Segir að Japan muni aðstoða Taívan verði gerð innrás Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2021 14:39 Japanskir landgönguliðar við æfingar. Getty/Richard Atrero de Guzman Taro Aso, aðstoðarforsætisráðherra Japans, segir nauðsynlegt fyrir Japani að koma Taívan til aðstoðar, auk Bandaríkjanna, geri Kínverjar innrás í eyríkið. Þetta sagði hann í gær og hafa ummælin þegar vakið mikla reiði í Peking. Aso sagði að innrás í Taívan myndi ógna öryggi Japans og þar með falla undir tilfelli þar sem heimavarnarlið Japans (SDF), eins og her landsins hefur verið kallaður frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar, gæti komið Taívönum til aðstoðar. Stjórnarskrá landsins, sem samin var eftir seinni heimsstyrjöldina, meinar herafla landsins að eiga í átökum í flestum tilfellum. Árið 2015 var lögum landsins þó breytt á þann veg að beita má SDF til aðstoðar vinveittra ríkja. Fjölmiðlar í Japan hafa haft eftir Aso af fjáröflunarfundi í Kyodo, að Japanir þyrftu að taka tillit til þess að Kínverjar gætu næst gert innrás í Okinawa. Taro Aso, aðstoðarforsætisráðherra og fjármálaráðherra Japans.EPA/HOLLIE ADAMS Með ummælum sínum varð Aso, sem er einni fjármálaráðherra og situr í þjóðaröryggisráði Japans, æðsti embættismaður Japans sem hefur sagt að Japanir myndu aðstoða Taívan í átökum við Kína, samkvæmt frétt Japan Times. Hann var þó spurður frekar út í ummæli sín af blaðamönnum í morgun og sagði að allar deilur yfir Taívansundið ætti að leysa með viðræðum. Annar ráðherra ítrekaði að Aso hefði verið að ræða ímyndaða sviðsmynd. Japan Times hefur svo eftir Nobuo Kishi, varnarmálaráðherra Japans, að ríkisstjórn landsins myndi taka vel ígrundaða ákvörðun ef innrás yrði gerð í Taívan og sú ákvörðun tæki mið af öryggi Japans. Í stuttu máli sagt hafa Kínverjar lengi gert tilkall til Taívan sem hefur í raun verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949. Þá flúðu meðlimir þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Taívan hefur þó aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin á undanförnum árum og hefur Tsai til að mynd ítrekað sagt að Taívan sé sjálfstætt ríki sem heiti í raun Lýðveldið Kína, sem er formlegt nafn ríkisins. Bæði í Taívan og Bandaríkjunum hafa ráðamenn áhyggjur af því að Kínverjar ætli sér að tryggja yfirráð sín yfir Taívan með því að gera innrás í landið. Sjá einnig: Taívan býr sig undir átök við Kína Ráðamenn í Kína hafa sagt innrás í Taívan koma til greina og hafa beitt eyríkið sífellt auknum þrýstingi á undanförnum mánuðum og hefur þessi þrýstingur verið kallaður „óhefðbundinn hernaður“. Markmiðið er að grafa undan getu herafla Taívans og pólitískum vilja til sjálfstæðis. Þessar aðgerðir Kínverja felast meðal annars í því að fljúga orrustuþotum og sprengjuflugvélum ítrekað inn í loftvarnasvæði Taívans og að sigla herskipum inn í lögsögu landsins. Í Bandaríkjunum hafa ráðamenn tekið meira afgerandi afstöðu með Taívan og hafa háttsettir bandarískir embættismenn ferðast til landsins og rætt þar við embættismenn. Það hefur ekki fallið í kramið í Peking. Sjá einnig: Segja Bandaríkjunum að hætta að leika sér að eldi Reuters hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að Kínverjar hafni ummælum Aso og annarra og að þau skemmi samskipti Kína og Japans. Þá sagði hann að enginn ætti að vanmeta vilja Kínverja g getu til að verja eigið fullveldi. Japan Taívan Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Segir höfuð óvina verða blóðguð á stálmúr kínversku þjóðarinnar „Aðeins sósíalisminn mun bjarga Kína og framþróun Kína mun byggja á kínverskum sósíalisma,“ sagði Xi Jinping, forseti Kína, í hátíðarávarpi í aðdraganda aldarafmælis kínverska kommúnistaflokksins. 1. júlí 2021 07:37 Kínverjar sagðir byggja fjölda byrgja fyrir langdrægar eldflaugar Kínverjar eru sagðir vera að byggja allt að 119 eldflaugabyrgi í eyðimörk í vesturhluta landsins. Byrgi þessi gætu hýst langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. 30. júní 2021 22:30 Segir Bandaríkin hafa „helga skyldu“ til að verja Evrópu Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti þátttöku Bandaríkjanna í sameiginlegum vörnum Evrópu, Kanada og Tyrklands sem „helgri skyldu“ þeirra við upphaf leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í morgun. Lagði hann áherslu á mikilvægi bandalagsins. 