12. umferð sænsku deildarinnar hófst í kvöld með þremur leikjum. Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliði Häcken annan leikinn í röð, þar sem hún spilaði allan leikinn í 3-0 útisigri á Linköping.
Diljá Ýr skoraði annað mark Häcken í leiknum á 71. mínútu en markalaust var allt fram á 67. mínútu leiksins. Diljá var að skora annan leikinn í röð og hefur skorað fjögur mörk í síðustu sex leikjum með liðinu.
Häcken er með 26 stig í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Rosengård, liði Glódísar Perlu Viggósdóttur, sem mætir Växjö á morgun.
Í þriðja sæti deildarinnar er Kristianstad, þjálfað af Elísabetu Gunnarsdóttur, sem gerði markalaust jafntefli við Vittsjö á útivelli í kvöld. Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir spiluðu allan leikinn hjá Kristianstad.
Hallbera Gísladóttir spilaði þá allan leikinn fyrir lánlaust lið AIK sem tapaði sínum fjórða leik í röð, 1-0 fyrir Eskiltuna. AIK er í ellefta og næst neðsta sæti deildarinnar með níu stig eftir tólf leiki.

Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.