað þau eru dýr, þau gera jafnmikið fyrir hvern og einn, og alla Íslendinga í leiðinni. Mér finnst þetta svolítið flott nálgun.“
Múlaþing Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. 27. desember 2020 19:00 Sameining gæti þýtt nýtt 5.000 manna sveitarfélag Nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi yrði það stærsta að flatarmáli hér á landi með tæplega fimm þúsund íbúa. Sameinað sveitarfélag fengi frá hinu opinbera rúman milljarð króna í meðgjöf. 23. október 2019 06:00 Bæjarstjóri vill göng eftir sjö ár Göngin, sem verða á milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, verða lengstu göng á landinu, 13,5 kílómetrar. 11. október 2019 07:15 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. 27. desember 2020 19:00
Sameining gæti þýtt nýtt 5.000 manna sveitarfélag Nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi yrði það stærsta að flatarmáli hér á landi með tæplega fimm þúsund íbúa. Sameinað sveitarfélag fengi frá hinu opinbera rúman milljarð króna í meðgjöf. 23. október 2019 06:00
Bæjarstjóri vill göng eftir sjö ár Göngin, sem verða á milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, verða lengstu göng á landinu, 13,5 kílómetrar. 11. október 2019 07:15