14. júní 2021 13:40 Telur Kínverja undirbúa innrás Utanríkisráðherra Taívans sagði í dag að útlit væri fyrir að Kínverjar væru að undirbúa innrás á eyjuna. 29. apríl 2021 17:30 Stofna til nýrrar Kína-rannsóknar á tíu klukkustunda fresti Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur um 2.000 mál í rannsókn sem rekja má til kínverskra stjórnvalda. Þá er stofnað til nýrrar rannsóknar á „tíu klukkustunda fresti“, segir forstjóri stofnunarinnar. 15. apríl 2021 12:51 Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Her Kína gerir út fjölmörg blá fiskiskip sem notuð eru sem sérstök sveit til að styrkja tilkall Kínverja til hafsvæða í Asíu og þá sérstaklega Suður-Kínahafi. Tilvist þessarar sveitar hefur ekki verið viðurkennd af ráðamönnum í Peking en sérfræðingar segja hundruð skipa og þúsundir áhafnarmeðlima tilheyra henni. 13. apríl 2021 14:29 Fyrsti fundur Biden-liða og Kínverja fór ekki vel af stað Fyrsti fundur háttsettra embættismanna Bandaríkjanna og Kína fór harkalega af stað í Alaska í gærkvöldi. Báðar hliðar fóru hörðum orðum um hina fyrir framan myndavélar á viðburði sem við hefðbundnar aðstæður tekur einungis nokkrar mínútur en tók nú tæpa klukkustund. 19. mars 2021 10:47 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Aso sagði að innrás í Taívan myndi ógna öryggi Japans og þar með falla undir tilfelli þar sem heimavarnarlið Japans (SDF), eins og her landsins hefur verið kallaður frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar, gæti komið Taívönum til aðstoðar. Stjórnarskrá landsins, sem samin var eftir seinni heimsstyrjöldina, meinar herafla landsins að eiga í átökum í flestum tilfellum. Árið 2015 var lögum landsins þó breytt á þann veg að beita má SDF til aðstoðar vinveittra ríkja. Fjölmiðlar í Japan hafa haft eftir Aso af fjáröflunarfundi í Kyodo, að Japanir þyrftu að taka tillit til þess að Kínverjar gætu næst gert innrás í Okinawa. Taro Aso, aðstoðarforsætisráðherra og fjármálaráðherra Japans.EPA/HOLLIE ADAMS Með ummælum sínum varð Aso, sem er einni fjármálaráðherra og situr í þjóðaröryggisráði Japans, æðsti embættismaður Japans sem hefur sagt að Japanir myndu aðstoða Taívan í átökum við Kína, samkvæmt frétt Japan Times. Hann var þó spurður frekar út í ummæli sín af blaðamönnum í morgun og sagði að allar deilur yfir Taívansundið ætti að leysa með viðræðum. Annar ráðherra ítrekaði að Aso hefði verið að ræða ímyndaða sviðsmynd. Japan Times hefur svo eftir Nobuo Kishi, varnarmálaráðherra Japans, að ríkisstjórn landsins myndi taka vel ígrundaða ákvörðun ef innrás yrði gerð í Taívan og sú ákvörðun tæki mið af öryggi Japans. Í stuttu máli sagt hafa Kínverjar lengi gert tilkall til Taívan sem hefur í raun verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949. Þá flúðu meðlimir þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Taívan hefur þó aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin á undanförnum árum og hefur Tsai til að mynd ítrekað sagt að Taívan sé sjálfstætt ríki sem heiti í raun Lýðveldið Kína, sem er formlegt nafn ríkisins. Bæði í Taívan og Bandaríkjunum hafa ráðamenn áhyggjur af því að Kínverjar ætli sér að tryggja yfirráð sín yfir Taívan með því að gera innrás í landið. Sjá einnig: Taívan býr sig undir átök við Kína Ráðamenn í Kína hafa sagt innrás í Taívan koma til greina og hafa beitt eyríkið sífellt auknum þrýstingi á undanförnum mánuðum og hefur þessi þrýstingur verið kallaður „óhefðbundinn hernaður“. Markmiðið er að grafa undan getu herafla Taívans og pólitískum vilja til sjálfstæðis. Þessar aðgerðir Kínverja felast meðal annars í því að fljúga orrustuþotum og sprengjuflugvélum ítrekað inn í loftvarnasvæði Taívans og að sigla herskipum inn í lögsögu landsins. Í Bandaríkjunum hafa ráðamenn tekið meira afgerandi afstöðu með Taívan og hafa háttsettir bandarískir embættismenn ferðast til landsins og rætt þar við embættismenn. Það hefur ekki fallið í kramið í Peking. Sjá einnig: Segja Bandaríkjunum að hætta að leika sér að eldi Reuters hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að Kínverjar hafni ummælum Aso og annarra og að þau skemmi samskipti Kína og Japans. Þá sagði hann að enginn ætti að vanmeta vilja Kínverja g getu til að verja eigið fullveldi.
Japan Taívan Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Segir höfuð óvina verða blóðguð á stálmúr kínversku þjóðarinnar „Aðeins sósíalisminn mun bjarga Kína og framþróun Kína mun byggja á kínverskum sósíalisma,“ sagði Xi Jinping, forseti Kína, í hátíðarávarpi í aðdraganda aldarafmælis kínverska kommúnistaflokksins. 1. júlí 2021 07:37 Kínverjar sagðir byggja fjölda byrgja fyrir langdrægar eldflaugar Kínverjar eru sagðir vera að byggja allt að 119 eldflaugabyrgi í eyðimörk í vesturhluta landsins. Byrgi þessi gætu hýst langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. 30. júní 2021 22:30 Segir Bandaríkin hafa „helga skyldu“ til að verja Evrópu Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti þátttöku Bandaríkjanna í sameiginlegum vörnum Evrópu, Kanada og Tyrklands sem „helgri skyldu“ þeirra við upphaf leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í morgun. Lagði hann áherslu á mikilvægi bandalagsins. 14. júní 2021 13:40 Telur Kínverja undirbúa innrás Utanríkisráðherra Taívans sagði í dag að útlit væri fyrir að Kínverjar væru að undirbúa innrás á eyjuna. 29. apríl 2021 17:30 Stofna til nýrrar Kína-rannsóknar á tíu klukkustunda fresti Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur um 2.000 mál í rannsókn sem rekja má til kínverskra stjórnvalda. Þá er stofnað til nýrrar rannsóknar á „tíu klukkustunda fresti“, segir forstjóri stofnunarinnar. 15. apríl 2021 12:51 Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Her Kína gerir út fjölmörg blá fiskiskip sem notuð eru sem sérstök sveit til að styrkja tilkall Kínverja til hafsvæða í Asíu og þá sérstaklega Suður-Kínahafi. Tilvist þessarar sveitar hefur ekki verið viðurkennd af ráðamönnum í Peking en sérfræðingar segja hundruð skipa og þúsundir áhafnarmeðlima tilheyra henni. 13. apríl 2021 14:29 Fyrsti fundur Biden-liða og Kínverja fór ekki vel af stað Fyrsti fundur háttsettra embættismanna Bandaríkjanna og Kína fór harkalega af stað í Alaska í gærkvöldi. Báðar hliðar fóru hörðum orðum um hina fyrir framan myndavélar á viðburði sem við hefðbundnar aðstæður tekur einungis nokkrar mínútur en tók nú tæpa klukkustund. 19. mars 2021 10:47 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Segir höfuð óvina verða blóðguð á stálmúr kínversku þjóðarinnar „Aðeins sósíalisminn mun bjarga Kína og framþróun Kína mun byggja á kínverskum sósíalisma,“ sagði Xi Jinping, forseti Kína, í hátíðarávarpi í aðdraganda aldarafmælis kínverska kommúnistaflokksins. 1. júlí 2021 07:37
Kínverjar sagðir byggja fjölda byrgja fyrir langdrægar eldflaugar Kínverjar eru sagðir vera að byggja allt að 119 eldflaugabyrgi í eyðimörk í vesturhluta landsins. Byrgi þessi gætu hýst langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. 30. júní 2021 22:30
Segir Bandaríkin hafa „helga skyldu“ til að verja Evrópu Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti þátttöku Bandaríkjanna í sameiginlegum vörnum Evrópu, Kanada og Tyrklands sem „helgri skyldu“ þeirra við upphaf leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í morgun. Lagði hann áherslu á mikilvægi bandalagsins. 14. júní 2021 13:40
Telur Kínverja undirbúa innrás Utanríkisráðherra Taívans sagði í dag að útlit væri fyrir að Kínverjar væru að undirbúa innrás á eyjuna. 29. apríl 2021 17:30
Stofna til nýrrar Kína-rannsóknar á tíu klukkustunda fresti Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur um 2.000 mál í rannsókn sem rekja má til kínverskra stjórnvalda. Þá er stofnað til nýrrar rannsóknar á „tíu klukkustunda fresti“, segir forstjóri stofnunarinnar. 15. apríl 2021 12:51
Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Her Kína gerir út fjölmörg blá fiskiskip sem notuð eru sem sérstök sveit til að styrkja tilkall Kínverja til hafsvæða í Asíu og þá sérstaklega Suður-Kínahafi. Tilvist þessarar sveitar hefur ekki verið viðurkennd af ráðamönnum í Peking en sérfræðingar segja hundruð skipa og þúsundir áhafnarmeðlima tilheyra henni. 13. apríl 2021 14:29
Fyrsti fundur Biden-liða og Kínverja fór ekki vel af stað Fyrsti fundur háttsettra embættismanna Bandaríkjanna og Kína fór harkalega af stað í Alaska í gærkvöldi. Báðar hliðar fóru hörðum orðum um hina fyrir framan myndavélar á viðburði sem við hefðbundnar aðstæður tekur einungis nokkrar mínútur en tók nú tæpa klukkustund. 19. mars 2021 10:47